30. júní 2006

Bhrrr....
...ég fæ alveg gæsahroll af því einu saman að líta út um gluggann. Rigning... kalt... rok... það lítur frekar út fyrir að vera mars en júní! Og það er JÚLÍ á morgun...ég er farin að halda að Úrval Útsýn og Heimsferðir hafi mútað veðurguðunum til að halda Íslendingum í þessari rigningarbrælu til að auka viðskiptin...það bara hlýtur að vera... ég sé alla vega ekki fram á annað en að þurfa að bíða fram í september eftir sól, og takið eftir, þá er ekki sumar lengur, þá er að koma haust...þannig að engin sól í sumar... hversu boring er það...já ég held ég hætti að bíða eftir þessari sól og fái mér húðkrabbamein í staðin...veit einhver um gott tilboð á ljósakortum?
En það er FÖSTUDAGUR þannig að ég ætla að hætta þessu þunglyndisbloggi og halda áfram að þykjast vinna og hlakka til að djamma í pollagallanum og gúmmítúttunum um helgina...víííí....
...
Vala "mér finnst rigningin góóóóð"....

28. júní 2006

HALLÓ PEOPLE...
...eru allir hættir að skoða bloggið, eru færslurnar svona leiðinlegar, eða eruð þið bara svona feimin? Reyndar eru kannski ekki allir eins og ég, sem sitja í tölvu allan daginn í vinnunni og hafa ekkert betra að gera en að hanga á msn, í bubbles og skoða allar bloggsíður landsins á hverjum morgni...hehe...

Já, komst að því núna áðan að maður á aldrei að monta sig yfir að vera hassperulaus fyrr en a.m.k. eftir hádegi daginn eftir að maður hefur verið að æfa... vaknaði í morgun og var bara hvah, þetta box var nú ekki svo erfitt, engar hassperur og ég fersk eins og sumarið í Sverige (bíð ennþá eftir að sumarið komi hingað heim...maður fer nú að verða dáldið óþolinmóður) en jæja... svo stend ég upp eftir að hafa hámað í mig Subway í hádeginu, þar sem maturinn hérna í mötuneytinu er alveg frekar slappur þessa dagana... og get varla hreyft mig, eins og það sé verið að stinga hnífum í mig út um allan líkamann! Var nú samt bara mjög ánægð, sko áður fyrr hefði ég nú ekkert hrópað húrra yfir því að vera með hassperrur, en núna þegar maður er lazy kay eins og ég og nenni varla að standa upp til að skipta um sækja skeyti í prentaranum, þá er það nú bara gott að vita til þess að vöðvarnir séu enn á sínum stað!

En jæja... tásukaffihús í kvöld... kannski maður kíki líka í sund eftir vinnu, gæti gerst... þó svo að sólin láti ekki sjá sig...

ciao
...
Vala, með strengi!

27. júní 2006


*Nýtt útlit*...
... fannst þetta bara svo sumarlegt og sætt template að ég ákvað að koma þessu bloggi í nýjan búning...hvernig líst ykkur á, á ég að halda í gamla svarta, plain lúkkið eða þetta nýja ferska?


Svo er mín bara að fara að skella sér í box í kvöld, þannig að ef ég verð eitthvað skrítin (eða skrítnari en venjulega) næstu daga þá vitið þið afhverju...

...

Vala bomba...B*O*B*A !!!

26. júní 2006

Herra Packard er risinn upp frá dauðum...
...og er mjög sæll og glaður til að vera aftur kominn heim í faðm eigandans!:) Hann er samt genginn í barndóm og hefur tapað öllu minni þannig að nú þarf ég að hlaða inn öllum forritum, tónlist, myndum...eintóm hamingja! hmm...já eller hur...
...annars er bara komin góð spenna í mig fyrir Hallgeirsey næstu helgi, held það verði bara stemmari! Ernu tókst að plata mig með sér og er ég bara nokkuð sátt við það...Alla vega fyrsta útileiga sumarsins, af a.m.k. þremur sem verða farnar í sumar, nú er bara að biðja veðurguðina um gott veður!!!

Greip Núdda glóðvolg áðan þar sem hann ætlaði að fara að gæða sér á þrastarunga, eins og hann er mikill dúllukrúsírass þá varð ég alveg öskureið og tókst með naumindum að bjarga litla ungagreyinu frá villikettinum...

Og upp á hverju tóku þeir í vinnunni í dag nema einhverri myndatöku og þar sem ég var einstaklega mánudagsmygluð í dag þá býst ég ekki við góðri útkomu... deildin mín var vist að fá einhver verðlaun fyrir góðan árangur, man ekki í hverju, en óska þeim til hamingju!

Annars vil ég bara óska yndislegri MÚTTU KRÚTTU HÚDÚ ITTI VÚDÚ minni til hamingju með daginn!!! Mamma þú ert best i heimi!

Nú ætla ég að leggja mig og reyna að losa mig við þennan höfuðverk sem er búinn að vera að reyna að sprengja á mér hausinn í allan dag...

ciao
...
Vallý

Jæja já...
...oh sunnudagskvöld, þýðir bara eitt, helgin búin, vinna á morgun!
Helgin var mjög fín, enda ekki annað hægt þar sem hún byrjaði á besta degi ársins 23.júní, það eru víst einhverjir vísindamenn búnir að komast að því að flestir séu glaðir þann dag ársins...
...byrjaði á vinnustaðarpartí á föstudaginn þar sem stemmningin var misjafnlega góð en batnaði klárlega með kvöldinu, fyrst með pizzunum sem gerðu góða hluti fyrir svangan maga og svo síðan þegar fólk fór að missa sig í singstar, komst upp með að vera held ég eina manneskjan á svæðinu sem ekki tók lagið...jámm held að vinnufélagarnir megi bara þakka fyrir það! Síðan kíkti ég með Lilju og Þórunni, sem mættu ferskar úr Arion (hluti af KB banka) partíinu uppí Ármúla og tókum leigara á Vesturgötuna í afmæli til Ernu í alvöru kokteila og hawaii stemmningu!:) reyndar stoppaði ég mjög stutt þar vegna óútskýranlegra ástæðna og fékk ég að upplifa mjög svo yndislegan þynnkudag á laugardaginn í því tilefni...svo tókst mér að vekja mikla lukku þar sem ég fór ekki aðeins heim í vitlausum jakka heldur líka með vitlaust veski...! En það er allt komið í réttar hendur núna... laugardagur...Steinar var svo mikið æði að kíkja til mín með barnabox af MC'Donalds og horfðum á Svía skíta á sig í leiknum móti Þjóðverjum í 16 liða úrslitum HM, þar féllu nokkur tár... um kveldið ákváðum við Friðrikka (sem einnig kallast Rikka, tvíburi minn, Vísitá eða Sigurjóna) að taka nammirúnt á þetta og kíktum svo til Helgu Bjargar þar sem hún, Hildur, Edda, Anna og Ágústa voru að koma sér í bæjarfíling og kíktum svo í bæinn með Eddu og Hildi, vá það var sko stappað af fólki en jámm það var líka gaman, hitti margt skemmtilegt fólk þar...nenni nú ekki að segja nánar frá því, ekki margir skandalar í þeirri bæjarferð, græddum svo 2000 kall á því að skutla einhverju pari upp í Breiðholt en við vorum hvort sem er á leiðinni þangað... Í dag fór ég í mína aðra gönguferð á Úlfarsfell, já það mætti halda að maður sé farin að gerast einhver svaka göngugarpur, fór með mömmu, pabba, Tuma, Önnu og Jónsa og Hákoni... tókst að sýna fram á það að það er ekki hægt að hlaupa með göngustafi, alla vega kann ég það ekki, því ég flaug á hausinn þegar ég ætlaði að hlaupa fram úr mömmu þegar við vorum að koma aftur að bílnum, jámm glætan að ég yrði seinust... sem betur fer lenti ég nú í mjúkum mosa! svo fórum við Vísitá í sund og syntum held ég heila 600 metra, þess má geta að ég hef ekki synt síðan í janúar... orðið dáldið langt síðan... svo bara grill hérna heima og kíkti svo til Ernu í Jörfalindina og byrjuðum One Tree Hill 3.seríu maraþonið okkar, þrátt fyrir tækniörðugleika í byrjun áhorfs...
Jæja þetta er orðið nokkuð langt blogg, verð því miður að viðurkenna að engar myndir voru teknar þessa helgi heldur...hmm... ég verð að fara að bæta mig...jæja...
Nú er kominn háttatími;)
...
Vala gala hala mala

23. júní 2006

Kúkabrandarar....
...fékk þetta sent frá einni í vinnunni og þetta er bara það fyndnasta sem ég hef lesið, veit þetta lítur frekar ósmekklega út en ég bara varð að deila þessu með ykkur, vona bara að þið missið ekki álitið á mér...hihihi...

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur:
Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur:
Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Fljótandi drulla:
Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.

Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Skopparakúku: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)

Mikilmennskukúkur:
þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...


Góða helgi;)

...
Vala

20. júní 2006

Var dregin í fjallgöngu....
..á Úlfarsfell á sunnudaginn með Ernu skvís og Atla kærastanum hennar...


...hérna erum við komin á toppinn, og afsannaði ég þar með efasemdir ákveðinna fjölskyldumeðlima minna sem efuðust um göngugetu mína! hérna eru fleiri myndir...

http://pg.photos.yahoo.com/ph/atlividar83/album?.dir=d857&.src=ph

...
Vala göngugarpur

17. júní 2006

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!!...

...regnhlíf, bærinn, íslenski fáninn, candyfloss, Ísland-Svíþjóð og hæ hó eru málið!


...
Vala jibbíjei

16. júní 2006

Vá hvað ég er orðin slöpp í þessu bloggi...
...þannig að núna hef ég nóg að segja en nenni samt ekki að skrifa neitt! haha... seinasta helgi og vikan öll búin að fara í að hitta alla... alltaf gaman að því!:) vonandi að maður sjái enn fleiri í bænum í kvöld... það er búið að vera mjög rólegt í vinnunni, þannnig að maður hefur nógan tíma til að fylgjast með HM sem er á flatskjá hérna beint við hliðin á tölvunni þar sem ég sit, plana kokteilboð með tásunum í kvöld, skoða blogg, búa til blogg (við Erna bjuggum til blogg fyrir gamla verslóbekkinn, www.blog.central.is/sexex fyrir þá sem hafa áhuga á því), spila bubbles og fleira gáfulegt! hihi... en vá hvað ég er fegin að það er komin helgi, dagurinn er helmingi lengur að líða þegar það er lítið að gera og ég búin að vera hálfþreytt alla vikuna bara! Þetta er samt svo skrítið, því um leið og ég kem úr vinnunni er ég strax orðin voða hress og öll plön um að fara snemma að sofa (já ég sit hér allan daginn í vinnunni og læt mig dreyma um rúmið mitt) ganga bara ekki upp þar sem ég er ekkert þreytt um kvöldið og fer í fyrsta lagi að sofa kl 1...
En já plön helgarinnar eru kokteiltásuboð í kvöld, candyfloss í bænum á morgun, Ísland-Sverige (sem ég fékk því miður ekki miða á).. bærinn annað kvöld???
en jæja búin að vinna...
HAFIÐ ÞAÐ GOTT UM HELGINA;) mússímúss...
ciao
...
Vallý

9. júní 2006

Vinna...oooog helgi...
Jæja ákvað að blogga smá þó svo að kommentunum hafi ekkert verið að rigna yfir seinustu færslu... er semsagt byrjuð í vinnunni og það er bara mjög fínt, er í bakvinnslunni í KB banka eins og í fyrra, reyndar komin á nýjan stað í Sóltúni sem er mjög flott bara... erum uppá 6.hæð, planið er að labba upp og niður tröppurnar á hverjum degi og í hádeginu til að worka kúlurassinn, haha.. ræt... og það er alveg æðislegt útsýni hérna yfir Esjuna og fjöllin... ég er ekki ennþá komin með neitt skrifborð þannig að ég er bara hoppandi á milli tölva eins og mér væri borgað fyrir það, mér er nú reyndar borgað fyrir það þar sem ég er í vinnunni, en já alla vega, hægri vinstri hlaupandi hér út um allt, hlakka til þegar ég verð komin með skrifborð... en já svo er HM bara að byrja þannig að ég hugsa nú að maður kíki á opnunarleikinn í dag, svo verður náttla bara hejað á Sverige í keppninni, maður fer nú ekki að svíkja lit þó maður sér komin heim!:)
Góða helgi...
...
Vala

5. júní 2006

Leti leti leti...leti líf mitt er....
...þangað til á morgun því þá byrja ég að vinna! mæta kl. 9, úff það verður erfitt að vakna! en hlakka samt til, verður fínt að fá aftur smá rútínu í lífið...
Kíkti í gær á hina umtöluðu Da Vinci Code og verð bara að segja að mér fannst hún mjög góð, var reyndar ekki búin að búast við miklu þar sem myndir gerðar eftir góðum bókum ná sjaldan að toppa bækurnar sjálfar og var nú líka búin að heyra misgóða dóma um þessa mynd... þannig að ég var bara mjög sátt..
Í dag er ég búin að lifa hinu ljúfa letilífi, rak aðeins nefið inn í Kringluna áðan og endurinnréttaði herbergið mitt aðeins... en jájá semsagt ekki mikið að frétta... hlakka mikið til að fá sundtásurnar mínar heim á þriðjudaginn eftir viku en þær ákváðu allar að stinga af til útlanda um leið og ég kom heim...svo bara stelpukvöld á skjá1 í kvöld! svona til að toppa leti dagsins...
...
Vala latmask

4. júní 2006

Já góðan daginn...
...ég held að klukkan í hausnum á mér sé alveg orðin gaga gúgú, ég vöknuð kl. 10 á sunnudagsmorgni þó ég hafi verið að jammast í gær og gæti ekki verið hressari... kannski ég þurfi bara engan svefn lengur! En já, það er alveg yndislegt að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar!:) Heimferðin gekk bara mjög vel, fyrir utan "smávægileg" vandamál á leiðinni á flugvöllinn, svosem týna handfarangurstösku í Arlanda Express, en sem betur fer skilaði hún sér aftur eftir klukkutíma, þökk sé ofur viðbrögðum Rósu, haha. Því ég varð svo stressuð þegar ég fattaði að taskan væri týnd að ég stóð náttla stjörf eins og myndastytta og Rósa bara:"run Vala run"... svo hljóp ég í vitlausa átt til að leita að afgreiðslumanninum í miðasölunni til að hann gæti hringt og leitað að töskunni...en já eins og ég sagði það reddaðist að lokum!
Annars er ég bara búin að vera að dúllast eitthvað síðan ég kom heim, fór með tölvuna mína í tölvubúðina þar sem ég keypti hana og hún er komin í viðgerð og fæ hana líklega til baka í lok næstu viku.. svo gerðist ég einkabílstjóri hjá bróður mínum og komst að því að maður gleymir ekkert hvernig á að keyra þó maður setjist ekki upp í bíl í hálft ár.. Tumi kenndi mér nokkur slög á nýju trommurnar, mjög gaman hihi.. held að það sé einhver leyndur draumur hjá mér að gerast trommuleikari... svo bara sund með Helgu skvís, grill með fjölskyldunni, vesturbæjarís með Auði og kíkt aðeins í bæinn. Í gær var ég með gamla settinu í Skorradal að bera á bústaðinn, vá ég hlakka ekkert smá til þegar allar græjur eru komnar í lag og maður getur farið að tjilla þar... það var líka ekkert smá gott veður, mínus íslenskan vind, en já getur maður kvartað yfir honum?! Svo kíkti ég í útskriftarpartí til Helga (fyrrum Stokkhólmara) en hann er orðinn vekrfræðingur strákurinn! Til hamingju aftur með það Helgi minn;) og svo bara bærinn... verð nú samt að viðurkenna að mér fannst hann frekar slappur en við skemmtum okkur samt mjög vel og dönsuðum af okkur rassinn og Andri var on fire á dansgólfinu með hip hop dansinn sinn og fékk sitt langþráða óskalag (sem Crazy Horse beilaði á að spila fyrir hann um daginn)... Everybody dance now...újé!;)
en jæja veit ekki hvað gerist í dag nema eitthvað matarboð hjá ömms og afs í kvöld...
ciao
...
Valan

1. júní 2006

HEIM I DAG!!!
...hmm er buin ad sitja her i korter og reyna ad byrja tetta blogg en hugmyndaflugid er greinilega komid ofani ferdatösku tannig ad eg laet mer naegja ad bulla eitthvad sma nuna tvi eg er svo spennt yfir tvi ad vera ad fara heim! Verst ad madur tarf ad bida alveg fram a kvold eftir fluginu, fer i loftid eftir 10 tima... timinn tangad til verdur nu samt vel nyttur tar sem ad seinasta baejarferdin bidur eftir mer, va eg a sko eftir ad fara gratandi ut ur seinastu H&M budinni! Tad verdur mikill soknudur... annars er allt bara komid i topp stand, ibudin ordin glansandi hrein og fin, auka par af lyklum komid i godar hendur hja Kollu skvis, oll fotin komin ofani tosku, reikningarnir greiddir, netbankinn kominn i lag og eg komin i ferdaskapid!;) Jamm, eg skal segja ykkur tad gerist ekki betra... en jaeja nog komid af bulli... aetladi ad vera her med einhverja ofur vaemna samantekt a tvi hvad tetta er buid ad vera yndislegt ar her i Stokkholmi og hvad eg elska borgina, Svíana og hvad eg er buin ad eignast mikid af yndislegum vinum og kunningjum og gera margt skemmtilegt her..en hugsa nu ad eg lati tad eiga sig.. tad er nu ekki eins og eg se ad kvedja borgina i seinasta skiptid!:)
en jaeja...
HEJ DÅ SVERIGE, PUSS O KRAM!
...
Vala svala