28. janúar 2007

Sunnudagsblogg

Góðan daginn! tími kominn til að blogga smá hérna...

Það er búið að vera mjög kalt hérna seinustu daga. Í miðvikudaginn komu Auður og Ottó í heimsókn til min og keyrðu aftur til Köben á laugardagsmorguninn :) Það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Fyrsta mál á dagskrá var að finna bílastæði sem ekki kostuðu milljón, það er nefnilega alveg vandamál hérna að maður getur ekki einu sinni lagt bílnum sínum fyrir utan húsið án þess að borga, neinei annað hvort þarf að leigja stæði í heilan mánuð á 380 SEK eða bara skokka út í stöðumæli. En fundum loksins stæði hérna hinumegin við Hallonbergen sem voru ókeypis á nottunni og kostuðu 4 SEK á tímann á daginn, þannig að þetta reddaðist :) Ég sýndi þeim aðeins bæinn og þau kíktu í Gamla Stan þegar ég þurfti að fara í skólann, tókum smá rúnt út í Barkaby á bílnum og tókst að villast aðeins í leiðinni, haha ekki svo óvenjulegt þegar ég er með í bílnum! Fórum út að borða og höfðum það kósý hérna heima.. þannig að þetta voru bara rólegheitin. Hlakka ekkert smá til að kíkja til þeirra í Köben, vonandi í vor...
Svo er maður aðeins búin að fylgjast með HM í handbolta, ég er ekki með stöðina sem sýnir leikina hérna, einhver sportstöð, og ekki hægt að horfa á þetta á netinu, frekar fúlt, en hlustaði á seinni hálfleik í gær á Rás2 hehe.. maður fær stemmininguna samt alveg beint í æð. Það verður spennandi hvernig leikurinn fer í dag. Áfram Ísland!!!
Kíkti til Rósu í gærkvöldi og horfðum á Eurovision undankeppnina á Íslandi, mér líst bara alls ekkert á þessi lög því miður...
En jæja þá er það sunnudagsrútínan, þvottahús, lærdómur, sjónvarpsgláp, svo ætla ég að prófa að elda lasagne í kvöld, nammnamm...
Þangað til næst, ciao!
...
Vala

22. janúar 2007

Oh pirrpirr! Nu er buid ad breyta öllu tölvukerfinu herna i skolanum, tannig ad lyklabordid mitt er aftur komid a saensku og eg nenni ekki ad breyta tvi. Tannig ad tetta verdur soldid steikt faersla :)

Er ad bida eftir spex aefingu, su fyrsta i ar, sem gerir mann daldid kvidinn fyrir framhaldid tar sem vid vorum byrjud ad aefa miklu fyrr i fyrra, einhvern timan i november, ta voru reyndar um 17 manns ad spila a hljodfaeri en nuna bara 7 en held samt ad tetta komi miklu betur ut, plus ad eg fae ad spila i öllum lögunum sem er mun skemmtilegra :)

Var ad koma ur studiebesök i Scania (fyrir ta sem ekki vita ta framleida teir vörubila) sem var frekar ahugavert, programm fra 9-15 og fengum ad skoda verksmidju sem framleidir tannhjol, mer fannst tad frekar litid spennandi og skitafyla tarna, oliubraelan eg helt eg myndi deyja ur ogledi! Og svo var gaurinn alltaf ad bidja okkur um ad spurja spurningar, allir voru voda ahugalausir tarna... En sidan forum vid a stadinn tar sem bilarnir eru settir saman og tad var mjög töff! hehe, ja mer fannst tad virkilega, tetta var ekki kaldhaedni, kom mer a ovart hvad mikid af tessu er gert med mannafli, bjost einhvern vegin vid tvi ad tetta vaeri alltsaman bara sett saman i einhverjum velum... efast samt einhvern vegin um ad eg eigi eftir ad vinna tarna i framtidinni en alltaf gaman ad sja eitthvad nytt. Tetta var alla vega mun ahugaverdara en heimsoknin sem vid forum i pappirsverksmidjuna i fyrra...

Og svo koma gledifrettir, Audur skvis og Otto eru ad koma i heimsokn til min a midvikudaginn, aetla ad leigja ser bil fra Köben og keyra adeins um Sverige og heimsaekja fraenku hennar i leidinni i Örebro, tad er tar sem eg bjo tegar eg var litil!:) En jibbi, eg hlakka ekkert sma til ad fa tau i heimsokn!;)

En jaeja tarf ad tjota, afsakid stafsetninguna...

ciao
...
Valfrid

17. janúar 2007

Góða kvöldið :)

Þá ætla ég að skella inn einu bloggi. Kom hingað á föstudaginn, flugið gekk vel, aðeins um 2,5 tíma! Fékk töskurnar mínar strax og náði flugrútunni kl 12.00, sem ég hafði nú aldrei þorað að vona að ég myndi ná. Þannig að ég var komin hérna heim á Lötsjö um hálfeitt leytið, íbúðin var í heilu lagi, gott mál :)
Um helgina lærði ég aflfræði fyrir prófið sem var á mánudaginn. Eftir það er ég svo bara búin að tjilla, fara í ræktina, kíkja í búðir og svona.. fór reyndar upp í skóla í gær með Röggu og sátum á bókasafninu í nokkra tíma, voða duglegar, það var nú bara mjög rólegt þar því skólinn byrjar hjá flestum í dag en hjá mér á morgun ;) lúxuslíf hjá mér... Er aðeins byrjuð að skoða þessa kúrsa sem ég verð í núna og líst bara ágætlega á þetta, svo er bara að sjá hvernig fyrstu fyrirlestrarnir verða... Erum alla vega strax á leið í studiebesök till Scania á mán/þri þannig að það er nú bara spennandi...
Fór í dag og ætlaði að kaupa mér hlaupaskó, var búin að finna mér þvílíkt flotta nike skó, hvíta með bleiku og gráu munstri, sem voru á útsölu, mátaði þá og komst að því að þetta voru bara einhverjar restir og bara 3 pör eftir, engin í minni stærð, mátaði reyndar 40,5 en greinilegt að þetta eru eitthvað litlar stærðir, ég nota nú venjulega 39-40 en þyrfti örugglega 41 í þessum skóm... tókst svo mér náttla gera mig að smá ljósku þegar ég ætlaði að spurja gaurinn þarna hvort það væri hlaupabretti sem maður gæti prófað, hlaupabretti er víst "löpband" en ekki "löpbräda" veit ekki einu sinni hvort það orð er til... næst held ég spurji bara á ensku ef það er eitthvað sem ég er ekki viss um! er nú svosem oft að lenda í einhverju svona vandræðalegu haha..

En jæja ætla að drífa mig, er að fara að kíkja á kaffihús með Ebbu, Mikaelu og einhverjum fleirum...

ciao
...
Våla

12. janúar 2007

Þá er ég bara á leiðinni út aftur eftir langt og gott jólafrí á Íslandi :) Ekkert smá gaman að hitta alla aftur og þetta er búið að vera frábært frí...
Framundan er 3 tíma flug til Stokkhólms en ég hugsa að ég sofi nú bara á leiðinni *geisp*... er ekki alveg að fíla þetta morgunflug!
En jæja það er víst byrjað að hleypa inn þannig að ég blogga meira seinna...

ciao
...
Vala svala