31. ágúst 2006

Ísland-Stokkhólmur-Krít...

Jæja elskurnar mínar!:) Ég var búin að lofa bloggi þegar ég kæmi til Stokkhólms, en ég er bara búin að vera svo rosalega bissí eða löt við að skrifa þannig að ég hef bara ekki komið því í verk...
Ég og Rósa flugum hingað á sunnudaginn og gekk flugið áfallalaust fyrir sig, engar töskur gleymdust, engin yfirvigt rukkuð, við vorum akkurat með 45,6 kíló saman (af 46 mögulegum) já geri aðrir betur! Svo sátum við bara í algjörum elítusætum umkringdar sænska kvennalandsliðinu í fótbolta, hefði nú ekkert haft á móti því að hafa karlalandsliðið þarna í staðin hehe, en jájá celebrities bara hægri vinstri (eða ekki).. jæja svo eftir ansi langt aðflug lentum við loksins og svo var hún Kolla svo mikið æði að koma að sækja okkur á flugvöllinn!:) Tusen kramar fyrir það sæta!;) Þar tók á móti okkur sól og blíða og vorum svo ekki lengi að henda dótinu okkar inn í íbúð, þar sem ég var svo góðhjörtuð að veita hinum heimilislausa Rósmundi Svensson húsaskjól þangað til við förum til Krítar á sunnudaginn.. já við bókstaflega hentum töskunum inn og svo beint í 8 vagna limmuna okkar, a.k.a. T-banan, og niðrí bæ, klukkutíma búðarrölt og pizza í Kungshallen! Svo var bara tekið kósý náttfata heimakvöld með þrumuveður úti í þokkabót...
Vikan er búin að einkennast af miklum innkaupum af minni hálfu, mín gerði sér lítið fyrir og keypti loksins sjónvarp, örbylgjuofn og brauðrist á heimilið, og þar að auki pantaði ég nýjan sófa úr Ikea og 2 eldhússtóla í viðbót og 3 lampa... þannig að ég held ég geti loksins kallað íbúðina mína heimili!
Svo byrjaði ég í skólanum á miðvikudaginn og herre gud... vá ég vissi ekki að 2 klst fyrirlestur gæti tekið heila viku...! Eða já svona virkar þannig alla vega!
Næst á dagskrá er svo Krítarferðin sem ég er búin að bíða eftir í allt sumar og hlakka ekki lítið til...
Jæja ætla að fara að glápa á nýja TV-ið mitt:)
knús og kram
...
Valfríður Svensson...

17. ágúst 2006

Nú kemst ég ekki lengur hjá því að blogga! Veit samt ekki alveg hvar ég á að byrja.. nenni nú ekki að fara að þylja upp neina ofur ferðasögu síðan í Eyjum en í stuttu máli sagt var þetta djamm eins og það gerist best... nokkrir skandalar áttu sér stað, góðir og slæmir, því annað er ekki hægt á Þjóðhátíð... síðan þá er tíminn búinn að vera fljótur að líða og núna eru bara 10 DAGAR þangað til ég fer aftur út til Sverige og er ég óneitanlega orðin mjög spennt!:)

Ég held þetta hafi ekki gerst áður
Er búin að sitja hér í svona korter og reyna að semja einhvern texta en það gerist ekki neitt
En þið vitið alla vega að ég er ennþá á lífi...
Bloggið verður endurvakið þegar ég fer aftur til Stokkhólms...
ciao!
...
Vala

3. ágúst 2006

Lundi...eldgos..og rok...
Á morgun eru það Eyjar...var að skoða myndirnar síðan í fyrra...Þjóðhátíð 2005...þar sem the three amigos, a.k.a. Audi, Sigurjóna og Prímadonnan héldu á vit ævintýranna... snuddufaraldurinn, heimsendur matur, Dalurinn 24, dooley's í mini flöskum, kaldfengur, tjörnin, símaslár, heitt og sætt, dátar, Ómar, flugur í tjaldi, gammósíubolur, kaffibrúsagaur...spurningin er hvað gerist í ár... förum reyndar hálfvængbrotnar í ár þar sem Auðurin er að fara að flytja til DK og ætlar að halda sig á malbikinu um helgina...we will miss you so much... en í staðin verðum við tvíburarnir í fylgd með Þotuliðinu, hinu eina og sanna, ásamt því sem Erla perla ætlar kannski eða kannski ekki að láta sjá sig á laugardaginn...nýtt einbýlishús mun verða með í för ásamt splunkunýju, sérsaumuðu dúndurátfitti frá 66°N...
Jamm það er kominn smá spenningur í mann...get ekki neitað því...
Lífið er yndislegt...
...
Prímadonnan