31. janúar 2006

100 manns í röð...
að bíða eftir því að borga reikningana sína áðan! Þurfti "bara" að bíða í 40 mínútur, svona er maður sniðugur að mæta þann 31. mánaðarins klukkan 19.00 þegar lokar kl. 22.00... íslenska stundvísin er ekki alltaf að gera sig! Annars er nú bara fínt að frétta af mér, já alveg vika síðan ég bloggaði seinast. Það helsta sem búið er að gerast hjá mér síðastliðna daga...út að borða með Beggu skvís á pizza hut, stendur alltaf fyrir sínu...onsdags, mikið fólk, margir svíar, stuð, biðröð, jájá svosem ekkert merkilegt sem gerðist þar... rifjaði svo upp gamla verslótakta og kíkti á blakæfingu með Röggu á föstudaginn, þar var hörkupúl og massastuð og höndin var öll blá og marin daginn eftir! Fór svo til Rósu og Einars á föstudagskvöldið í nýju íbúðina, voða kósý hjá þeim, vorum þar nokkur í góðum fíling, mín að sjálfsögðu mætt með opal, ætluðum að kíkja í bæinn en enduðum á því að beila, eins og venjulega... fór með Stínu í búðir á laugardaginn og keypti mér æðislegan "prinsessu" kjól í HM á 700 kr íslenskar!!! Góð kaup það... Svo buðu þau Stína og Freyr mér í matarboð um kvöldið, lúxus matur þar á ferð, takk fyrir mig sætu sætu! Fylltar kjúklingabringur, eðal gott salat, toblerone ís með marssósu í eftirrétt og svo spil og nammi og ágætis syrpa tekin af fyrstu seríu í Sex And The City...bandý á sunnudaginn..og svo lærdómur... mig langar í sjónvarp!

över och ut
...
Valan

23. janúar 2006

Jæja jæja góðan daginn, helgin búin og bara komin ný vika! Þessi helgi var nú alveg óóótrúlega róleg, bara smá framlenging á jólafríinu! hehe.. Kíkti á Sturevägen á föstudaginn, Begga kemur víst ekki fyrr en á miðvikudaginn þannig að dinnerinn fær að bíða þangað til.. nammi namm...! En á stóra veginum var allt helsta fólk saman komið, og bara gaman þar! Blóm hoppuðu niður á gólf, heilsuræktarátak í Friskis & Svettis skipulagt, og Freyr sá um útileigufílinginn með því að taka upp gítarinn! Jamm mér leist sko aldeilis vel á það... Tók nokkrar myndir sem ég set inn við tækifæri, þ.e.a.s. þegar myndavélarsnúran er fundin! Já, ég er sko búin að leita út um allt... CANON MYNDAVÉLARSNÚRA ÓSKAST FUNDIN! takk fyrir...
Annars fór helgin bara í mikla leti og afslöppun...zzz....
Skólinn bara fínn í dag, hinn feimni eðlisfræðiverklegtfélagi minn kom mér aldeilis á óvart þar sem hann var hreinlega næstum því bara búinn með alla skýrsluna sem við ætluðum að gera í dag! Og búinn að setja inn myndir og allt.. þannig að kvíði minn fyrir margra klukkutíma skýrsluvinnu í dag var algjör óþarfi! Ekki slæmt að lenda með svona ofursamviskusömu fólki í hóp...
Bhhrrrr það er svo kalt úti, og ef ég fer eitthvað að kvarta fara nú Svíarnir bara að hlæja og segja, hey þú ættir nú að vera vön þessu! Þeir halda bara að það sé alltaf 30°c frost á Íslandi... en þá er nú gott að hafa mig til að fræða þessa vitleysinga!
En jæja nóg komið af bulli.
ciao
...
Vala letigrís

19. janúar 2006

Fýluferð í gær...
...því það var lokað á Onsdags! ómægod skilurru, hvað er eilla að þessu fokkin liði, fokkin skítapleis! það ætti bara að henda fokkin kúúúk í þetta fólk eða eikkað.. skilurruuuuu!
Fékk þó eins og hálfs tíma rúnt í T-bananum og að standa úti í frostinu í rúmlega 10 mín... hitastigið hér er orðið alveg skuggalega lágt, alla vega mínus tíus, og í gær var svaka vindur og læti! Bara svona "hi welcome, how do you like iceland" stemmning í gangi. Það fer ekkert á milli mála að það sé vetur hér!
Jæja vá hvað ég er farin að hlakka til mánaðarmótanna, bréfið mitt á leiðinni til LÍN þannig að það verður bara money money money... tjah eða jájá. Það verður nú ekki mikið eftir af þeim þegar ég er búin að borga leiguna og kaupa mér kort í RÆKTINA sem ég er klárlega að fara að gera, vááá hvað ég hlakka til, það er alveg kominn tími á smá hreyfingu á kellinguna, enda verður maður ekki að vera orðin flott fyrir bikiníið í sumar? Var eitthvað að djóka með það í skólanum í dag þegar við vorum að tala um jólafríið, sumt fólk náttla búið að vera aðeins sniðugra en ég og vinna, þá sagði ég að ég þyrfti að lifa á súpu og núðlum fram að mánaðarmótum. Heyrist þá ekki í einum gaur "gerðu bara eins og vinur minn, hann er farinn að lifa á poppi"! HAHAHA. Og þetta sagði hann í fullri alvöru.. mm spennandi matseðill, látum okkur nú sjá, hvað er í morgunmat? popp með mjólk útá.. hádegismatur? poppkökur, kvöldmatur? popp í skál! Segi nú bara eins og Svíarnir, HERREGUUD! Það sem fólki dettur ekki í hug...
En jæja, stærðfræðin bíður enn og aftur, jafnvel smá eðlisfræði ef tími leyfir!
Planið fyrir annað kvöld er svo að kíkja út að borða með Beggu og jafnvel smá tjútt eftir, það er alla vega búið að bjóða í partý á Sturevägen, hvenær segir maður nei við því!
hejdå
...
Våla

PS: lagaði aðeins til í myndaalbúminu í gær, þrjú ný albúm með myndum úr afmælinu mínu, stelpupartí ofl.

18. janúar 2006

Er hægt að vera svo þreyttur að maður getur ekki sofnað?
Ég lenti alla vega í mjög svo óskemmtilegri "lífsreynslu" í gærkvöldi, þar sem ég var búin að vera geispandi allan daginn og datt því í hug að fara snemma að sofa. Var komin í háttinn um hálftíu og skellti einni DVD í tölvuna og hélt ég myndi nú bara sofna yfir því. Svo var myndin búin og ekki var ég sofnuð, kíkti í Cosmopolitan sem ég keypti mér í fríhöfninni, las nánast allar bloggsíður á Íslandi og fór svo eitthvað að fikta í blogginu mínu sem endaði með því að teljarinn var allt í einu horfinn! Jamm, svona er maður mikill tæknisnillingur.. jæja ekkert bólaði á svefninum, þrátt fyrir að hafa talið kindur alveg uppí nítjánhundruðníutíuogþrjár og hlustað á rólega tónlist. Klukkan var orðin alveg hálffjögur og ég var alveg að drepast úr þreytu. Hugsaði pirruð til þess að ég hefði getað nýtt þennan tíma t.d. til að lesa nokkra kafla í eðlisfræði og datt mér þá sú snilld í hug að ná í bókina og viti menn, ég var sofnuð eftir þrjár blaðsíður... hallelúja! Kannski ég hafi bara sofið svona mikið í jólafríinu að ég þurfi bara ekkert á svefni að halda næsta mánuðinn, það væri nú frekar nice...
Fyrsti skóladagurinn í dag, og mér til mikillar sorgar er hún Anna panna búin að skipta um braut þannig að ég þarf að fara að finna mér nýjan slúðurfélaga! Eða jafnvel þá að fara stórlega að skipta um áhugamál til að geta haldið uppi samræðum við strákana um LAN og matlab um helgar...
Fór og talaði við námsráðgjafann í gær, því ég er mikið búin að vera að pæla í að skipta yfir í iðnaðarverkfræði. En eins og flestir vita sem þekkja til sænsks skrifræðis þá mun það ekki verða svo auðvelt mál fyrir mig, en samt ekki ómögulegt og hún ætlaði að kanna þetta fyrir mig! Þannig að nú er bara að krossa fingur...
Annars sá ég hálfnakinn gaur í T-bananum í gær, sem hljóp um syngjandi og trallandi. Ég er ekki að grínast, en þetta var mjög svo furðuleg sjón að sjá hann á nærbrókunum einum fata og reyndar held ég að hann hafi verið í skóm karlgreyið, á meðan allir í kringum hann voru dúðaðir í dúnúlpur í kuldastígvélum með húfu og trefil!
En jæja Onsdags í kvöld, þannig að ég ætla að dríbensí að halda áfram að þvottakonast og reyna að klára stærðfræðidæmin!
...
Vala nördígördí

17. janúar 2006

Vá ég er svo dugleg að blogga *hóst hóst*...
Þá er ég komin aftur til Svíaríkis og tími kominn til að vakna úr bloggdvalanum sem hefur legið yfir mér! Búin að eiga alveg ótrúlega yndislega gott og langt jólafrí á Íslandi, mikil leti, mikið stuð, mikið borðað, mikið sofið, tjúttað, farið í sund og blue lagoon, flippað og jammjamm bara þetta venjulega! Því miður gleymdist myndavélin, þ.e.a.s. ég steingleymdi að taka myndir, ekki nógu gott! Þó ég sé ekki vön að setja mér áramótaheit þá er ég samt búin að lofa sjálfri mér að vera duglegri að taka myndir á nýju ári...
Ég flaug til Stokkhólms í gær, kvaddi Ísland í brjálaðri snjókomu og mjög ljúft að koma hingað í íbúðina mína aftur. Þrátt fyrir mikið stress um morguninn þá náði ég að slappa af þegar taskan mín var akkurat 20 kg og kellingin bað ekki um að fá að vigta handfarangurinn (já jiminn góður, ég og Hjördís lentum sko illa í því á leiðinni heim til Íslands fyrir jólin). Svo þegar hingað var komið sá ég að blokkin mín var ennþá á sínum stað, lyklarnir gleymdust ekki á Íslandi, og ekkert búið að stela, kveikja í eða ibúðin mín full af vatni! Mikill léttir..hehe...
Er búin að reyna að koma mér aftur í lærdómsgírinn í allan dag og gengur illa, vonandi að þetta fari að koma því skúlenn byrjar aftur á morgun.
Þannig að fyrir ykkur sem voru farin að efast þá er ég enn á lífi!
ciao
...
Vala að vakna úr letinni