26. mars 2006

Það er að koma sumar...
Í nótt breyttist tíminn þannig að dagurinn í dag var einum klukkutíma styttri, einum klukkutíma minna að læra fyrir prófið, svekk, en það er semsagt kominn sumartími, "sommartiden hej hej sommartiden..."! Núna erum við 2 klst á undan Íslandi... og það er búin að vera sól í allan dag og mér fannst það þegar ég fór út í búð áðan að það væri barasta byrjað að hlýna og snjórinn allur byrjaður að bráðna og ágætis færi til að fara út að hlaupa... Frumsýningin gekk rosa vel og mjög gaman, önnur sýningin gekk ennþá betur og fórum svo í partí eftirá þar sem þemað var sænskt barnaafmæli, mjög fyndið, fékk svona flashback síðan ég var fjögurra ára, saft og bullar í forrétt og fleira sniðugt... læra læra læra í dag og spjallaði við múttu á skype áðan sem sagðist vera búin að pakka páskaeggi til mín og fleira góðgæti sem ég fæ sent í póstinum í næstu viku! jibbí skibbí...
Annars gleymdi ég því miður myndavélinni heima í gær, aftur, þetta virðist eitthvað ætla að há mér, en eins og flestir vita þá þjáist ég af alshæmer læt sem orsakar þessa gleymni hjá mér...
Þá var það ekki meira í bili nema við sundstelpurnar, a.k.a. kokteiltásur erum komnar með blogg sem var formlega opnað í gær og munum þar tjá okkar klórkokteilblönduðu hugsanir...
www.blog.central.is/kokteiltasur

...
Vala stóratá

24. mars 2006

Vallý vera þreyttur í dag...
Geispur!!! Já... þetta er svona einn af þeim dögum sem ég hefði viljað vera bara heima að sofa og vakna, fara í sund í heitupottana, og fá mér ís og leigja spólu.. en það er nóg að gera núna þannig að ég ætla að reyna að blogga á methraða, bara svona til að láta alla vita að ég er enn á lífi!
Við erum að fara að frumsýna leikritið um helgina og generalprufan var í gær. Þar sem maður er í þessarri blessuðu hljómsveit þurftum við að mæta kl.12 á hádegi og svo var eitthvað soundcheck og jedúddelíus! Ég hefði aldrei búist við því að það gæti tekið svona langan tíma að tengja öll hljóðfærin við hátalarana og fá rétt hljóð á allt saman. Allur dagurinn fór í þetta, svo spiluðum við lögin til að leikararnir og kórinn gætu æft sig að syngja og svo var generalprufan sjálf kl.19, en það varð klukkutíma seinkun þannig að það byrjaði ekki fyrr en rúmlega átta og var í gangi fram á miðnætti... En þetta var samt mjög gaman og lofar góðu fyrir frumsýninguna! Svo þegar ég kom heim, um eittleytið, fattaði ég að ég átti eftir að finna mér búning fyrir kvöldið, þar sem hljómsveitin er alltaf svona þemaklædd... í kvöld verð ég róni og á morgun "fljúgum" við til Hawaii og verðum í strandarfíling... það var hægara sagt en gert að finna til rónagallann, mér datt fyrst í hug að vera í lopapeysu en áttaði mig á því að það myndi líklegast líða yfir mig af hita og svita þar sem hitastigið á sviðinu ( eða réttara sagt bakvið sviðið) er skuggalega hátt... það verður nice að vera bara í bikiníi á morgun! hihi.. eða þannig... en jæja, ég held mér hafi tekist að mixa þessu ágætlega saman! Gleymdi reyndar myndavélinni heima en ætla að smella nokkrum myndum af okkur á morgun og svo verður partý eftirá... hugsa nú að ég verði samt að taka því rólega því það er próf á mánudaginn...
En jæja hraðblogginu lokið, ætla að skjótast og fá mér eitthvað að borða áður en hádegishléið er búið...
Trevlig helg...
...
Vala strandarróni

19. mars 2006

Nýtt bikiní... ný myndavélarsnúra...enginn bolur...
Jæja ég og Rósa kíktum í bolaleiðangur í bæinn í gær. Einhvernveginn virðist það alltaf þannig þegar maður er að leita að einhverju sérstöku að þá finnur maður það ekki. Það reyndist raunin í gær en fórum við samt ekki tómhentar heim úr bænum, ég keypti mér myndavélarsnúru og í því tilefni er ég búin að setja inn nokkrar nýjar myndir. Svo fann ég loksins bikiníið sem ég var að leita mér að allt seinasta sumar en fann hvergi (fyrir utan bikiní sem kosta 10.000 kr, hver býr á Íslandi og borgar tíuþúsundkall fyrir bikiní!), þetta bikiní fann ég í Oasis og hlakka ekkert smá til að vígja það... svo eitthvað smádót eins og gyllt gleraugnahulstur, mjög töff, nýjar hárvörur, ís (í maganum)... mmm því það var nammidagur í gær! Ég elska þessa ísbúð, sem er í Galleriunni, ég veit það eru nokkrar þar sem ég man ekki hvað hún heitir... Reyndar minnkaði gæðastimpillinn aðeins í gær, ísinn var reyndar mjög góður, en Rósa keypti sér samloku með túnfisk og gaurinn ætlaði að grilla hana og var reyndar byrjaður á því, það datt bara andlitið af okkur, hver grillar samloku með túnfisk, mæjonessósu, gúrku og fleira dóti?! Og svo var hann hneykslaður á því að hún vildi ekki grilla hana... var frekar dónalegur meir að segja.. iss...
En jæja svo í gær var Schlager partý í meira lagi á heitasta partýstað Stokkhólms, Sturevägen í Neglinge, mjög gaman, fullt af nýju fólki... Carola vann, kom öllum mjög á óvart! Hmm nei... en þetta lag á örugglega eftir að gera góða hluti og virðist sem fánar séu eitthvað í tísku í Eurovision atriðum í ár! Alla vega ef miða á við íslenska og sænska atriðið...Ég bíð allaveag spennt eftir að sjá hvað gerist í Aþenu!
Þangað til næst...
...
Vala...fångad av en stormvind

16. mars 2006


Vá hvað mig langar í kúlusúkk...
Já, stundum langar manni i það sem maður getur ekki fengið og maður verður bara að sætta sig við það! Til dæmis núna langar mig svo í íslenskt nammi að ég er að deyja... snökt snökt... nennir einver að maila á mig poka af kúlusúkk og einn Draum takk? Það væri voða sætt! hehe.. en í staðinn sit ég hérna og narta á vínberjum, sem er mjög gott, maður er að reyna að vera harður og hætta þessari óhollustu sem er búin að vera að dynja yfir mann seinustu vikur! Núna þýðir ekkert annað en laugardagur nammidagur einu sinni í viku og reyna að borða hollt þess á milli! Þetta hefur núna staðið yfir í nokkra daga og er ég á barmi þess að brjóta þetta nammibann í 1000 mola... konfektmola...nei nei ekkert súkkulaði! hihi... En það er náttúrulega fáránlegt hvað maður er eiginlega háður súkkulaði og nammi, samt sérstaklega súkkulaði, þó að ég fái alltaf þvílíkan hausverk af því og maður verður bara þreyttur og latur... Svo þýðir ekkert annað en að minnka aðeins við björgunarhringinn ef ég ætla að mæta í heitu pottana á hverjum degi í sumar, mun nú væntanlega ekkert þurfa á honum að halda þar sem ég kann alveg að synda...
Annars skellti ég mér nú í klippingu í gær og er mjög sátt. Gerði nú engar stórvægilegar breytingar en fékk mér smá topp og svona... Fór svo í blak og kíkti á Onsdags.. langt síðan maður mætti þangað! Lenti svo enn eina ferðina í ævintýri á leiðinni heim, það er alltaf eitthvað vandamál með mig og mínar ferðir til og frá Onsdags... fór samferða Stínu og Frey niðri T-bana en ákvað svo að tékka hvort strætóinn kæmi ekki bráðum því þá þyrfti ég ekki að skipta, hann atti að koma eftir 5 mínutur en kom svo bara ekkert! Bömmer! Hvað er að gerast með almenningssamgöngurnar hérna í Stokkhólmi...
En jæja þar sem þetta er orðið alveg einstaklega leiðinleg bloggfærsla ætla ég að hætta þessum vangaveltum mínum og gera eitthvað gáfulegra...
...
Vala nammigrísss

15. mars 2006

Loksins loksins...
Voða er ég orðin dugleg að blogga allt í einu! Þetta er svona, maður er ofur duglegur að blogga svona þrjá daga í röð og svo líða tvær vikur á milli! hehehe... en jæja þá er komið að hinni langþráðu klippingu, er búin að vera að telja niður klukkustundirnar...núna eru 75 mínútur þangað til að rót og klofnir endar hverfa á brott! Yndislegt ekki satt? Spurningin er samt hvort ég eigi að taka eitthvað flepp á þetta, eins og seinast þar sem ég gerðist ljóska í dulargervi, eða halda mig við brúnu lokkana... mamma er eindregið búin að reyna að múta mér til að fá mér ljósar strípur aftur... ég er nefnilega þeim "kosti" gædd að vera mitt á milli hárlita, músarliturinn vinsæli sem er einkenni Íslendinga... þannig að ég get bæði verið ljóshærð og dökkhærð! Gaman að því, fyrir utan að ég get ekki haldið mig við nátturulega litinn því þá lít ég út eins og vofa... Og þar af leiðandi kostar það morð fjár að fara í klippingu, afhverju þarf þetta að vera svona dýrt? Væri mikið til í að geta skroppið á mánaðarfresti til að hressa upp á hár lookið... kannski maður geti leyft sér það þegar maður verður orðinn verkfræðingur og farinn að þéna milljónir á mánuði!? (ég meina, maður má lifa í smá draumi...), hihihi...
Annars er mest lítið að frétta, lærdómur endalaust, en það er nú miðvikudagur í dag og styttist óðum í helgina... er nú lítið búin að plana nema kannski maður skelli sér í IKEA og kaupi gardínur og fleira dúllerí í íbúðina... og svo er Schlager party á Sturevägen á laugardaginn! Það er semsagt úrlit í Melodiefestivalen og spurning hver vinnur, gaur í vesti, sænskar blondínur, kona i tjaldi eða 90's slagarinn með Dr.Gunna Svía og ungan verkfræðipilt í fararbroddi... annars veðja ég á Carola, eins og kannski flestir aðrir, hún er eitt af þessum sönggoðum Svía, vann Eurovision 1991 með Fångad av en Stormvind, ég held að það sé einmitt fyrsta Eurovision keppnin sem ég man eftir að hafa horft á, það var seinasta árið sem við bjuggum í Sverige og Stebbi og Eyvi tóku Nínu...jamm maður er svona laumu júróvisjon fan! hehe...
En jæja, städa städa og drífa sig í klippingu...
...
Vala svala

14. mars 2006

Er ekki NÓG komið af snjó...
Þetta er nú ekki fyndið lengur! Það snjóar bara og snjóar og þetta virðist engan endi ætla að taka... núna er mars mánuður hálfnaður og ekki hættir að snjóa! Þetta er ekkert venjulegt... og hefur líka furðulegar afleiðingar! Til dæmis er ÉG, manneskja sem ekki hef verið þekkt fyrir mikinn áhuga á útihlaupum, byrjuð að iða í tánum eftir að skella mér í hlaupaskóna og fara út að hlaupa... og þá er nú mikið að! hahaha... ég veit samt maður getur ekkert gert í þessu, nema flytja til Hawaii, sem er ekki alveg efst á dagskránni þessa dagana, eða jafnvel til Íslands! Hversu kaldhæðnislegt sem það er þá er búið að vera hlýrra þar heldur en hérna...

Nokkrir möguleikar til að gera gott úr þessu:

*fá Rósu til að borða upp allan snjóinn... jebb... þú bauðst til þess! verð samt að viðurkenna að þetta er ekki sú allhraðvirkasta lausnin í boði...
*brenna upp ósonlagið fyrir ofan Stokkhólm, tjahh... veit ekki alveg hvort það er á mínu valdi, plús það myndi valda smá flóði... allir í björgunarvestin!
*fara til útlanda, þessi kostur er vænlegastur en timasetningin er ekki alveg að henta, maður þarf víst að mæta i skólann...
*kaupa sér gaddaskó og fara út að hlaupa... einhver til í að splæsa?
*ganga i barndóm og leika sér í snjónum, búa til snjóengla, fara í snjókast, byggja snjóhús...
*hefja skiðaiðkun... sem væri reyndar gaman, en einhvern veginn gefst aldrei tækifærið... þar sem ég kann ekki baun á skíði og á þar að auki engin skíði...
*taka þjóðverjastílinn á þetta og velta sér nakinn upp úr snjónum..bhhhrrr!

Já kannski maður hætti bara að kvarta! Enda hlýtur sumarið bara bráðum að fara að koma... bara njóta þess að hafa snjóinn meðan hann er hérna!
Bless í bili... ég er farin út á snjóþotu...vííí...
...
Vala snjókarl

13. mars 2006

Sól sól skín á mig...
Ooo það er svo yndislega fallegt veður úti að maður valhoppar bara flautandi um og brosir framan í heiminnn! Var að koma úr bænum, þar sem ég var bara á einum fyrirlestri í dag frá 10-12...very nice... Þurfti nefnilega að fjárfesta í nýjum vettlingum, og helst húfu, þar sem það er búið að vera skuggalega kalt hérna undanfarið og vettlingarnir mínir týndust í þarseinustu viku og hinir gleymdust á Íslandi um jólin! hmm... En jæja. Þessi verslunarleiðangur var aldeilis ekki auðveldur og voru allar helstu búðir bæjarins þræddar frá króki til kima, en það var hægara sagt en gert að finna vettlinga! Það virtust bara HVERGI vera til eitt einasta par... fyrir utan einhverja dýra leðurhanska... not good not good... alls staðar bara komnir sandalar og sumarföt og nóg af derhúfum og sólgleraugum... hlakka svo til að fara að kaupa mér sumarföt! En á endanum fann ég eitt par í H&M og húfu í Åhléns sem mun bjarga mér það sem eftir er af kuldaskeiðinu...jibbí!
Á föstudaginn fór ég í mat til Rósu og Einars, ég ákvað að sýna takta mína í eldhúsinu og sá um salatið og steikta sveppi og afsannaði þar með kenningu mína um að ég kynni ekki að elda annað en núðlur og pasta... restin af kvöldinu fór í sjónvarpsgláp og nammiát, mjög nice þar sem ég var frekar þreytt eftir þessa viku!
Á laugardaginn var æfingardagur aaaaalllan daginn.. ég hélt þetta ætlaði engan endi að taka. Ég fékk semsagt að "sjá" leikritið í fyrsta skiptið, fyrir utan það að ég sá ekki mjög mikið þar sem sviðsmyndin er mestallan tímann fyrir okkur, við í hljómsveitinni sitjum fyrir aftan sviðið, þannig að draumar mínir um að standa í sviðsljósinu eru orðnir að engu...snökt snökt... en allavega, fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um Jubelspexet 2006 kíkið hér!
Á laugardagskvöldið kíkti ég á stokkhólmsdjammið með Ebbu, stelpu sem er með mér í vélaverkfræðinni, og vinkonu hennar... byrjuðum á því að kíkja til Söder, fórum á mjög svalan stað sem hafði mikið úrval af gómsætum kokteilum, svo röltum við um en fundum ekkert þar þannig að við enduðum í Stureplan á Köket (=eldhúsið)... hehe... fyndið nafn á stað... þar var mjög gaman og frekar góð tónlist, þó að DJinn hafi alveg verið að missa sig í remixunum... fyrir þá sem eru í leit að ekta sænskum gaurum þá mæli ég með því að þeir kíki þangað! ekki slæmt úrvalið þar...ákváðum svo að enda kvöldið á MC'donalds.. á leiðinni þangað hittum við hressan Skánskan pilt og vini hans sem ætlaði engan vegin að trúa því að ég væri íslensk og endaði ég með því að sýna honum skilríkin mín... hann var samt ekki ennþá að trúa þessu.. sagði að ég talaði fullkomna sænsku! hehe.. varð bara að monta mig smá... en alla vega splæstu þeir á okkur hamborgurum, gaman að því...
Annars er það að frétta að ég er gjörsamlega dottin í the OC! Var búin að gleyma því hvað þessir þættir eru mikið æði, algjört yndi! En ég er svo heppin að eiga eftir alla 2. og 3. seríu, reyndar ekki lengur þar sem ég er búin að horfa á helminginn af 2. seríu síðan á föstudaginn...hihihi... Svo þegar því er lokið þá er ég að pæla í að skella mér í One Tree Hill og þar á eftir My Name is Earl.. var að heyra að það væru snilldarþættir.. jáh..hver sagði að maður þyrfti að eiga sjónvarp!
En jæja nóg komið af rugli...
...
Vala sólskinsbarn

7. mars 2006

Topp 10 listi yfir hluti sem er "nauðsynlegt" að gera þegar maður á að vera að læra fyrir próf...

*Taka til... ég meina, maður getur ekki einbeitt sér þegar allt er í drasli í kringum mann...
*Raða fötunum í fataskápnum
*Skoða fréttirnar á mbl, vísi, rúv, aftonbladet, dagbladet, stockholmcity og...
*Borða! Það er bara eins og maginn á manni hefjist upp í annað veldi og maður er sífellt svangur eða að hugsa um mat eða nammi...
*Fara út í göngutúr og dásama hvað Stokkhólmur er falleg borg og taka vetrarmyndir...
*Hanga á msn...
*Sofa...lærdómur reynir svooo mikið á heilann.. maður þarf allt í einu 12 tíma svefn á nóttunni plús að leggja sig á tveggja tíma fresti
*Þrifa klósett! Já, ótrúlegt en satt, það er eins og maður sé bara allt í einu búin að breytast í einhvern ofur ræstitækni og klósettþrif orðin það skemmtilegasta sem maður veit...
*Gera armbeygjur
*Hringja út um allan bæ...

Endilega látið mig vita ef ykkur dettur fleira i hug...
...
Vala lestrar"hestur"

4. mars 2006

Að vera illt í hárinu...
Það var mega stuð í gær. Kom heim úr skólanum um fjögurleytið, var lengi að ákveða í hverju ég ætlaði að vera um kvöldið. Fyrir valinu var grænn kjóll sem ég keypti í útskriftarferðinni á Mæjorka, þannig að ef fólk tæki þemað alvarlega þá var ég svona tæknilega séð þemaklædd, en ef ekki þá myndi ég samt sem áður falla inn í hópinn... apabúningurinn fær að biða betri tíma, hehe! Svo lá leiðin til Stocksund, sem þýddi að ég þurfti að taka T-bana upp í KTH og taka svo pendeltåget, sem me don't like very much, að ferðast með þessum skrapatólum er eins og að vera kominn til Sovétríkjanna á stríðsárum (hehe, kvóta hér með i Rósu), þessar lestar eru fornaldargamlar, stundum virkar hitinn ekki þannig að maður frýs úr kulda og svo hristist maður fram og til baka... svo var ég alveg þvílíkt stressuð um að ég myndi ekki fara út á réttum stað, því stundum heyrist svo illa í hátalarakerfinu hvaða stöð sé næst plús að það var alveg niðamyrkur úti og því erfitt að sjá hvað stendur á skiltunum á stoppistöðvunum... en jæja... alla vega endaði ég á réttum stað! Þarna voru nokkrir bekkjarbræður mínir saman komnir og það var alveg greinilegt að það bjuggu strákar í íbúðinni, risasjónarp, tvær tölvur, enginn spegill á baðherberginu (jamm, mjög sjokkerandi) og ekkert handklæði heldur...héngum þar til sjö og þaðan lá leiðin á Container við Odenplan... mættum á mjög íslenskum tíma, hugsa að við höfum örugglega verið seinust á svæðið... þegar maður kom inn þá leit þetta virkilega út eins og maður væri að labba inn í gám því veggirnir í anddyrinu voru klæddir einhverskonar gámamálmplötum... svo tók skemmtinefndin á móti manni og allir fengu banana þegar þeir komu inn! hehe... Annars hef ég ekki mikið að segja um kvöldið nema það var mikið sungið, borðað, drukkið og dansað og skemmt sér... ég ákvað að taka Hvalfjarðardansinn á þetta og fyrir þá sem þekkja boðar það aldrei gott, hugsa að ég mæti í skotheldu vesti í skólann á mánudaginn...
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög rólegur, búin að taka ágæta syrpu af Desperate Housewives og taka aðeins til í íbúðinni...hugsa að það verði ekki mikið um lærdóm, en prófalærdómur verður settur í fimmta gír á morgun!
Þangað til næst...
...
Vala, villtist í frumskóginum

3. mars 2006


Þá er víst kominn tími til að blogga smá...
...lífið í Stokkhólmi gengur sinn vanagang, það er ennþá snjór, snjór og snjór, en dagurinn er farinn að lengjast og það er allt að birta til, sem hjálpar þreytta námsmanninum að vakna á morgnana!
Á laugardaginn var stelpukvöld með íslensku stelpunum sem einkenndist af magadansi ("ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að tæla einhvern með þessum dansi mínum..."), pizzu og nammiáti, blaðri og slúðri og melodifestivalen og eftir að hafa hneysklast á sænskum "swedish or gay" gaurum, klæðnaði í formi sirkustjalds, fabíóa í hlírabol með pallíettum og lélegum lögum ákváðum við að slá upp okkar eigin söngvakeppni í formi SingStar...takk fyrir kvöldið stelpur!Svo er bara næst á dagskrá að plana girls night 3...
Úff það er alveg greinilegt að ég þarf að fara að blogga meira, á í mestu erfiðleikum núna með að rifja upp vikuna... en...allavega...
Í kvöld er planið að fara á semi-árshátíð okkar fyrstaárs vélaverkfræðinema, "Ettans Fest", þemað er frumskógur! Ég hélt fyrst að það væri verið að tala um skreytingarnar, en svo sögðu bekkjarbræður mínir að maður ætti að mæta klæddur eftir þemanu, hmm.. já.. ég var samt ekki alveg viss um hvort þeir væru að rugla í mér eða ekki, ég meina alveg týpískt að þeir færu að plata vitlausu íslensku stelpuna! Svo myndi ég mæta þarna í apabúning eða í risalaufblöðum einum klæða... hahaha... kannski maður taki bara svona milliveginn á þetta og fari í grænum kjól eða kaupi sér bol með hlébarðamunstri eða fái lánað rúmteppið hennar Betu!:) En það verður vonandi stuð, ætlum að hittast nokkur úr bekknum, húsið opnar 18:30 og svo verður matur og djammz...










...
Vala banana