28. nóvember 2005

Snjókorn falla...

Já maður kemst bara í jólaskap, það er búið að vera að kyngja niður snjó í allan dag. Sit núna og gæði mér á Julmust, piparkökum og alvöru íslenskum kleinum! nammi namm. Ég veit upp á mig sökina, er ekki búin að vera að standa mig í blogginu síðastliðna daga og er ég ekki með neina alvöru afsökun fyrir því. Hef alltaf verið léleg að búa til afsakanir...

Kíkti í kokteilboð á Sturevägen á föstudagskvöldið. Pizza, sænskt idol, Skrúdræver, Móhítos og bara stemmning!

Laugardagurinn fór mestallur í partístúss. Skartkaup í H&M, kökubakstur, klukkutíma blöðrublástur og umbreytingu á íbúð Rósu og Einars yfir í sænskt partípleis! Þrátt fyrir það vorum við alveg á síðustu stundu, en sem betur fer mættu allir samkvæmt íslenskri stundvísi. Hehe. Um áttaleytið tók húsið svo að fyllast af sænskum íslendingum og var bara brjálað stuð allt kvöldið sem endaði niðrí bæ á Crazy Horse, þar sem flestum tókst af tjútta af sér rassinn... óendanlega mörg lýsingarorð um hvað þetta var skemmtilegt kvöld!:)

Sunnudagurinn var mjög rólegur, kannski ekki skrítið þar sem ég var búin að fá svona samtals 6 klst. svefn alla helgina...úbbósí.

Annars kom pabbi í dag frá Íslandi, færandi hendi eins og jólasveinninn með fullt af afmælisgjöfum, hlýjum fötum, DVD myndum, tónlist og íslensku nammi. Tusen tack fyrir mig!:)

En jæja nóg komið af upptalningum...
ciao,
Vala draumadís

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh grísinn þinn... mig langar líka í snjó! :P híhíh...

Nafnlaus sagði...

jámm ég skal bara senda þér í pósti;) en heyrðu takk æðislega fyrir gjöfina elsku skvís!