30. nóvember 2005

Ekta sænskt og íslenskt...

Sit hérna og bíð eftir IKEA mubblunum mínum sem ég var að kaupa í gær! Vííí hlakka ekkert smá til. Við pabbi fórum alveg hamförum þarna í gær, enda þýðir ekki annað þar sem ég er farin að verða frekar þreytt á að hafa baaara það lífsnauðsynlegasta hérna í íbúðinni og myndir hangandi uppá veggjum með kennaratyggjóum! Hehe. En nú á sko alldeilis að taka þetta í gegn, enda tími til kominn.

Mikil sorgarstund átti sér stað í dag þegar Draumarnir kláruðust! Er semsagt að tala um ekta íslenskan súkkulaðidraum. Var svo misskunsöm að gefa stelpunum í skólanum síðasta súkkulaðistykkið, ég varð nú að leyfa þeim að smakka besta súkkulaði í heimi, og vakti það alveg gífurlegar vinsældir. Ótrúlegt að súkkulaði+lakkrís samsett í einu nammi sé hvergi til nema á Íslandi! Eða alla vega hef ég hvergi séð það annars staðar. Stórfurðulegt að aðrir hafi ekki áttað sig á því hvað þetta er mikið lostæti...namminamm... maður fær bara vatn í munninn!

En já myndirnar...trallala... lofa að setja þær inn bráðlega! Í seinasta lagi um helgina. Tallinn ferðin, afmælið og jafnvel myndir af íbúðinni þegar allt er orðið reddí:)

Veriði sæl
...
Vala Matt

28. nóvember 2005

Snjókorn falla...

Já maður kemst bara í jólaskap, það er búið að vera að kyngja niður snjó í allan dag. Sit núna og gæði mér á Julmust, piparkökum og alvöru íslenskum kleinum! nammi namm. Ég veit upp á mig sökina, er ekki búin að vera að standa mig í blogginu síðastliðna daga og er ég ekki með neina alvöru afsökun fyrir því. Hef alltaf verið léleg að búa til afsakanir...

Kíkti í kokteilboð á Sturevägen á föstudagskvöldið. Pizza, sænskt idol, Skrúdræver, Móhítos og bara stemmning!

Laugardagurinn fór mestallur í partístúss. Skartkaup í H&M, kökubakstur, klukkutíma blöðrublástur og umbreytingu á íbúð Rósu og Einars yfir í sænskt partípleis! Þrátt fyrir það vorum við alveg á síðustu stundu, en sem betur fer mættu allir samkvæmt íslenskri stundvísi. Hehe. Um áttaleytið tók húsið svo að fyllast af sænskum íslendingum og var bara brjálað stuð allt kvöldið sem endaði niðrí bæ á Crazy Horse, þar sem flestum tókst af tjútta af sér rassinn... óendanlega mörg lýsingarorð um hvað þetta var skemmtilegt kvöld!:)

Sunnudagurinn var mjög rólegur, kannski ekki skrítið þar sem ég var búin að fá svona samtals 6 klst. svefn alla helgina...úbbósí.

Annars kom pabbi í dag frá Íslandi, færandi hendi eins og jólasveinninn með fullt af afmælisgjöfum, hlýjum fötum, DVD myndum, tónlist og íslensku nammi. Tusen tack fyrir mig!:)

En jæja nóg komið af upptalningum...
ciao,
Vala draumadís

24. nóvember 2005

Þá er maður loksins orðin 20 ára...vííí! Puss o Kram till allra sem sendu mér sms eða kveðju í gær!:) Sms, e-mail, msn, skype, símtal, tölvupóstkort og póstkort í pósti!;) ótrúlegt hvað samskiptin eru þróuð nútildags..

En já! Afmælisdagurinn var mjög fínn, reyndar frábrugðinn öðrum þar sem ég fékk engan pakka, engin fjölskylda til að vekja mig með afmælissöngnum og engin kaka. Fyrir utan kökusneiðina sem ég keypti í einhverri sjálfsvorkun á þriðjudaginn og átti að vera afmæliskakan en svo bara einhvern vegin hvarf hún ofaní magann á mér á þriðjudagskvöldið! úpsídúpsí, skil ekkert í þessu. hihihi...
Fékk samt að sofa út þar sem það var enginn fyrirlestur fyrir hádegi, sem gerist næstum aldrei. Kíkti svo með Önnu pönnu út að borða í hádeginu. Síðan tók við skóli frá kl. 13-17. Fékk svo afmælissönginn í beinni frá familíuna. Þau ákváðu semsagt að halda upp á afmælið, án mín, með því að fara út að borða! En já ég var þarna með þeim í huganum. Tók því svo bara rólega og kíkti út á Onsdags, alltaf partyparty over there...

Lenti svo í ótrúlegasta veseni á leiðinni heim. Tók lestina niður í T-Central, þar sem ég þurfti að skipta yfir á bláu línuna sem fer heim til mín. Þar stóð á skjánum að lestin væri alveg að koma... ég beið. Svo beið ég í 5 mínútur. 10 mínútur. Engin lest. Svo birtist á skjánum að næsta lest væri væntanlega klukkan 05.11! Þetta var semsagt um eittleytið. Var fúl, sá nammisjálfsalann, kíkti í veskið og viti menn. 5 kr, akkurat fyrir einu litlu Daim. En þá ákvað hann að ræna þessum litlu aurum frá mér og ekkert nammi fékk ég! Súr á svip þurfti ég svo að bíða eftir strætó meðal róna og ógeðisfólks, meðal annars kom einhver kall upp að mér og reyndi að höstla mig með sér á barinn!Já ég held nú ekki! Ég hef aldrei í lífinu verið svona ánægð að sjá strætó. Svo sofnaði ég næstum í vagninum, þetta er alveg um hálftíma ferð, og svo til að toppa allt ákvað strætóbílstjórinn að beila á stoppistöðinni minni þannig að ég þurfti að öskra og eypa á hann til að láta hann stoppa! Alveg ótrúlega mis endir á skemmtilegum degi:)

Afmælis...
...matur: Tyrkjapizzan í hádeginu og afmæliskakan (degi of snemma)
...söngur: 2 á íslensku og 1 á sænsku
...búð: lögleg í gær
...gjafir: strippari sem Sara sendi mér í gegnum msn og eðal pulsumáltíðin sem Steinar bauð mér uppá eftir Onsdags.
...ósk: frá Jonní bró sem var fyrstur til að óska mér til hamingju;)
...partý: með sænsku þema á laugardaginn.

hejdå
...
Vala

23. nóvember 2005

Hún á afmæli í dag...


21. nóvember 2005

Þungu fargi af mér létt...
Þar sem ég er búin í Mekanik prófinu, eða KS eins og það kallast, Kontrollskrivning, sem gefur manni tækifæri á að safna stigum fyrir lokaprófið. Mjög sniðugt system. Svo tókst mér líka að komast í gegnum fyrstu hljómsveitaræfinguna án allra hrakfara... enda þetta líka bara létt og skemmtileg lög sem við erum að spila og alveg ótrúlega gaman;) Það er bara svo svo mikil stemmning að spila svona með fullt fullt af öðrum hljóðfærum og heyra hvað það kemur flott út.. annað en að glamra ein á sitt P-Í-A-N-Ó...
En jiiiiminn gúdd hvað er orðið kalt hérna allt í einu, það byrjaði að snjóa á laugardaginn og núna er hvítt útum allt, samt voða kósý...
Var svo að spjalla við mömmu og lillabró á skæpinu áðan, og já, hann er víst ekkert lítill lengur þar sem hann er orðinn STÆRRI en ég! Þannig að núna get ég ekki lengur sagt að ég eigi neinn lítinn bróður, þar sem Jón er náttla löngu orðinn að risa, og núna eru ég og mútta gamla bara orðnir dvergarnir í fjölskyldunni þó við séum báðar 175! Ótrúlegt hvað tíminn líður..
Og talandi um það er bara einn dagur eftir af 19 aldursári mínu, spurning hverju maður tekur upp á þá...Svona lokaflipp áður en maður gengur í fullorðinna manna tölu. Endilega komið með einhverjr hugmyndir!
En jæja nóg komið af rugli, er orðin jättetrött og linsurnar farnar að ofþorna í augnum!
Over and out
...
Vallis

19. nóvember 2005

Helgin loksins komin.. því verður samt bara tekið mjög rólega þar sem ég er að fara í próf á mánudaginn!
Gærkvöldið var voða nice, þar sem ég fékk óvænt heimsendan kokk til mín sem eldaði fyrir mig einhvern tælenskan kjúklingapottrétt...namminamm! Algjör lúxus. Kíktum svo í bíó á nýju Harry Potter myndina og hún er bara algjört yndi! Var samt orðin dáldið langdregin í lokin en ég mæli með að allir kíki á hana. Svo verður partý í SPEX:inu í dag/kvöld, jámm ath. í DAG! Svíarnir eru alltaf svo snemma í þessu, alveg ótrúlegt. SPEXið er semsagt leikrit hérna í skólanum, held að flestar deildir séu með sitt eigið SPEX, eru held ég í kringum 100 manns í þessu og ég er í hljómsveitinni! hahaha... verður spennandi að sjá... Þetta var nú samt bara eitthvað flipp hjá mér í byrjun en núna er þetta víst orðin alvara þar sem ég er búin að fá sendar nótur af fyrsta laginu sem við eigum að æfa fyrir mánudaginn! obbosí.. og ég sem hef engan tíma! og ekkert píanó!
En jæja læra læra, góða helgi ástarbossakrúsídúllurnar mínar!
...
Való píanó

16. nóvember 2005

"Ef þú gengur í svefni ertu ekki einsömul"...





Ég sat í í morgun í mínum mestu makindum að borða kornfleksið og nudda stírurnar úr augum þegar þetta birtist mér á mjólkurfernunni! Alltaf skemmtilegt að fá svona skot beint í morgunsárið...
Samt alveg óþarfi að vera með áhyggjur esskurnar! Fór á ebay áðan og pantaði mér handjárn, kúabjöllu, blikkljós og rafmagnsgirðingu þannig að everything is under control... jájá allur er varinn góður!

jæja, steik steik... bara 2 dagar í helgi!
...
sVala bRún

14. nóvember 2005

Mánudagur til mæðu...
Vá langur dagur! Er loksins komin heim og ákvað að gefa mér smá tíma til að skella inn einu bloggi. Helgin var hreint frábær í alla staði:)

Skipið sigldi af stað kl. 17.30. Fórum með draslið í ínímíní herbergin okkar. Allt var mjög snyrtilegt, gullslegnir hurðahúnar og rauðir dreglar á gólfum! Hönnuður skipsins hefur greinilega verið mig í huga þar sem speglar þöktu nánast hvern einasta vegg... Ferðin byrjaði reyndar ekki svo vel þar sem við borðuðum á einhverjum sjabbíasta skyndibitastað sem til er, Fast food restaurang, og fengust þar vikugamlar súkkulaðikökur með sultu, örbylgjuhitaðir hamborgarar og flatt kók! Tókum smá rölt um skipið og síðan tók við salsakennsla, kojupartí og mjög svo skemmtilegar myndatökur. Allir voru orðnir mjög hressir þegar við loks kíktum við á stemmninguna uppi, stelpurnar tóku nokkur lög í karókí, en sem betur fer lét ég ekki plata mig í það! Svo var tjúttað langt fram eftir nóttu..

Voru allir alveg gífurlega hressir á laugardagsmorgninum þegar við lentum í Tallinn! hehe. Síðan fórum við 2 tíma skoðunarferð í rútu, enduðum í gamla bænum þar sem við röltum um í kósý fíling. Mjög fallegur staður. Fengum okkur að borða á eistneskum veitingastað þar sem við fengum mjög ljúffengan mat. Eftir meira rölt komumst við að því að eistneskar fatabúðir eru ekki alveg að tolla í nýjustu tísku, alla vega tókst okkur ekki að finna neinar, og held ég klárlega að búð ferðarinnar hafi verið súpermarkaðurinn þar sem ég keypti mér birgðir af hárvörum! Mér tókst semsagt að fara til útlanda án þess að kaupa mér nein FÖT! ótrúlegt en satt.. en jæja síðan sigldum við úr höfn aftur klukkan 17.30 og skelltum við Kristveig og Hjördís okkur í saunu og heitan pott! ótrúlega notalegt. Borðuðum svo allur hópurinn á hlaðborði í miklum veltingi, og þar sem við vorum farin að halda að skipið væri að sökkva og þetta væri okkar síðasta kvöldmáltíð misstum við okkur gjörsamlega í kræsingunum!:P Þaðan bókstaflega ultum við svo út og fórum þaðan á hótel ísland þar sem voru skemmtiatriði í gangi, m.a. dansshow og Miss Latino fegurðarsamkeppnin. Kíktum svo á karókí barinn og enduðum á dansstaðnum.. Höstl ferðarinnar átti sér svo klárlega stað þarna seinna um kvöldið þar sem svíanum Óskari tóskt að fá númerið hjá 4 íslenskum gellum á einu bretti..! Hreint ótrúlegur árangur..

.. að lokum, sigldum í höfn í Stokkhólmi um hádegið á sunnudeginum og og eftir mikinn strætó og lestarrugling á mér var stefnan tekin beint á rúmið;)
Knúsikveðjur til allra sem voru með í ferðinni!:) Myndir koma bráðlega!
ciao,
Valilíus

11. nóvember 2005

Jæja þá er mín búin að pakka, með myndavélina í annarri og passann í hinni, á leiðinni í siglingu til Tallinn:) tjútt, afslöppun, góður matur og bæjarrölt sem bíður mín um helgina. Förum hópur af 12 íslenskum krökkum og báturinn leggur af stað kl. 17.30! jeee...
Góða helgi dúllurnar mínar;)
...
Vala, djammar með eistum

9. nóvember 2005

Afrek Völu, Part 2

-Var spurð hvort ég héti Vatnajökull, og það var ekki grín.
-Byrjaði að æfa bandý með íslensku krökkunum.
-Búin að borða pasta á hverjum degi!
-Týndi símanum mínum.
-Skráði mig í hljómsveit.
-Drap bæði blómin mín, fyrst úr ofvökvun og síðan úr þurrki! Já mér þykir þetta leiðinlegt mamma, but I told you so...
-Komst svo að því að Svíar vita ekkert um Ísland. Til dæmis spurði bekkjarbróðir minn hvort Íslendingar væru ofbeldisfullir, hvort ég hefði veitt marga hvali og hvort ég ætti spjót! Einhver víkingaímynd þar í gangi. Finnst það samt ekkert skrítið þar sem flestir Svíar eru látnir horfa á Hrafninn flýgur og lesa Snorra Eddu í skólanum. Og þess má geta að heitasta setningin úr myndinni er: “tungur knífurrrhh..” (sagt með mjög sænskum hreim!)
-og svo að lokum tókst mér að láta nokkra Svía trúa því að allir töluðu sænsku á Íslandi!

Jebb Svíar eru ljóshærðir...
...
Vala ljóska

8. nóvember 2005

Þar sem ég er fyrst að blogga núna hef ég ákveðið að taka saman helstu afrek mín síðan ég flutti hingað út.

Afrek Völu, Part 1

-Ég hélt að ég væri Palli einn í heiminum í 1 sólarhring.
-Fyrsti hluturinn sem ég keypti mér, á eftir eyrnarlokkum úr H&M, var skrúfjárn! Sorglegt en satt. Ekki það að ég ætli að gerast smiður, en það kom að góðum notum við að skrúfa saman Ikea húsgögnin mín.
-Gekk með vínrautt der með nafninu mínu á, söng sænskar ölvísur og var kölluð núll í 3 vikur.
-Svamlaði í sænskum sjó um miðja nótt. Svalasti staður þar sem ég hef synt, fyrir utan Tjörnina í Dalnum.
-Hélt fyrirlestur á sænsku.
-Lærði á þvottavél í fyrsta skipti á ævinni.
-Íbúðin mín var án sjónvarps og internets í rúma 2 mánuði.
-Er búin að hösla 0 sænska gaura! Vinkonum mömmu til mikillar gleði, þar sem þær voru hræddar um að ég myndi næla mér í einn sænskan, eignast sænsk kríli og gerast Svíi...

To be continued
...
Valikatí

7. nóvember 2005

Jæja þá er ég loksins búin að vippa upp þessari bloggsíðu. Nokkrar myndir komnar inn...

ciao
Vallý in Stockholm