18. september 2006

Þá er þetta búið! Mekanik KS1... og því miður gekk mér ekki nógu vel, ekkert smá erfitt að fara í próf þegar maður er svona nýbyrjaður í skólanum, koma sér í gírinn og læra sannanir og formúlur og skilgreiningar í aflfræði utanað! Þó svo ég hafi reynt mitt besta alla helgina, sleppti m.a.s. 2 partýum og alles... en já... þetta virkar semsagt þannig að ég þarf að ná 4 stigum af 12 samtals á þessum 2 KSum til að sleppa við teoriuhlutann á prófinu... og sá hluti er ekki nema 1 CSN stig... þannig að ég þarf nú kannski ekkert að gráta yfir þessu! Náði alla vega einu stigi pottþétt þannig að það er nú betra en ekkert...
Jæja þessi færsla er að verða leiðinlegra en prófið sjálft... þannig að ég ætla að skrifa um eitthvað aðeins skemmrilegra :)
Er að fá heimsókn á miðvikudaginn og hlakka ekkert smá mikið til að fá múttu, ömmu og Tuma hingað! Þá verður eitthvað kíkt í búðir, rölt um gamla bæinn, borðaður góður matur og hver veit nema maður kíki með "lilla"bró í Gröna Lund! Langt síðan maður hefur farið í tívolí.. best að tékka hvort það sé opið...og svo fæ ég nýju húsgögnin mín úr IKEA send heim annað hvort á morgun eða hinn! Eintóm hamingja. Svo er ég að fara að eignast nýja uppáhalds nágranna eftir 2 vikur, Röggu og Andra, en þau fengu íbúð á 6.hæð í blokkinni þar sem ég bý! Þá getum við skipst á mat, eða hveitibollum eins og Andri sagði haha...
Jæja dæmatími í diffurjöfnum framundan, þannig að þetta blogg verður ekki lengra...
Maður þyrfti svo að fara að skella inn myndum!:) Hver veit nema ég nenni því í kvöld...
ciao
...
Vala svala

11. september 2006

Fimm fílar lögðu af stað í leiðangur...
Þá er ég komin aftur til lands Svenssona og kanilbulla. Lentum kl 2 í nótt og fengum taxa á rúmlega 4.000 kall heim til mín sem mér fannst bara vel sloppið. Svo tók við skóli kl 10 í morgun og var að koma heim rétt áðan og mín bíður ekkert nema lærdómur, heimadæmi sem ég átti að skila seinasta föstudag (strax komin eftirá, ekki gott), heimadæmi f. næsta föstudag (sjeise) og próf a mánudaginn... semsagt "ljúfa lífið" tekið við á ný...
En Krít var bara algjört æði og frí sem ég þurfti svoooo nauðsynlega á að halda! Hótelið okkar, Jasmine Village,staðsett í Platanias um 10 km frá Chania, var alveg ágætt bara, frekar stór herbergi og hátt til lofts og allt mjög snyrtilegt bara, eini gallinn bara að klósettið var á stærð við kústskáp! Og sturtan þar af leiðandi ennþá minni.. sem var ekki alveg að gera nógu góða hluti þegar 5 manns þurftu að sturta sig á hverju kvöldi... (ekki allir í einu samt hahaha...)!
Ferðin í stuttu máli: Sól, yfir 30°C hiti, strönd, risastór sundlaug á hóteli, vindsængur, góður matur, veigar í fljótandi formi, JetSki, GoKart, vatnsleikjagarður, Roadtrip til Rethymnon og Iraklion og menningarferð til Knossos (a.k.a. steinaskoðun), snorkling, 3 skópör og gullveski...
Þakkir fyrir frábæra verð fá Hausaveiðarinn (Andri), Morgunhaninn (Ragga), BS.Driver ( Rósmundur) og Teknó-vakningin (Einsi pönk)...

ciao
...
Fimmta hjólið

2. september 2006

Á morgun verð ég þarna!