23. febrúar 2006

Líf mitt seinustu viku fyrir utan að læra, læra, sofa, læra, sofa og borða...
*laugard: missti mig i jurovisjon stelpuflippi með Kollu og Rósu...Melodifestivalen, Til hamingju Ísland, In Her Shoes...
*sunnud: bandý
*mánud: píanóglamur1 og myndataka kl 21.00.. ekki vinsælt!
*þriðjud: dans (hehehe)og píanóglamur 2
*miðvikud: ID-kort vesen, Personbevisið mitt var 1 mánaðar + 4 DAGA gamalt = EKKERT id KORT ENNÞÁ!!! en eins og Kolla sagði, allt er þá þrennt er... við verðum bráðum komnar á fastagestalistann hjá Svensk Kassaservice. Stand up kvöld á Sister o Bror.
*fimmtud: hitti Didu sem kom við í Stokkhólmi i dag á leið sinni á borðtennismót í Örebro, fengum okkur að borða, kíktum í nokkrar búðir, og vorum teknar i viðtal hjá löggunni!! Og nú á ég íslenskt nammi..liggaliggalálá...og það er alveg að koma nammidagur...

"Það er bara alveg að koma helgi..."
...
Vala sem á engan bala

17. febrúar 2006

Ooh happy day...
...vá hvað ég er búin að bíða eftir þessari helgi! Þessi vika er búin að vera mjög strembin, og dáldið stress í dag þar sem stærðfræðin er farin að verða þónokkuð mikið erfiðari og þessi "léttu" vikulegu skyndipróf í stærðfræði ekki lengur jafn auðveld og þau eru búin að vera! En þetta gekk bara vel í dag, hibb hibb húrra! Svo er ég nýbyrjuð í Matlab aftur, fengum svona smá smakk af því fyrir jól, og það er alveg greinilegt að ég og forritun erum ekki alveg að tala saman...áttum að "redovisa"(reiðuvísa.. haha.. nei hvernig segir maður á íslensku.. æ bara svona sýna forritið okkar fyrir kennara) og sátum til ellefu í gærkvöldi að reyna að klára þetta...úff púff! En okkur tókst að klöngrast fram úr þessu með einhverjum ótrúlegum hætti í dag. Við voru reyndar með þeim seinustu i röðinni sem sýndu forritið okkar, sem betur fer, held að gaurinn hafi verið heldur betur orðinn þreyttur og sagði bara já já flott er við öllu og við fengum Godkännt...
Þetta mun líklega verða mjög róleg helgi, var að koma heim úr blaki og er alveg búin á því, og enn með stórt mar á hendinni síðan á miðvikudaginn! Þannig að í kvöld er bara framundan að kúra undir sæng og fá sér Magnum með möndlum og horfa á nýjasta þáttinn í Lost, engar semlur til áðan í búðinni! búhúhú..
Þarf svo að vakna á mjög ókristilegum tíma í fyrramálið, á þvottatíma kl.8-14 og á svo reyndar mæta á hljómsveitaræfingu kl.10! Enginn svefnmorgunn framundan þar...
Svo fer ég á ofur rómantískt "deit" með tveimur ungum dömum annað kvöld og hlakka mikið til...
En jæja nóg í bili...
...
Vala bláa

15. febrúar 2006

Jag älskar semlor...
... sem eru sænsk útgáfa af "bolludagsbollum", bolla með marsipan og rjóma! Namm namm namm! Ég er orðin alveg sjúk í þetta, við erum að tala um að þegar ég vel á milli súkkulaðis, ís, eða annars góðgætis þá velur mín semlur! Því miður er þetta ekki til allt árið um kring þannig að ég verð að reyna að borða eins mikið af þessu núna og ég get í mig látið áður en þeir hætta að framleiða...hihihi! Góð afsökun ekki satt...
Annars er bara fínt að frétta úr skólanum, bara brjálað að gera allt í einu þessa vikuna, það styttist óðum í eðlisfræðiprófið og ekki verður neitað því að pínu stress sé komið í mann! En það er nú bara til að sparka í rassinn á manni...
Sænskt skrifræði gæti gert mann geðveikan! Ég hélt nú loksins að ég væri búin að fá það á hreint hvaða upplýsingar og gögn væru nauðsynleg til að fá sér sænskt ID kort, sem getur verið mjög nauðsynlegt að eiga, sérstaklega ef ég ætla að fá mér bankareikning, þá þarf ég ekki alltaf að dröslast niðrí miðbæ til að borga reikningana! En nei. Svo er ég búin að plata Kollu til að koma með mér, þar sem maður þurfti einhvern annan aðila með sænskt ID kort eða EU passa, sem ég hef auðvitað ekki sem Íslendingur. Svo þegar við erum komnar niðrí Kassaservice segir konan, já heyrðu þú (Kolla) þarft líka að vera með Personbevis! Það er semsagt útprentun frá skattstofunni hérna um að maður sé með sænska kennitölu! Já góðan daginn, það var semsagt ekki nóg að hún hefði sjálf þurft að sýna Personbevis þegar hún fékk sér sitt ID kort heldur þurfti hún að sýna það+ID kortið bara til að ég gæti fengið mér ID kort! Þannig að eftir þennan rugling ætluðum við að vera sniðugar og fara í SEB bank og tékka hvort við gætum reddað málunum þar. En í bankanum er ég búin að vera að fá mjög mismunandi upplýsingar. Seinast þegar ég fór þangað sagði hún að ég þyrfti bara að opna bankareikning og þá gætu þau séð um að redda mér ID korti, reyndar þarf maður þá líka að hafa sænskan aðila með sér. En núna í dag sagði hún að ég þyrfti fyrst að fara í Kassaservice, fá mér þar ID kort og svo þyrfti ég vottorð frá skólanum (til að fá námsmannareikning, sem er ókeypis) en það dugar ekki að sýna nemendafélagskortið mitt sem sýnir að ég er í skólanum. Og þar að auki þarf ég að sýna leigusamninginn minn eða einhvern leigureikning, til að sýna að ég eigi pening... AAAARGHHH!
Og fyrir utan þessi leiðindi var konan í bankanum bara hreint og beint dónaleg við okkur, það er bara alltaf strax gert ráð fyrir því að maður sé að reyna að svindla í staðin fyrir að reyna að sýna manni smá kurteisi...
En jæja, útras komin fyrir þennan pirring! Keypti mér alla vega nýtt peningaveski áðan, tími til kominn eftir að buddan min er orðin yfir pakk full af kortum, við erum að tala um 3 stúdentakort, bankakort, kort til að komast inn í skólann o.fl. o.fl... og svo vonandi bætist ID kortið við að lokum!
Ætla að fá mér smá í gogginn og drífa mig svo í blak...vííí...
ciao
....
Vala semla

14. febrúar 2006

GLEDILEGAN VALENTINUSARDAG ELSKURNAR!

Hun Audi min klukkadi mig tannig ad nu laet eg allt flakka...

4 storf sem eg hef unnid um aevina
Bakvinnslu KB banka
Brefast hja Postinum
Bera ut blod hja Mogganum
Brasa i eldhusinu i Nykaup

4 biomyndir sem eg gaeti horft a aftur og aftur
Clueless
Stella i orlofi
Dude Where is my Car
Love Actually

4 stadir sem eg hef buid a
Stokkholmur, Sverige
Reykjavik
Hvammstangi
Örebro, Sverige

4 sjonvarpstaettir i uppahaldi
Desperate Housewives
Lost
Prison Break
One Tree Hill

4 stadir sem eg hef heimsott i frium
Mallorca
Rimini, Italiu
Krit
London

4 heimasidur sem eg skoda daglega
mbl.is
kth.se
music.yahoo.com
google.com

4 maltidir sem eg held upp a
fahitas
tyrkjapizza
pasta i öllum mögulegum utgafum
mc donalds cheese burger

4 baekur sem eg les oft
skipulagsbokin min
University Physics (*host host*)
glosubaekur
ensk/saensk, saensk/ensk ordabok

4 stadir sem eg myndi vilja vera a nuna
i heitum potti med vesturbaejaris i annarri og subway i hinni
i luxus spa i nuddi
i solarstrond, liggjandi a vindsaeng med kokteil i hendinni og heita gaura labbandi a strondinni..hihihi
koma heim i ibudina mina, fulla af valentinusarkortum, raudum rosum og bleikum sukkuladihjörtum

...
Vala a utlensku lyklabordi

13. febrúar 2006

Opna færslu...







...loka færslu.
...
Vala, með hugmyndaflugið í verkfalli

3. febrúar 2006

Föstudagar eru æði! Maður hefur bara einhverja svona góða tilfinningu í sér alltaf, ekkert getur pirrað mann, það er eins og maður flögri um eins og lítill fugl á ljósbleiku skýi, og öll heimsins vandamál langt úr augsýn! Er maður ekki orðinn ljóðræn, og alveg hrikalega væmin...hihihi...
Þá er það komið á hreint að Ísland verður ekki Evrópumeistari í handbolta. Svekkjandi. Í alvörunni, mjög leiðinilegt. Mæli með því að fólk hlusti á Áfram Ísland með Baggalút til að hugga sig á þessari sorgarstundu ( www.kvikmynd.is... fara svo vinstra megin þar sem stendur Tónlist og svo Áfram Ísland)...
Annars gerðist sá merkilegi atburður í gærkvöldi að ég sofnaði eins og ungabarn klukkan níu...zzz...enda er ég alveg úthvíld núna, svefn er góður, ÓÓÓÓÓJÁ (minnir þetta ekki einhvern á eyjar?)...
Annars ætla ég á blakæfingu með Röggu eftir skóla, held ég sé loksins búin að komast að niðurstöðu í þessum líkamsræktarmálum mínum. En það verður semsagt bandý 1 sinni og blak 2 sinnum í viku, er einhvern vegin alveg búin að missa áhugann á líkamsræktarkorti! Enda hefur það sýnt sig að það er ekki að virka fyrir mig, ég bara þarf að vera í einhverjum hóp og helst með þjálfara til að sparka í rassinn á mér til að ég nenni að mæta...
Svo hugsa ég að ég gerist óheilsusamleg og fari í ljós í kvöld til að ég þori að sýna mig á bikiníinu á morgun. Er að fara í Spex (æ þarna leikritið...) ferð þar sem verður sauna og kannski baðað sig í sjónum/vatni, haha, ég sé það samt ekki alveg fyrir mér í augnablikinu að ég fari að endurtaka leikinn síðan í haust, þar sem vatnið er að miklum líkindum kaldara en þá og örugglega undir frostmarki!!! bhrr... en gufubaðið verður að öllum líkindum heimsótt!
Jæja hádeigshléið að verða búið og komið að eðlisfræðifyrirlestri...
Góða helgi!:)
ciao...
Vallý

2. febrúar 2006

Sit hérna á bókasafninu í kósíness í Arne Jacobsen stól..það voru sko greinilega smekkmenn sem hönnuðu þetta húsnæði! Búin með stærðfræði skiladæmin ... ví ví ví ... og er núna að stunda uppáhalds nýju iðjuna mína, maður er sko alltaf að þróast betur og betur í átt að tölvunördanum, hi hi hi, er farin að gerast lögbrjótur eins og Auður kallar það og farin að downloada lost og desperate housewives hægri vinstri! Hehe núna hrista eflaust margir höfuðið.. Vala kinderegg.. ein soldið sein... daaa! En betra er seint en aldrei...
Það er bara allt að verða vitlaust á Íslandi, og hvar er ég? Synd að þeir skuli ekki sýna EM í handbolta á ruv.is, tæknin eitthvað að stríða þeim, ég veit ekki, en fyrir þá sem ekki vita þá er ég soldill laumu handboltasjúklingur og er alveg að tjúllast úr spenningi hérna!!! Leiðinlegt að geta ekki verið með í stemmningunni heima... haha já, húsið er víst alveg að hrynja í Víðihlíð 24 og veðurstofan farin að senda út viðvörun um jarðskjálfta eftir allan hrstinginn sem hefur orðið á mælitækjunum þeirra síðastliðna daga! Pabbi minn heldur nefnilega stundum að hann sé landsliðsmaður í handbolta og þegar hann horfir á Ísland keppa tekur hann þátt í leiknum af slíkri innlifun að öll gólf hristast í húsinu og mamma greyið næstum komin með hjartaáfall! Ótrúlegt að borðið í sjónvarpsstofunni sé enn á lífi...en það er hin besta skemmtun að fylgjast með látunum og kemur manni bara í ennþá meiri stemmningu! Gaman að þessu...
Jæja hef svosem ekkert meira að segja í bili... nema... það er að koma heeeeelgi!

ÁFRAM ÍSLAND
...
Vala Stefánsson