9. nóvember 2005

Afrek Völu, Part 2

-Var spurð hvort ég héti Vatnajökull, og það var ekki grín.
-Byrjaði að æfa bandý með íslensku krökkunum.
-Búin að borða pasta á hverjum degi!
-Týndi símanum mínum.
-Skráði mig í hljómsveit.
-Drap bæði blómin mín, fyrst úr ofvökvun og síðan úr þurrki! Já mér þykir þetta leiðinlegt mamma, but I told you so...
-Komst svo að því að Svíar vita ekkert um Ísland. Til dæmis spurði bekkjarbróðir minn hvort Íslendingar væru ofbeldisfullir, hvort ég hefði veitt marga hvali og hvort ég ætti spjót! Einhver víkingaímynd þar í gangi. Finnst það samt ekkert skrítið þar sem flestir Svíar eru látnir horfa á Hrafninn flýgur og lesa Snorra Eddu í skólanum. Og þess má geta að heitasta setningin úr myndinni er: “tungur knífurrrhh..” (sagt með mjög sænskum hreim!)
-og svo að lokum tókst mér að láta nokkra Svía trúa því að allir töluðu sænsku á Íslandi!

Jebb Svíar eru ljóshærðir...
...
Vala ljóska

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heheh... þessir svíar eru nú alveg endalaust skondnir! :)

Nafnlaus sagði...

hihi jú mikið rétt;)