21. júlí 2006

Íslendingar hugsa allir eins...
...ég og Rikka ákváðum að taka rólegheitastílinn á þetta í gærkvöldi! Beiluðum bæði á ræktinni og sundi, sem ég er reyndar ekkert svakalega stolt yfir, sérstaklega þar sem ég svaf yfir mig í morgun og lét Hörpu vera eina í "kýla kýla sparka sparka" föstudags hressings tímanum okkar í Baðhúsinu kl 6:30! Kenni samt vekjaraklukkunni á símanum um það, sem neitaði að taka "snoozinu" mínu og slökkti bara á sér í staðinn! Kannski maður þyrfti að fara að afsnooza sig, en eins og aðrir snoozarar vita þá er þetta ólæknanlegur sjúkdómur...
En já talandi um hugsunarhátt Íslendinga, við ákváðum semsagt að kíkja "smá rúnt" niður Laugaveginn klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi, sem tók svona c.a. 40 mínútur, án djóks, fórum svo í þrjár ísbúðir, við vorum greinilega ekki þær einu sem datt í hug að fara í ísbíltúr í gær, skrítið þar sem það var sól og gott veður í gær! Byrjuðum að sjálfsöðu í Vesturbænum, en vegna ofur bjartsýnis okkar þá var ég í stuttermabol og Rikka í einhverjum þunnum síðermabol og það var ekki lengur 18 stiga hiti þannig að við beiluðum á langri biðröð, sama með Erluís, þar sem var pakkfullt, enduðum í gömlu góðu Álfheimabúðinni...hálfslítra ís og heit karamellusósa, heim og horfðum svo á The Hills Have Eyes... þessi mynd var algjör viðbjóður en samt mjög góð þannig að fyrir þá sem leita eftir spennu, hrollvekju og ógeði mæli ég með henni! Jón sagði reyndar að hún væri sko "ekkert miðað við The Hostel" og við ættum endilega að sjá hana.. já nei takk fyrir!

Jæja helgin framundan sem verður vonandi full af sólbaði og sundferðum!:) Þakka Kollu fyrir að taka sólina með sér frá Svíþjóð, þúsund kossar og knús til þín! hehe...
Bara 3 tímar eftir í vinnunni, svo er spurning hvort maður skelli sér í strandblak og mat og drykki í boði KB í Nauthólsvík.. rifja upp blaktaktana sem maður náði upp í Sverige! hehe..

ciao
...
Vallý súmmerfílíng

Engin ummæli: