28. febrúar 2007

Góðan og bleddsaðan daginn :)

Jæja best að láta heyra aðeins í sér, svo að fólk fari ekki að halda að sé ennþá föst í Hammarby skíðabrekkunni háls, nef, eyrna, fót og handleggsbrotin! Enda gekk skíðaferðin alveg rosalega vel, Stína Pärson einkaskíðakennarinn minn stóð sig með prýði þangað til hún fór að minnast á að einn ákveðinn skíðakappi væri mættur á svæðið, já hversu mikil tilviljun í 2 milljón manna borg að akkurat sama dag, fyrsta skipti á ævinni sem ég ákveð að skella mér upp í skíðabrekku að þá er hann þar. En nú jæja, var reyndar ekki svo heppin að hitta hann, en alla vega olli þetta mikilli truflun á einbeitingu minni þar sem ég neyddist til að taka upp snyrtikittið og spegilinn úr hliðartöskunni og pudra näsan og skíðaði í því beint á greyið Stínu, ég fór í spíkat og flikk og heljarstökk og beint á hausinn. Slapp samt ómeidd út úr þessu og eftir þetta lá leiðin beinustu leið í barnabrekkuna þar sem plógurinn var tekinn, sjúbb sjúbb.. haha... en nei án gríns þá var rosa gaman að á skíðum og stefnan er tekin á aðra ferð einhvern tíman um miðjan mars :) jibbí...

Það er alltaf gaman þegar maður fer að taka til í blaðahrúgunni sem hefur safnast saman inní skáp, sérstaklega þegar maður finnur 100 kr ávísun úr H&M, gamlar passamyndir, glósur sem maður hélt maður væri búinn að týna og fleira sniðugt...og ekki má gleyma restinni (c.a. 90% af þessu) sem er bara drasl sem ætti fyrir löngu að vera komið í ruslið!

Bara 5 dagar í sól og hita... hversu ljúft verður það...

ciao
...
Vala svala

21. febrúar 2007

Fyrirgefðu hver setti Stokkhólm inní frystikistu í nótt?!

Vá þessi kuldi er ekkert grín, núna eru það bara longkalsonger, bolur, peysa, flíspeysa, ullarsokkar og vetrarúlpan! Og svo ætlar maður að fara að skella sér á skíði á laugardaginn, ég veit ekki alveg hvað ég er að pæla hahaha... Held samt að það eigi að hlýna aðeins fyrir helgi, vona það nú, annars held ég að ég þurfi að íhuga að fjárfesta í 1stk snjóbuxum!

Það er samt sól og fallegt veður þannig að maður ætti ekki að vera að kvarta :)

Hver hlakkar til að fara til Barcelona eftir 11 daga? ÉG!!!:)

Jæja best að hita sér te og kúra sig undir sæng og kíkja aðeins í lærdómsbækurnar!

ciao
...
Vala svala

19. febrúar 2007

Helgin...
...var mjög góð:) á föstudaginn fann ég skóna sem mig er búið að dreyma um! wiiiiiii :) Mjög flottir nike svartir plain engar reimar, í NK takk fyrir! já mín var sko ánægð og svo reyndu Rósa og Kolla að koma mér á deit við afgreiðslugaurinn í leiðinni, það var ekki alveg að gera sig, svo var ég næstum búin að kaupa mér mjög flotta casall íþrótta/skólatösku og hlaupaskó í leiðinni en lét mér þetta duga í bili eitt par af skóm... Síðan fór ég með Randra í bíó á Departed, hún var mjög góð verð ég að segja. Enda ekki slæmir leikarar þar á ferð, Jack Nicholson, Leonardo DiCaprio og Matt Damon og fleiri góðir...
Á laugardaginn voru bakaðar íslenskar bollur! Ég fer ekki fleiri orðum um það en segi bara að bollubakstur minn mun bara geta farið uppávið það sem eftir er hehe... þær voru samt alla vega bragðgóðar...Síðan var náttla Melodiefestivalen þarna um kvöldið get nú ekki gleymt að minnast á það, maður hélt varla legvatninu yfir þessum gaurum sem þarna stigu á sviðið! Já get nú ekki sama sagt um íslenska júró en ég tek undir það sem Rósa sagði á blogginu sínu: ég segi hér með sambandi mínu og íslensks Eurovisions upp!
Í gær var langur æfingadagur með Spexinu og líka í kvöld og annað kvöld, þetta er allt að smella hjá okkur...
Svo er Fettistag á morgun og spurning hvort maður fái sér kannski eina semlu:)

ciao
...
Vala seml

16. febrúar 2007

hæ hó!

Jæja þá er helgin að renna í garð, plönin eru: kíkja í bæinn á eftir og elda með Rósu, kannski bíó, á morgun fara í ræktina, læra, baka bollur, horfa á melodiefestivalen, spex æfing allan sunnudaginn, kíkja í ræktina, læra, hugsa að það verði bara ekkert djamm, ég er orðin ekkert smá slöpp í því, en ég tók líka alveg út minn skammt seinasta laugardag mætti segja!:) hehehe...

...Er ég orðin gömul?

Nú er stóra spurningin, hvað gerist í páskafríinu? Ég var búin að lofa fjölskyldunni að koma heim til Íslands, en mig langar líka til að kíkja til Köben til Auðar eða Rikka ætlar að kíkja í heimsókn hingað til Stokkhólms... það líður nú að því að maður þurfi að fara að gera lokaplan.

Annars hef ég eiginlega ekkert um að blogga, nema jú það gæti verið að maður skelli sér á skíði bráðlega, var að lesa í Stockholm City í morgun um skíðabrekkur í nágrenni Stokkhólms og verð og þannig, Hammarby kemur sterklega til greina en þar kostar u.þ.b. 300 kall að fá passa og leigja skíði fyrir daginn, ég hef því miður engar verðhugmyndir um hvort þetta sé ódýrt eða dýrt þar sem ég er enginn sérfræðingur í þessum málum. En var nú búin að plana að fara einhvern tíman á skíði í vetur til að athuga hvort ég sé eins hopeless case og ég sjálf held að ég sé á skíðum. Ástæða: gífurlegur ótti við að detta! Svo er önnur brekka sem er 20 mílum frá Stokkhólmi en man því miður ekki nafnið á henni, en það er ansi langur akstur og þar kostar pakkinn um 500 kall en þar eru líka 19 brekkur! Spurning hvort ég þurfi samt á því að halda... ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem ekki kann á skíði og langar að vera lúði með mér í barnabrekkunnni.

Ég verð nú að lýsa yfir vonbrigðum mínum með slappan áhuga sem lesendur síðunnar hafa sýnt á sjálfshjálparbókinni minni... en já kannski liggur ekki frami minn í bókaskrifum.

Góða helgi!!!
...
Valfríður

14. febrúar 2007

Valentínusardagur...

Í dag svífur ástin yfir vötnum og turtildúfur knúsast á súkkulaðihjarta, dagur rómantíkurinnar.
En já hjá hinum einhleypu er þetta bara eins og hver venjulegur dagur. Talandi um það þá var ég búin að lofa einni ágætri vinkonu minni (nefni engin nöfn, hehe) að skrifa sjálfshjálparbók einbúans, þar sem ég er nú sérfræðingur í þeim málum. Bókin kom út í dag þar sem þessi dagur er einstaklega erfiður fyrir einstæðinginn, og einnig þar sem fyrsti kafli bókarinnar, "Þú ert ekki aumingi þó þú hræðist það að vera einn" er tileinkaður þessari ónafngreindu vinkonu minni og hún á mjög erfiða viku fyrir höndum þar sem kærastinn stakk hana af til Íslands. Þannig að mig langar að nota tækifærið og auglýsa "Sjálfshjálparbók einbúans" og þeir sem hafa áhuga á að nálgast bókina endilega kommentið á þessa færslu ;)
Nú var ég að koma heim úr bænum. Er bara hálf þreytt og pirruð eftir þessa ferð þar sem að
a) mér tókst ekki að finna mér skó sem ég þurfti að kaupa, ekki afþví mig langaði að kaupa mér skó, þó manni langi alltaf í nýja skó, en þegar maður neyðist til að kaupa sér einhvern mjög nákvæmlega ákveðinn hlut þá finnur maður sjaldan eitthvað sem maður er nógu ánægður með, afhverju er þetta svona erfitt?!
b) ég er búin að vera blaut í fæturnar síðan í morgun, ástæðan fyrir að ég þurfti að kaupa þessa ákveðnu nýju skó
c) maður á ekki að vera að dröslast í bæinn á háannatíma eftir að hafa verið í skólanum allan daginn og unnið hópverkefni og bara borðað einn banana í hádegismat...það boðar ekki góðan árangur!
En jæja, ég ætla að elda mér lasagne, er búin að hlakka til lengi því það misheppnaðist hjá mér seinast þannig að nú ætti það að verða fullkomið:)

Vá hvað ég hlakka til helgarinnar! og það styttist óðum í að mamma og pabbi komi í heimsókn og við förum til Barcelona úúújé :)

Ástarvæmniskveðjur
...
Vala

13. febrúar 2007

Langur þriðjudagur...

Var í KS í morgun kl 8:00. Úfff hvað það er alltaf jafn erfitt að vakna svona snemma. Prófið gekk vel, eða illa, dáldið erfitt að segja, það kemur í ljós, er ekki búin að kíkja á svörin. Krossa bara fingur :) Sit núna með æsispennandi verkefni í Produktframtagning, erum að hanna róbótarm og skrifa matlab prógram og gera skýrslu. Sé ekki fram á annað en við verðum að þessu þangað til klukkan tíu í kvöld! Einn elektro dæmatími þarna inn á milli. Vá ég ætla að hætta að drepa ykkur úr leiðindum með þessu bloggi.
Það sem bjargaði deginum er að það var bakakakadagur hjá okkur ;) Erum núna 7 sem stofnuðum þennan skemmtilega klúbb, en einn meðlimur sér um að mæta með köku í skólann einu sinni í viku. Ég bakaði brownie í seinustu viku. Sló alveg í gegn. En vá hvað það er girnileg kakan sem Mattías kom með í dag, svona kanilkladdkaka með appelsínusúkkulaðikremi! mmm...hlakka til að smakka. Og svo ætlum við Rósa að hittast á laugardaginn og baka bollur. Já, það er greinilegt að ég er orðin svöng þannig að ég ætla að drífa mig í hádegismat.

Kem með eitthvað skemmtilegra blogg á morgun
ciao
...
Vala

11. febrúar 2007

Vá hvað það var gaman í gær! Enda var hressileikinn í dag kannski ekki sá mesti hihi...

Byrjuðum á því að hittast nokkur í nýju íbúðinni heima hjá Stínu og Frey. Mér leið bara eins og ég væri komin í Alpana, því að þau búa barasta hliðin á skíðabrekku takk fyrir. Vð fengum okkur að borða, calzone nammnamm held bara sá besti sem ég hef smakkað hérna í Stokkhólmi, skálað í smá hvítvíni og horft á Melodiefestivalen, já maður má sko ekki missa af því. Eftir allsvakalegt Tunnelbanakapphlaup lá leiðin niðrí bæ í Folkets Hus eða Dansens Hus eða hvað sem þetta hét nú :) Þá var Skari Skrípó í fullum ham með uppistand og vá hvað þessi maður er fyndinn. Siðan mætti Páll Óskar á sviðið og spilaði snilldartónlist allt kvöldið, dönsuðum af okkur rassinn og já mjög gaman bara!
Nú tekur bara við löng og ströng vika, ég og Ragga erum komin í fullt prógram í ræktinni, það eru mánudags, þriðjudags og fimmtudagsmorgnar í KTH hallen takk fyrir... Erum búnar að halda þetta út í tvær vikur núna þannig að þetta er að verða rútína sem okkur tekst vonandi að halda :) Voða duglegar hehe.. Svo er próf á þriðjudaginn og verkefnaskil á fimmtudaginn þannig að það er nóg að gera! Og svo að stússast fyrir FÍNS, sækja um vinnu fyrir sumarið og æfa fyrir Spexið... það fer að styttast í frumsýningu á leikritinu þannig að nú erum við á fullu að spila... mér finnst frekar leiðinlegt að vera ekki með píanó hérna heima, fyrir utan þetta falska píanó sem er uppá næstu hæð frammi á gangi, meika bara svona hálftíma á því skrapatóli! En hún Jojo sem er með mér í hljómsveitinni ætlar að vera svo mikið æði að lána mér hljómborðið sitt þannig að mér ætti nú að takast að læra öll lögin fyrir frumsýningu...

En jæja þá er það lærdómur, ekkert meira hressandi á sunnudagskvöldi!

ciao
...
Vala

8. febrúar 2007

Eldur Eldur !!!

Þessi dagur ætlar að verða eitthvað spes. Byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 8:35. PANIKK! Á að vera mætt upp í M klukkan 9:15 í elektroLabb. Henti mér í einhver föt, tróð öllum bókum sem ég sá í töskuna mína og hljóp út. Enginn morgunmatur. Ekki litið í spegil (já trúið þið því upp á mig!) Klukkan er nú 8:50. Tunnelbanaseinkun. 9:00 lestin mætt. Stoppar í Fridhemsplan og allir þurfa að skipta um lest. Missi af Mörby lestinni í T-Centralen þrátt fyrir að hafa hlaupið á ólympíuhraða upp rúllustigann. 5 mínútna bið. Nú er klukkan 9:21. Lestin sem kemur er troðin og þarf að troða mér inn í þessa sveittu samlokustemmningu. Sjitt. Ég er alltof sein. Klukkan er 9:40. Er mætt í M36. Þá tekur sæti dæmatímakennarinn á móti mér og annarri stelpu sem er líka of sein. Ég lít út eins og að vera nýkomin úr útihlaupi og 5 vikna flensu. "Þið eruð búnar að missa af leiðbeiningunum. Það er obligatorisk närvaro í öllum labbinum. Þið getið tekið sjúkralabb í lok annarinnar". Allt þetta stress til einskis. Svekkelsi. Brasilía, drykkjarjógúrt í morgunmat. Kaffibolli. Kl. er 9:55. Sit upp í tölvustofu. Kl. er 10:30. Brunabjalla. Fólk rekur upp undrunarsvip, allir logga sig út úr tölvunum og taka dótið sitt og hlaupa niður. Hvað er í gangi! Er virkilega eldur? 10:31 stend útí 5 stiga frosti, ringluð. Kl. 10:36 er fólki hleypt inn aftur. Þeir voru bara eitthvað að brenna við matinn á Brasilíu segir einhver...

7. febrúar 2007

Mutter, butter...

Var að koma úr Mutterlabb, átti semsagt að búa til mutter sem ég veit ekki alveg hvað kallast á íslensku en er alla vega svona dæmi sem maður setur á skrúfur til að festa þær. Þetta var nú voða létt, en ég lenti náttúrulega með einhverjum 2 iðnaðarverkfræði snobbgaurum í hóp sem spókuðu sig þarna með sleikta hárið aftur í dýru NK fötunum sínum og támjóu skónum, haha ég bara fer stundum að hlæja þegar ég sé þessar týpur. Svo voru þeir báðir voða svona " já við erum nú engir vélaverkfræðingar haha" en þóttust samt vita alveg nákvæmlega hvernig átti að gera allt... og annar var talandi í símann helminginn af labbtímanum og hinn þurfti að mæta á voða merkilegt "seminarium" klukkan 15 (tíminn var sko milli 14-16) þannig að ég bara já, þú mátt alveg vera á undan, ég er ekki með neina VIP stæla hérna í skólanum..váá..Spes fólk. En jæja. Svo voru nú leiðbeinendurnir alveg fyndir líka, annar var svona gamall góður kall sem vorkenndi mér greinilega rosalega fyrir að vera stelpa og hélt ég væri eitthvað voða heimsk því ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja við mig í byrjun, mér finnst nú ekki skrítið að ég kunni ekki einhver heiti á vinnutækjunum þarna hef aldrei heyrt sum nöfnin áður, og hann bara hristi hausinn og hjálpaði mér, eða já gerði næstum allt fyrir mig án þess að ég bæði hann um það. En ég var nú ekkert að kvarta sko :) Síðan hinn gaurinn sem var að hjálpa okkur var alveg óhæfur í mannlegum samskiptum og hreytti bara í mann einhverjum skipunum, og hló bara að manni ef maður dirfðist að spurja að einhverju. Ekki skrítið að sumt fólk vinni innilokað í einhverjum rannsóknarsölum allan daginn. Eða bara hvort maður verði svona skemmdur af því að vinna þarna...spurning!

Jæja núna er styttra í næstu helgi en í þá seinustu:)

Og þá er komið að afmæliskveðjum dagsins:
Ragga, til hamingju með daginn í dag !;) Og Einar til hamingju með daginn í gær! Og að lokum amma mín, innilega til hamingju með 80 ára afmælisdaginn á morgun :)

knús og kram
...
Vala

...

4. febrúar 2007

Schlager feber !


Jæja, núna er maður að komast í Eurovision gírinn... Í gærkvöldi hittumst við Henrik, Fabian og Mikaela heima hjá henni og horfðum á Melodifestivalen, fyrsta undankeppni af 4 hjá Svíunum í ár og þetta var góð keppni bara, allt mjög flott í kringum þetta, og lögin sem komust áfram mjög fín..fyrir utan eitt svona country lag sem var alveg hræðilegt og hóp af einhverjum tveim gellum og gaurum sem gjörsamlega kunnu ekki að syngja... en reyndar eru þeir búnir að bæta við einhverri "second-chance" keppni sem verður númer 5 og síðan verða úrslitin, algjör langloka, spurning hvort maður nenni að fylgjast með þessu öllu...
...fékk síðan að nördast í tölvuna til að kíkja á íslensku keppnina og því miður enn og aftur vonbrigði, nennti bara að horfa á 3 lög þannig að ég veit ekki hvernig restin var, en það vantar alveg klárlega einhverja Silvíu Nótt í þetta í ár...
...
Vala júrónörd

2. febrúar 2007


Nýr lífsstíll...
...sem inniheldur frið á jörð, dýraverndun, grænmetisát, yoga, kamillute, ljóðalestur á kvöldin, hörklæðnað, langar gönguferðir út í náttúrunni, hugleiðingar...
Já, frá og með deginum í dag er ég ný manneskja!
Ég semsagt ákvað að skella mér í yoga tíma í KTH hallen í dag, hefur alltaf langað til að prófa þetta, man samt eftir því þegar Bodo sundþjálfari í Ægi ákvað að senda okkur í poweryoga tíma á laugardagsmorgni í World Class, hópur af stirðum sundmönnum, ekki svo góðar minningar... en einhvern vegin í bjartsýniskasti ákvað ég að skrá mig í tímann í dag og já viti menn, þarna uppgötvaði ég nýja hlið á sjálfri mér og hef því ákveðið að stunda jóga, gerast grænmetisæta og drekka te á síðkvöldum...
Haha já, nei þetta er ekki alveg satt, ekki næstum því, þessi tími var hörmung og held ég að fólk, eða já stelpurnar sem voru þarna hafi vorkennt mér...
Ímyndið ykkur vaxtaræktargaur í ballett, belju á svelli, Völu í yogatíma... Allar æfingarnar voru svo róóólegar og maður átti að finna innri slökun og jafnvægi í öndun og snúa upp á líkamann og setja sig í einhverjar fáránlegar stellingar og "slaka á" í þeim... meir að segja æfingarnar sem áttu að kallast "hvíldaræfingar" voru mér ofviða, þannig að ég einfaldlega gafst upp! Fór út eftir 20 mín af tímanum...
En jæja varð bara að deila þessu með ykkur, góða helgi :)
...
Vala stirða

1. febrúar 2007



Já það er rétt, Páll Óskar er málið, alla vega laugadaginn 10.feb þegar árshátíð Íslendingafélagsins verður haldin og Palli mætir á svæðið... og að sjálfsögðu er ég búin að tryggja mér miða á ballið, hvað annað, bara stemmari :)

Fannst líka vanta svo myndir í bloggin hjá mér, þannig að frá og með þessari færslu skelli ég inn einhverri mynd til að lífga aðeins upp á þeta..

En já hvað er í fréttum, jú ég hélt smá matarboð í gær fyrir Krítarfarana, fahitas, tacos, toblerone ís, nammi, acionary og já nokkur eftirminnileg móment, t.d. Ragga að leika risaeðlu og jú Rósa stóð sig eftirminnilega sem tímavörður, já ef þú lest þetta þá ætla ég bara að láta þig vita að þú kemst ekki svona auðveldlega undan næst ;) múhaha
og svo að ógleymdu myndbandinu sem sumir voru óðir í að skoða í tölvunni minni og skulum við ekki fara nánar út í það en hr. Packard var alla vega ekki sáttur við þessa meðferð á sér...

Svo er ég að fara til Barcelona 5.-10. mars með gamla settinu, það er sportlov hjá okkur þannig að mamma og pabbi ætla að skella sér hingað á sunnudegi, fljúgum út á mánudegi og verðum fram á laugardag og svo fara þau aftur heim á sunnudeginum, vá hvað ég hlakka til :) Verður fínt að fá smá frí því það stefnir allt í það að það verði brjálað að gera í skólanum þangað til...

En jæja held að það sé ekkert fleira skemmtilegt sem ég hef að segja núna...

ciao
...
Vala