16. apríl 2007

Já góða mánudagskveeldsið!

Þá er bara að láta aðeins heyra í sér, það er búið að vera svaka gott veður hér í Stokkhólmi, hitinn náði held ég 22 gráðum í gær, alveg geggjað, fór í göngutúr kringum Lötsjö vatnið hérna rétt hjá þar sem ég bý, hef aldrei séð svona mikið af fólki úti þarna, fólk bara að grilla og grilla sig hehe... síðan um hálffjögurleytið þegar sólin er komin á svalirnar mínar þá ætlaði ég nú bara að skella mér í sólbað en það tók við frekar ófríð og ógeðfelld sjón, já dúfurnar sem mér finnst oft svo krúttlegar sem eru að kurra útá svölum, þær eru búnar að vera ansi duglegar við að "skreyta" þarna, já mín tók upp gulu skúringarhanskana og eyddi svona 3 skrúbbum og jós skúringarlög og klósetthreinsi í fötu og skrúbbaði allt í svona klukkutíma, allt beint í ruslið eftir þetta! tókst síðan að missa eina tusku niður af svölum og voru strákarnir sem voru útí sólbaði heppnir að þeir sátu ekki undir mínum svölum..hihi! Þannig að nú get ég alveg spókað mig þarna út á svölum eins og mér sýnist, allt sótthreinsað og fint...

Úff! varð bara þreytt af að skrifa um þetta, bulla meira seinna

ciao
...
Vala skrúbbína

Engin ummæli: