25. júlí 2006

Spurning um að fá sér einn svona...

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1214258

...til að fylgja mér heim í T-bananum á kvöldin?

...
Vala, ávallt á varðbergi!

21. júlí 2006

Íslendingar hugsa allir eins...
...ég og Rikka ákváðum að taka rólegheitastílinn á þetta í gærkvöldi! Beiluðum bæði á ræktinni og sundi, sem ég er reyndar ekkert svakalega stolt yfir, sérstaklega þar sem ég svaf yfir mig í morgun og lét Hörpu vera eina í "kýla kýla sparka sparka" föstudags hressings tímanum okkar í Baðhúsinu kl 6:30! Kenni samt vekjaraklukkunni á símanum um það, sem neitaði að taka "snoozinu" mínu og slökkti bara á sér í staðinn! Kannski maður þyrfti að fara að afsnooza sig, en eins og aðrir snoozarar vita þá er þetta ólæknanlegur sjúkdómur...
En já talandi um hugsunarhátt Íslendinga, við ákváðum semsagt að kíkja "smá rúnt" niður Laugaveginn klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi, sem tók svona c.a. 40 mínútur, án djóks, fórum svo í þrjár ísbúðir, við vorum greinilega ekki þær einu sem datt í hug að fara í ísbíltúr í gær, skrítið þar sem það var sól og gott veður í gær! Byrjuðum að sjálfsöðu í Vesturbænum, en vegna ofur bjartsýnis okkar þá var ég í stuttermabol og Rikka í einhverjum þunnum síðermabol og það var ekki lengur 18 stiga hiti þannig að við beiluðum á langri biðröð, sama með Erluís, þar sem var pakkfullt, enduðum í gömlu góðu Álfheimabúðinni...hálfslítra ís og heit karamellusósa, heim og horfðum svo á The Hills Have Eyes... þessi mynd var algjör viðbjóður en samt mjög góð þannig að fyrir þá sem leita eftir spennu, hrollvekju og ógeði mæli ég með henni! Jón sagði reyndar að hún væri sko "ekkert miðað við The Hostel" og við ættum endilega að sjá hana.. já nei takk fyrir!

Jæja helgin framundan sem verður vonandi full af sólbaði og sundferðum!:) Þakka Kollu fyrir að taka sólina með sér frá Svíþjóð, þúsund kossar og knús til þín! hehe...
Bara 3 tímar eftir í vinnunni, svo er spurning hvort maður skelli sér í strandblak og mat og drykki í boði KB í Nauthólsvík.. rifja upp blaktaktana sem maður náði upp í Sverige! hehe..

ciao
...
Vallý súmmerfílíng

14. júlí 2006

Smá djókur í tilefni helgarinnar og það eru útsölur í gangi...









Sit hér í vinnunni og mygla...bara klukkutími eftir...ég þrauka, ég þrauka! Enn ein vinnuvikan liðin, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða...
Í kvöld er það 20's afmælis partý hjá Rikku, á morgun brúðkaup hjá Narfa frænda og Guðrúnu...vá hlakka ekkert smá mikið til... og svo annaðkvöld verður brunað á Laugarvatn í útilegu (ekki útileigu, takk Sessó fyrir að leiðrétta þann misskilning) með gamla verslóbekknum...semsagt nóg að gera!

Trevlig helg!
...
Vala kreisíness

13. júlí 2006

Hún á afmæli í dag... hún á afmæli í dag... hún á afmæli hún Rikka vísitá... hún á afmæli í dag!

20 ÁRA GELLAN ORÐIN!:)
















knús og kram
...
Vala stóratá

9. júlí 2006

Helgin að verða búin...
...og HM líka! Hálfleikur núna í úrslitaleiknum Ítalía -Frakkland og spennan í hámarki, hlakka til að sjá hvernig þetta fer...hér kemur eitt ofurhraðablogg
Das weekend...bíó, the break up, Svíapartý hjá Rósmundi og Diskónegger, Hitt og Þetta, úthafsvindar á landi og rúmið miklu meira freistandi á þessum tímapunkti en að breytast í frostpinna í bænum...ofurheitt deit með Röggulind frænku, búðarrölt, tveir kjólar, ömmu og afa matur, taka til, Rikka og Auður ofurskvísur mæta á svæðið, seinni hálfleikur í Þýskaland-Portúgal, þýski þjálfarinn heitur, bullur í hægindarstólum með Kalla og snakk (hver karlmaður hefði orðið stoltur af okku!), ostar og ritz og hvítvín, myndavélaflipp, eyjareunion, fleiri skvísur bættust í hópinn, bærinn, dansdansdans, bæjarins bestu, leigari, Hótel Víðihlíð 24...vaknivakn, þreytulíus, bed and breakfast, Breiðholtslaug, tilraun til að worka tannið, MC'donalds, önnur tilraun til að worka tannið, smá lúr...jæja seinni hálfleikur
ciao
...

Vallý

7. júlí 2006

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN litli BRÓÐIR! 19 ára kallinn orðinn...












...þú ert snilli!

...
Vala STÓRA systir

6. júlí 2006

Varúð varúð...
...fyrirbæri sem ekki hefur sést hér á landi í háa herrans tíð hefur skotið sér upp á sjónarviðið...það kallast SÓL og einkennist af heiðbjörtum himni, mikilli birtu og hita! Fólk er beðið um að fara að öllu með varúð þegar það gengur um utandyra, annað hvort hylja húð sína með klæðum eða kaupa svokallaða sólarvörn, sem er venjulega í kremkenndu formi, en einnig til sem froða eða sprey, í næstu lyfjaverslun. Einnig er almenningur beðinn um að hylja höfuð sitt með derhúfum, höttum eða öðru slíku, og á þetta sérstaklega við um þá sem ekki hafa hár á höfði sér. Til að verjast fyrirbærinu er ráðlagt er að drekka mikið magn af vökva og hylja augu sín með svokölluðum sólgleraugum...

...

Vala... og það varð sól!

3. júlí 2006

Fyrsta útileiga ársins...
...heppnaðist mjög vel, mikið gaman, mikið fjör, mikið dansað, mikið mönsað, mikil tónlist, mikið etið, mikið sungið, mikil rigning, mikil sól, mikill vindur... tók svo smá túristaflipp með Ernu og Atla á laugardeginum, löbbuðum bakvið Seljalandsfoss og fengum okkur smá sturtu í leiðinni og tókum fullt af myndum...svo sund á Hvolfsvelli og stærsti litli ís í brauðformi sem ég hef fengið á ævinni! gat ekki einu sinni klárað hann, ísbíltúrsjúklingurinn sjálfur... og eins og oft gerist tók ég með mér myndavélina í þessa ferð, hún varð batteríslaus en þar sem aðrir voru svo duglegir að taka myndir ætla ég bara að fá þær lánaðar...
Núna tekur svo bara harkan við eftir sukkerí helgarinnar, þar sem ég og Sigurjóna kreisítása erum búnar að gera samkomulag um að byrja á matardagbók og ætla að drífa mig í Sporthúsið og kaupa mér kort í dag...Rósa ég vona að þú fyrirgefir mér, ég er samt ekki búin að yfirgefa þig í nammigrísafélaginu, laugardagurinn verður HEILAGUR sem nammidagur....
...læt þetta duga í bili, ætla að halda áfram að vinna, það er aðeins meir að gera en venjulega þar sem ein er búin að drífa sig í frí... sem betur fer, það var alltof lítið að gera...vonandi verður dagurinn aðeins fljótari að líða...

ps. mæli með Click með Adam Sandler, fór á hana í gær, mjög fyndin, hló mikið...

...
Vala, sem mun verða pirruð næstu daga vegna nammileysis...