3. febrúar 2006

Föstudagar eru æði! Maður hefur bara einhverja svona góða tilfinningu í sér alltaf, ekkert getur pirrað mann, það er eins og maður flögri um eins og lítill fugl á ljósbleiku skýi, og öll heimsins vandamál langt úr augsýn! Er maður ekki orðinn ljóðræn, og alveg hrikalega væmin...hihihi...
Þá er það komið á hreint að Ísland verður ekki Evrópumeistari í handbolta. Svekkjandi. Í alvörunni, mjög leiðinilegt. Mæli með því að fólk hlusti á Áfram Ísland með Baggalút til að hugga sig á þessari sorgarstundu ( www.kvikmynd.is... fara svo vinstra megin þar sem stendur Tónlist og svo Áfram Ísland)...
Annars gerðist sá merkilegi atburður í gærkvöldi að ég sofnaði eins og ungabarn klukkan níu...zzz...enda er ég alveg úthvíld núna, svefn er góður, ÓÓÓÓÓJÁ (minnir þetta ekki einhvern á eyjar?)...
Annars ætla ég á blakæfingu með Röggu eftir skóla, held ég sé loksins búin að komast að niðurstöðu í þessum líkamsræktarmálum mínum. En það verður semsagt bandý 1 sinni og blak 2 sinnum í viku, er einhvern vegin alveg búin að missa áhugann á líkamsræktarkorti! Enda hefur það sýnt sig að það er ekki að virka fyrir mig, ég bara þarf að vera í einhverjum hóp og helst með þjálfara til að sparka í rassinn á mér til að ég nenni að mæta...
Svo hugsa ég að ég gerist óheilsusamleg og fari í ljós í kvöld til að ég þori að sýna mig á bikiníinu á morgun. Er að fara í Spex (æ þarna leikritið...) ferð þar sem verður sauna og kannski baðað sig í sjónum/vatni, haha, ég sé það samt ekki alveg fyrir mér í augnablikinu að ég fari að endurtaka leikinn síðan í haust, þar sem vatnið er að miklum líkindum kaldara en þá og örugglega undir frostmarki!!! bhrr... en gufubaðið verður að öllum líkindum heimsótt!
Jæja hádeigshléið að verða búið og komið að eðlisfræðifyrirlestri...
Góða helgi!:)
ciao...
Vallý

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmmm er svo sammála föstudagar eru dásamlegir=)... Er búin ad vera fimm klukkutima á einhverju námskeiði um hvernig á að keyra öruggt í traffikinni í hálku... Var bara mjög fínt=).. Núna þarf ég að læra læra læra.. Góða skemtun í ferðalaginnu.. Knús knús Kolla

Nafnlaus sagði...

Bíddu vó, nú skil ég ekki datt kommentið mitt bara út? Vala Rún, ekki hentiru því út? nei ég verð nú bara að segja að þetta finnst mér soldið dularfullt! :P

Nafnlaus sagði...

múhaha já ég henti þvi.. nei auðvitað ekki skvis, hvað sagðiru sniðugt þar?;) og jámm kolla mín gangi þér rosa vel í prófinu!:) kram!

Nafnlaus sagði...

Vala mín hvað er þessi hljómsveit búin að gera við þig eiginlega? Ertu bara hætt að blogga útaf því að þú ert svo fræg? Ég hélt nú að þú myndir láta leðurbuxurnar og dreadlokksið nægja?????

Nafnlaus sagði...

Já.. ég veit að þetta er ófyrirgefanleg framkoma og mun ég leggja mig fram við að bæta mig! Frægðin virðist eitthvað hafa stigið mér til höfuðs, en ég er byrjuð að fara til sálfræðings og stunda jóga til að losna við stressið og álagið sem fylgir þessu öllu...Þannig að nú ætti ég að geta farið að setjast niður í rólegheitunum og blogga á ný. hehehe:)