30. nóvember 2006

20 dagar
í jólafrí...

29. nóvember 2006

Einn tveir og detta...

Ég var í alveg þvílíku T-bana ólympíuspretthlaupi heima í Hallonbergen í morgun, heyrði lestina koma þegar ég var á leiðinni niður rúllustigann, setti í fimmta gír, tók beygju, niður tröppurnar, ónó dyrnar eru að lokast, gleymi að það er eitt þrep eftir, BÚMM! beint á hausinn.. sem betur fer er ég í heilu lagi eftir þessa góðu byrjun á deginum, ég hefði ekki þurft að drífa mig svona mikið því næsta lest (sem var lestin sem ég ætlaði að taka) kom fimm mínútum seinna! týpískt :)
En eins og sagt er, fall er fararheill, ég mætti alla vega á réttum tíma í labbinn kl. 9 og massaði labbtestið þannig að ég hef bara góða tilfinningu á að þetta verði góður dagur...

...
Vala hrakfallabálkur

28. nóvember 2006

það er náttla ekki heilbrigt...
...að það sé orðið DIMMT úti klukkan hálf fjögur á daginn! fyrirgefðu, hver slökkti ljósið!!! Og núna á maður víst að sitja heima og læra fyrir próf... þá er stórhættulegt að sitja fyrir framan tölvu, því margar "nauðsynlegar" afsakanir fyrir að læra ekki verða mjög freistandi, t.d. að

*skoða mailið á 5 mínútna fresti
*verð nauðsynlega að hafa kveikt á msn (er samt búin að vera mjög hörð við sjálfa mig í dag og ekki með kveikt á msn...) : "hæ ég heiti Vala og ég er msn sjúklingur"
*fara á mbl.is, alveg bráðnauðsynlegt að vita hvað er að gerast á Íslandi svo ég breytist ekki í Svía
*leita að nýrri tónlist til að downloada...
*ná í nýjasta Prison Break (þessi afsökun dugar reyndar bara á þriðjudögum)
*skoða bloggsíður
*blogga (svo fólk viti að ég sé ekki drukknuð í skólabókunum)
*athuga hvort ég geti bætt mig í bubbles

...og svo framvegis! En já, að sjálfsögðu er burðarþolsfræðin svo gífurlega skemmtileg að ég get ekki slitið mig frá bókinni :) Alltaf gott að reyna að blekkja sjálfan sig...

Jæja, FÍNS pizzafundur í kvöld og svo uppáhalds sjónvarpskvöldið mitt...

...
Vala bókaormur!

27. nóvember 2006

Pæling dagsins...Er í lagi að vera farin að syngja og hlusta á jólalög núna ?

Nú sit ég við tölvuna að hala niður jólalögum... hihi...

Ég er venjulega svona manneskja sem þoli ekki að jólaskraut sé hengt upp í búðum í október, jólagjafaauglýsingar og bæklingar byrjaðir að hrúgast inn um bréfalúguna í byrjun nóvember... en á laugardaginn kíkti ég í Kista Galleria og þá var byrjað að spila jólalög í hverri einusu búð og mér fannst það bara mjög kósý :) Er meir að segja farin að hugsa um að jólaskreyta, kaupa jólagjafir og jafnvel baka smá piparkökur í næstu viku..! Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta jólabarn sem er allt í einu að vakna upp í mér, alla vega er það ekki snjórinn, hann hefur ekki látið sjá sig... En ég hlakka alla vega rooosalega mikið til að koma heim um jólin... jólafrí oh hvað það verður nice...

Fékk smá fyndið e-mail áðan sem ég varð bara að deila með ykkur, hafði sent "kursansvarig" gaurnum í diffurjöfnukúrsinum mail til að spurja hvaða kóða ég væri með til að ég gæti tékkað á niðurstöðunum á prófinu, fékk til baka þetta mail:

Sjálf sæl Vala Rún!

Dultalan(?) þín er 613.

Kveðjur,
Bengt Ek
KTH Stærðfræði

Mér fannst þetta ekkert smá skondið, sagði Rósu þetta á msn og hún bara " já ha er hann íslenskur?".. nei kannski ekki alveg, veit ekki til þess að fólk noti orðið dultala í daglegu tali :) en hann hefur greinilega fundið sér einhverja orðabók á netinu eða eitthvað, já augljóslega mikið að gera hjá stærðfræðiprófessorum í KTH...

"Ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo tiiiiil...."
...
Vala jólastrumpur

24. nóvember 2006

Þúsund þakkir fyrir allar afmælisóskirnar sem ég fékk í gær :) Svo fékk ég líka pakka og kort í pósti... var eins og lítill krakki á jólum að opna þetta í gær, hafði sko ekki hugmynd um hver hafði sent mér þetta þegar ég fór niðrá pósthús, en þá voru þetta sundtásurnar mínar!;) knús og kram stelpur, hefði ekki getað fengið betri gjöf! (íslenskt nammi, smákökur og smá flippmyndir hehe..) ykkur tókst að "surprise-a" mig! hehe... Fékk eitt stykki afmælissöng og trommuspil frá Tuma í gegnum símann, ekkert smá gaman haha! stórt TAKK til fam.Júlíusson fyrir peninginn og afmæliskortið!;) Vona að þið hafið skemmt ykkur vel úti að borða á Pizza hut í gær, ÁN MÍN! svona á ég yndislega fjölskyldu sem fer út að borða í tilefni afmælis míns og mér er ekki einu sinni boðið með ;) hehe þið eruð svo klikkuð...

Já, að sjálfsögðu baka ég brownie handa öllum sem vilja þegar ég kem heim um jólin! held að það virki ekkert rosa vel að senda hana í pósti..

Fór í bíó í gær á Marie Antoinette og hún var mjög góð, dáldið spes, en góð. Hafði ekki neitt sérstaklega miklar væntingar þar sem ég hafði heyrt misjafna dóma um hana. Það er mjög mikið gert út á útlit og mér fannst mjög töff hvernig hún hafði nýja tónlist í bakgrunni í mynd sem á að gerast á 18.öld. En já það er semsagt mikið gert í því að sýna í hversu ótrúlega fáránlega miklu ríkidæmi franska konungsfólkið lifði í og það er ekki mikið talað í myndinni eða útskýrt þannig að maður verður að þekkja söguna bakvið myndina til að skilja eitthvað hvað er í gangi.

Lunch time...

...
Valfríd, ellismellur

22. nóvember 2006

Á meðan ég er enn ung...

...já á morgun, nánar tiltekið um hálfsex í fyrramálið eru 21 ár síðan ég kom í þennan heim!
Ákvað því að skrifa smá hugvekju í því tilefni...

haha nei ekki alveg! Er ekki búin að breytast í eitthvað skáld þó að ég sé að verða komin á þrítugsaldur, eins og það hljómar nú vel, þrítugsaldur... Þegar maður verður tvítugur hljómar það eitthvað svo vel: "já.. ég er tvítug", það finnst mér mun merkilegri aldur en 21.árs.. ég meina hvað græðir maður á þessu ári í viðbót... tjah... ég veit ekki sko... ef ég væri í Bandaríkjunum væri þetta nokkuð merkilegur dagur, maður kemst loksins inn á skemmtistaði og svona haha.. en já...

En jæja... stopp the röfl... Ég á FRÍ í skólanum á morgun, hversu ljúft... þannig að ætli maður baki ekki eitt stykki afmælisköku handa sér þar sem enginn er hér til að baka hana fyrir mig, já mamma ég mun sakna þín sérstaklega mikið á morgun... geturu ekki skroppið hingað með einkaþotu og reddað þessu fyrir mig ? Já þannig að afmæliskaka (nánar tiltekið brownie) er í boði fyrir þá sem vill koma hingað í heimsókn :) Því miður get ég ekki sagt "öllum boðið í kaffi og köku" þar sem ég á enga kaffivél...

Svo bara glamúrös partý fyrir útvalda á laugardaginn!;) já þið vitið hver þið eruð... Svo erum við Mikaela að pæla í að halda upp á afmælið okkar sameiginlega í næstu viku því hún á afmæli þann 30:a, svona fyrir krakkana úr skólanum...

En jæja... þá er þessu síðasta blogg æsku og yndis lokið :)

knús og kram
...
Vala Rún

PS: er asnalegt að setja PS í bloggfærslur? man eftir því að mér fannst það mjög töff að setja PS í bréf þegar ég var 7 ára og sendi pennavinkonum mínum bréf í pósti, hihi.. en já alla vega ég mæli með því að fólk skelli sér í Axelsons elevbehandling (www.axelsons.se) , þetta er nuddskóli sem býður upp á mjög ódýrt nudd, ég og Ebba skelltum okkur þangað í dag og það var ekkert smá nice! axlirnar alveg endurnýjaðar :)

17. nóvember 2006

jólakjóllinn í ár kominn :)

...
vala prinsessa

14. nóvember 2006

jeij! þá er diffurjöfnukúrsinn búinn... prófið gekk svona lala vel, vonum bara það besta! held ég sé nú alla vega pott þétt búin að ná þessu..

Fór með nokkrum krökkum úr bekknum í sund áðan í Eriksdalsbadet... óóomæ ég var búin að gleyma því hvað það er ljúft að setjast í heitan pott og slappa af! ekkert betra eftir prófastress..
Tókum líka nokkuð góða keppni í rennibrautinni haha.. það er timer og allt á þessu, metið mitt var eitthvað undir 9 sekúndur, vá hvað ég breyttist í lítinn krakka... man bara eftir því þegar maður fór hundrað ferðir í rennibrautinni í Laugardalslaug og var svo með "rennibrautariðu" (svona svipað og sjóriða, nema alltaf þegar maður sest niður þá finnst mann eins og maður sé í rennibraut haha) já við misstum okkur aðeins.. en bara gaman að því !

Nú er bara mjög girnó sjónvarpsdagskrá í kvöld, ég held að þriðjudagskvöld verði héðan í frá sjónvarpskvöld, Ugly Betty, Grey's Anatomy og eitthvað fleira sem ég man ekki núna...

En já! Svo þarf maður að fara að komast í búðir til að kaupa ný STÍGVÉL fyrir veturinn.. stígvélaleitin mín um daginn bar ekki svo góðan árangur þannig að ég held að bærinn verði þræddur um helgina !!! Hver býður sig fram með óákveðna fornafninu nr. 2 í búðir ? (Rikka fær þann heiður að vera óákveðið fornafn númer eitt ávallt..hihi)

...
Vala

13. nóvember 2006

Æðislegir tónleikar í gær...

Mættum í Globen Annex rúmlega hálfátta.. fyrirbandið var byrjað að spila og þeir voru nokkuð góðir, man því miður ekki hvað þeir hétu...
Svo komu Keane á sviðið og salurinn (sem innihélt ekki nema um 1500 manns) trylltist...já, sem betur fer eru Svíar ekki miklir Keane fans (já, ég held ég hafi ekki hitt eina manneskju í skólanum sem kannaðist við þá), það var ekki einu sinni uppselt, þannig að við náðum að standa alveg mjög nálægt sviðinu án þess að vera í troðning... liggur við eins og að vera á einkatónleikum...










Já þetta voru alveg frábærir tónleikar bara, þeir eru eitthvað svo miklar dúllur, sérstaklega söngvarinn með eplakinnarnar sínar, hihi, hann var samt orðinn nokkuð sveittur í lokin hahaha... og píanóleikarinn ojboj he is so hot!!! Klárlega heitasti píanóleikari sem ég hef séð...
Svo tóku þeir eitt lag þar sem söngvarinn spilaði á kassagítar og trommuleikarinn á hristur... tók það upp á vídjó en kann ekki að setja það inn á bloggið...held að söngvarinn hafi sagt að þetta væri í fyrsta skipti sem gítar kæmi á sviðið á tónleikum hjá þeim! Nokkuð magnað...
...
Vala

12. nóvember 2006

Tónleikar...wiiiiiii.....

ValRósu kvöld á föstudaginn...Gott og Blandað, idol og legally blonde 2 á svæðinu...

Fór í gærkvöldi í afmæli til vinkonu Emelie, þær komu til Íslands í sumar og ég var túrista-gædinn þeirra Þingvallarúntinn, Gullfoss og Geysi...En já mjög gaman í gær bara, smakkaði til dæmis bleika afmælisköku og græna ostaköku..hehe..frekar spes....

Ætla að hlusta á Keane í allan dag til að koma mér í rétta gírinn fyrir kvöldið :)

Og það styttist bráðum í að tuttugasta árið sé á enda...ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hlakka ekki til að eiga afmæli...

ciao
...
Vala

10. nóvember 2006

Góðir tímar...

Októberfest á Sturevägen. Það var búið að baka bretzels og alles...













Me and Stine the fine að pósa, hvað annað!

Fór í heimsókn til Hjördísar í Uppsala helgina þar eftir...










Stúdentadjamm á Nation









Svona upplifði ég Uppsala...hjól hvert sem litið var!

Það kom haust
Það kom vetur
Það kom aftur haust

Marta kíkti í heimsókn um seinustu helgi...við vorum mjög menningarlegar...










Marta downtown Stockholm










Með höllina og höfnina í Gamla Stan í bakgrunni...











Ég á Vasasafninu...



Vala out!