6. desember 2005

Tími til að blogga já það var mikið happ..
..jújú alltaf gaman að rifja upp gamla slagara. hahaha. Nei nú hljóma ég alveg eins og einhver amma gamla. En jæja.. ég gleymi því samt aldrei þegar ég sat með Barnabros á repeat með textann fyrir framan mig til að læra þetta lag utanað! HAHAHA!
En jájá helgin var fín bara. Á laugardaginn fórum ég og pabbi niðrí bæ í búðir og kíktum svo í Gamla Stan og loksins komst ég í almennilega jólastemmningu:) Fórum á svona jólamarkað þar sem var fullt af krúttlegum básum og meir að segja hægt að kaupa sér miða á tombólu upp á súkkulaði! Með svona snúningshjóli og læti.. Haha ótrúlegt en satt þá tók ég ekki þátt í því, var nú samt soldið freistandi, en þar sem ég er alveg ótrúlega óheppin í spilum lét ég það nú bara eiga sig. Tók nokkrar myndir þar.. Við fengum okkur svo að borða á ítölskum stað, mjög gott, og svo í bíó á Flightplan. Hún var góð, en ég vorkenndi pabba samt þar sem hann var að fara að fljúga heim daginn eftir, voða hressandi að horfa á einhverja svaka flug terror mynd og vera svo að fara í flugvél daginn eftir. Æ það var svo voða erfitt að kveðja pabba því mig langaði svo með honum heim til Íslands. En það fer að styttast í það að ég komi heim, bara rúmlega 2 vikur þangað til! víí.. Það þýðir reyndar líka 2 vikur í stærðfræðipróf, ekki alveg jafn skemmtilegt, en maður þraukar þetta. Ég er strax búin að plana hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim, það verður Subway, kúlusúkk, world class, sund, HEITUR POTTUR og vesturbæjarís á hverjum degi!:) Enda veitir ekki af þar sem fólk er farið að halda því fram að ég sé að breytast í Svía, alla vega sagði Hildur að ég væri farin að tala eitthvað skringilega! Kannski ekki eins og Svíi en alla vega eins og Akureyringur! Haha, góður árangur hjá mér, ég flyt til Sverige og breytist í Akureyring! "já góðan dag, ætla að kaupa kók í bauk"! hehe.. Æ ég hlakka svo til að hitta ykkur öll! mússímúss.. smá væmni..knús!
Á laugardagskvöld var afmæli hjá Heiðrúnu.. og sunnudaginn ákvað ég svo að mæta í bandý eftir nokkurra vikna fjarveru og ég mæli ekki með því! Fyrir ykkur sem haldið að bandý sé ekki íþrótt þá er það alls ekki rétt, ótrúlegt hvað maður dettur úr formi ef maður missir úr 2-3 tíma.. Ég var með svo miklar hassperur í rassinum og lærunum í gær að ég gat varla gengið! Það er ekki mjög sniðugt þar sem Stokkhólmsbúar eru meistarar í kraftgöngu, skólinn minn er á gífurlega stóru svæði og það var hálka! En það gerðist nú samt ekki neitt þannig að þetta er eiginlega bara mjög léleg saga hjá mér.
En jæja 2 dagar í Franz Ferdinand!
...
Vala

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það verður sko vesturbæjarís!!:P namminamm :P