30. nóvember 2005

Ekta sænskt og íslenskt...

Sit hérna og bíð eftir IKEA mubblunum mínum sem ég var að kaupa í gær! Vííí hlakka ekkert smá til. Við pabbi fórum alveg hamförum þarna í gær, enda þýðir ekki annað þar sem ég er farin að verða frekar þreytt á að hafa baaara það lífsnauðsynlegasta hérna í íbúðinni og myndir hangandi uppá veggjum með kennaratyggjóum! Hehe. En nú á sko alldeilis að taka þetta í gegn, enda tími til kominn.

Mikil sorgarstund átti sér stað í dag þegar Draumarnir kláruðust! Er semsagt að tala um ekta íslenskan súkkulaðidraum. Var svo misskunsöm að gefa stelpunum í skólanum síðasta súkkulaðistykkið, ég varð nú að leyfa þeim að smakka besta súkkulaði í heimi, og vakti það alveg gífurlegar vinsældir. Ótrúlegt að súkkulaði+lakkrís samsett í einu nammi sé hvergi til nema á Íslandi! Eða alla vega hef ég hvergi séð það annars staðar. Stórfurðulegt að aðrir hafi ekki áttað sig á því hvað þetta er mikið lostæti...namminamm... maður fær bara vatn í munninn!

En já myndirnar...trallala... lofa að setja þær inn bráðlega! Í seinasta lagi um helgina. Tallinn ferðin, afmælið og jafnvel myndir af íbúðinni þegar allt er orðið reddí:)

Veriði sæl
...
Vala Matt

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Vala "Matt" mín, þetta er örugglega að verða alveg brilliant hjá þér, mjög skemmtilegt mjög skemmtilegt!;)
og já draumur er náttla bara draumur, en hlakka til að sjá myndir skvísípæ!;)

Nafnlaus sagði...

jeiij....Jag gillar myndir ur partyum :-)

Nafnlaus sagði...

hæmms.. þegar þú segir súkkulaði með lakkrísi þá fór ég að hugsa hvað eru til mörg svoleiðis á íslandi! þristur, draumur, tromp, lakkrís dúndur, nissa með lakkrís, olsen olsen, eitt sett... eflaust fleiri... bara pæling ákvað að láta hana fljóta hérna: )

Nafnlaus sagði...

jámm einmitt. íslendingar eru alveg sjúkir í þetta... og ekki má gleyma lakkrískurli og djúpum!;) Ísland bezt í heimi! hahaha

Nafnlaus sagði...

mm..namminamm låter gottgottigottgott... Snart konsert.. o snart Island=)Jibbieee.. Vilken fin sida du har gjort:).. ses snart! Puss o kram kolla bolla..

Nafnlaus sagði...

ójá það er minna en vika í Franz Ferdinand!:) víí.. tack så mycket:) vi ses! lofa að mæta í bandý á sunnudaginn! hihi