14. nóvember 2005

Mánudagur til mæðu...
Vá langur dagur! Er loksins komin heim og ákvað að gefa mér smá tíma til að skella inn einu bloggi. Helgin var hreint frábær í alla staði:)

Skipið sigldi af stað kl. 17.30. Fórum með draslið í ínímíní herbergin okkar. Allt var mjög snyrtilegt, gullslegnir hurðahúnar og rauðir dreglar á gólfum! Hönnuður skipsins hefur greinilega verið mig í huga þar sem speglar þöktu nánast hvern einasta vegg... Ferðin byrjaði reyndar ekki svo vel þar sem við borðuðum á einhverjum sjabbíasta skyndibitastað sem til er, Fast food restaurang, og fengust þar vikugamlar súkkulaðikökur með sultu, örbylgjuhitaðir hamborgarar og flatt kók! Tókum smá rölt um skipið og síðan tók við salsakennsla, kojupartí og mjög svo skemmtilegar myndatökur. Allir voru orðnir mjög hressir þegar við loks kíktum við á stemmninguna uppi, stelpurnar tóku nokkur lög í karókí, en sem betur fer lét ég ekki plata mig í það! Svo var tjúttað langt fram eftir nóttu..

Voru allir alveg gífurlega hressir á laugardagsmorgninum þegar við lentum í Tallinn! hehe. Síðan fórum við 2 tíma skoðunarferð í rútu, enduðum í gamla bænum þar sem við röltum um í kósý fíling. Mjög fallegur staður. Fengum okkur að borða á eistneskum veitingastað þar sem við fengum mjög ljúffengan mat. Eftir meira rölt komumst við að því að eistneskar fatabúðir eru ekki alveg að tolla í nýjustu tísku, alla vega tókst okkur ekki að finna neinar, og held ég klárlega að búð ferðarinnar hafi verið súpermarkaðurinn þar sem ég keypti mér birgðir af hárvörum! Mér tókst semsagt að fara til útlanda án þess að kaupa mér nein FÖT! ótrúlegt en satt.. en jæja síðan sigldum við úr höfn aftur klukkan 17.30 og skelltum við Kristveig og Hjördís okkur í saunu og heitan pott! ótrúlega notalegt. Borðuðum svo allur hópurinn á hlaðborði í miklum veltingi, og þar sem við vorum farin að halda að skipið væri að sökkva og þetta væri okkar síðasta kvöldmáltíð misstum við okkur gjörsamlega í kræsingunum!:P Þaðan bókstaflega ultum við svo út og fórum þaðan á hótel ísland þar sem voru skemmtiatriði í gangi, m.a. dansshow og Miss Latino fegurðarsamkeppnin. Kíktum svo á karókí barinn og enduðum á dansstaðnum.. Höstl ferðarinnar átti sér svo klárlega stað þarna seinna um kvöldið þar sem svíanum Óskari tóskt að fá númerið hjá 4 íslenskum gellum á einu bretti..! Hreint ótrúlegur árangur..

.. að lokum, sigldum í höfn í Stokkhólmi um hádegið á sunnudeginum og og eftir mikinn strætó og lestarrugling á mér var stefnan tekin beint á rúmið;)
Knúsikveðjur til allra sem voru með í ferðinni!:) Myndir koma bráðlega!
ciao,
Valilíus

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hae hae

bara takka fyrir sidast, ferdin var frabaer!!!!
kram, Hjördis

Nafnlaus sagði...

Ég er hreinlega móðguð Vala að þú tókst ekki eitt lag í karaoke!!! HEF ÉG EKKI KENNT ÞÉR NEITT?!?! haha! djók! En, hljómar eins og það hafi verið OH MY GOD gaman hjá þér!!! Ég sit bara inní matsal í skólanum í tölvuni að lesa, og horfi svona af og til út um gluggan á hvíta snjóinn og gráa himininn. Saknaru þessu ekki?? Ég held ég sofnaði á Akureyri og vaknaði á Grænlandi. Ótúlegt en satt :) ahaha! jæja, ég heyri í þér! luv ya!
koss og knús!
Hildur Sólveig

Nafnlaus sagði...

Jamm takk sömuleidis Hjördís mín.. danssporin med Zlatan og félaga voru hreint ógleymanleg!

Haha tá hefuru aldrei heyrt mig syngja!! Sem er ekki skrítid tví ég legg tad ekki í vana minn ad syngja á almannafaeri.. Jú tad vaeri alveg kósí med smá snjó hérna.. hér er bara leidindar rigning!:( Eins gott ad ég fái almennilegan jólasnjó tegar ég kem heim um jólin:) knús og kram!

Nafnlaus sagði...

Dísus kræst vala rún... hefuru einhverntíman verið með sjálfum þér í bíl?!?! singur, dansar, rappar... holy moly! Not a pretty sight...
h.s.e. ;)

Nafnlaus sagði...

hahaha góður;) maður á sín móment..

Nafnlaus sagði...

mig langar í djammferðalag...það eru allir að deyja hérna heima í verkfræðinni, maður þraukar!

ég er farin í kvöldmat...eðlisfræðipása,
kveðja, Erna