8. nóvember 2005

Þar sem ég er fyrst að blogga núna hef ég ákveðið að taka saman helstu afrek mín síðan ég flutti hingað út.

Afrek Völu, Part 1

-Ég hélt að ég væri Palli einn í heiminum í 1 sólarhring.
-Fyrsti hluturinn sem ég keypti mér, á eftir eyrnarlokkum úr H&M, var skrúfjárn! Sorglegt en satt. Ekki það að ég ætli að gerast smiður, en það kom að góðum notum við að skrúfa saman Ikea húsgögnin mín.
-Gekk með vínrautt der með nafninu mínu á, söng sænskar ölvísur og var kölluð núll í 3 vikur.
-Svamlaði í sænskum sjó um miðja nótt. Svalasti staður þar sem ég hef synt, fyrir utan Tjörnina í Dalnum.
-Hélt fyrirlestur á sænsku.
-Lærði á þvottavél í fyrsta skipti á ævinni.
-Íbúðin mín var án sjónvarps og internets í rúma 2 mánuði.
-Er búin að hösla 0 sænska gaura! Vinkonum mömmu til mikillar gleði, þar sem þær voru hræddar um að ég myndi næla mér í einn sænskan, eignast sænsk kríli og gerast Svíi...

To be continued
...
Valikatí

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, vala mín, sundspretturinn í Tjörninni í Dalnum er alveg ógleymanlegur!:D

Nafnlaus sagði...

hihihi jámm skil bara ekki afhverju þið vilduð ekki joina mig þarna!;) ykkar missir, ykkar missir;)

Nafnlaus sagði...

heheh en hvað varð af þeirri mynd? rikka, tókum við ekki mynd af henni þarna svamlandi? man ekki eftir að hafa séð hana neinstaðar... hmm.... :P

Nafnlaus sagði...

kannski var það ein af svörtu myndunum, maður veit aldrei!
en já vala, veit ekki hvort að við vorum að missa af miklu, við áttum allavega þurr föt á rigningadaginn!;)