27. maí 2006

5 dagar í Ísland...
...og er orðin alveg þvílíkt spennt að koma heim!!!:) Og það er eins gott að þið bíðið jafn spennt eftir því að fá mig til íslands! hehe.... heimta sko móttökunefnd í Keflavík aðfararnótt 2.júní;) Það er nú samt engin afslöppun hjá mér þangað til því skólinn er ekki ennþá búinn, stærðfræðipróf á þriðjudaginn! Er nú samt búin að reyna að vera dugleg alla vikuna og sitja upp í skóla og reikna en það er nú bara þannig að maður er ekki alltaf með 100% lærdómsvirkni þó maður sitji fyrir framan bækurnar.. tók mér svo frí í dag til að verða ekki geðveik á þessu. Svo er það bara harkan í morgun og hinn og svo próf, svo þvottadagur og pakka og svo tjill og HEIM! Já eins og þið sjáið er ég farin að hlakka svo til að koma heim, ekki misskilja, mér leiðist alls ekki hér, þó svo að fráfall hr. packards hafi farið frekar illa með mig, þurft að lifa eins og fornaldarmaður með enga tölvu, sjónvarp né græjur þar sem hann Packard minn sameinaði allt þetta þrennt! Hef þó alltaf sænska útvarpið hehe.. Svo var Rósa svo mikið æði að lána mér fartölvuna sína yfir helgina þannig að ég ér aftur komin í samband við umheiminn, hehe... En ég held ég hafi bara aldrei verið með svona mikla heimþrá, held það tengist því samt að ég er alveg að fara að fara heim... Svo byrjar vinnan í KBbanka 6.júní þannig að það verður ágætis helgarfrí! Ekkert smá fínt..
Dagurinn í dag er mest búinn að fara í afslöppun, fór í fyrsta skiptið á eina Subway staðinn sem til er hér í Stokkhólmi! Sem er alveg pínu pínu lítill og krúttlegur og þrjú sæti til að sitja og borða...frekar spes... en Subway svíkur aldrei! Svo rölti ég með Stínu, Frey og Dóru um bæinn og kíkti í búðir en þar sem ég á voða lítinn pening núna, námsmannasyndrom af verstu gerð að há mann, þá læt ég mér nægja að eyeshoppa! hehe Stína þú veist hvað ég meina, en jæja já knús og kram til allra! Hlakka til að sjá ykkur!:) Sé til hvort ég nenni að blogga eitthvað meir fram að prófinu...
CIAO
...
Vala svala

jag ljuger så braaaaa....

Já góða kvöldið kæru vinir! Hér kem ég með eitt ofur blogg í tilefni þess að Rósa pósa lánaði mér tölvuna sína þar sem minn elskaði Packard er búinn að yfirgefa okkur hér á þessari jörð, en samt er ég hér að blogga í nýju tölvunni hans Freys í selskap yndislegra íslendinga, hér við hlið mér ofur gellan Stína fína sem ljuger så bra og bíður hér með eftir því að geta sinnt DJ störfum sínum...
GÓLFTEPPIÐ Í STOFUNNI HENNAR RÓSU er það besta sem ég hef á ævinni kynnst, beint úr Ikea, hvar annars staðar frá
... þarf ekki að spurja að því... ást á pöbbnum hér í góðum fíling.. en já gólfteppið, það yndislegasta það sem ég hef á ævinni kynnst, rautt, gult og blátt, semsagt mjög sænskt með blóðrauðu ívafi... svíarnir eitthvað að svindla í þessari hönnun sinni, en þar má finna fullt af trjám og par eitt statt út í horni eitthvað áttavilllt...
en já skemmtilegar pælingar hér á föstudagskvöldi á ókristilegum tíma, hugsanir blandaðar jarðaberjum, gerjaðar með klökum og sykri, ef til vill smá mjölk...
en jæja nóg komið af bullumsulli...
...CIAO...
Vala Bengzting

19. maí 2006

Dáinn er hér í bænum hr. Packard...
... blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast leggið inn pening á reikninginn minn.
...
Vala tölvulausa

9. maí 2006

HR. PACKARD KOMINN AFTUR TIL LÍFSINS:)

7. maí 2006

Nýjustu fréttir úr Stokkhólmi...

  • sumarið er komið!!! sól, 20 stiga hiti, ís, sólbað...újé...
  • herra Packard fékk fuglavírusflensuna og er núna búinn að gera sig heimakominn í stólnum heima hjá Rósu pósu og Einari diskónegger a.k.a. tölvulækni sem ætlar að reyna að koma greyið Packard aftur til lífsins... loksins hef ég löglega afsökun fyrir bloggleysi!
  • auglýsi hér með eftir B-frack! (notuðum smóking/mörgæsajakka) fyrir Nollninguna í haust...
  • ekki eru enn komnar niðurstöður í Mekanikprófinu! pirr pirr pirr...
  • ég er líklega á leiðinni í vikusumarfrí til Grikklands í byrjun september (eftir mikinn áróður frá Rósu)...
  • ég kem heim 4.júní!!! (bara svona til að undirstrika það) híhí...
  • fór í bæinn í gær og keypti mér ekki neitt! held það hafi bara aldrei gerst áður...
  • forritun er víst kúl....

...

Vala í sumarskapi