8. desember 2005

"Why don't you walk away.."
Franzinn í kvöld!:D Hlakka ekkert smá til víí..
Vorum loksins að klára leikskóla hópverkefnið sem er búið að taka alveg endalausan tíma.. ótrúlegt hvað fólk gat ekki verið sammála í þessum hóp, það þurfti að rökræða hverja einustu setningu í svona korter og skýrslan var 10 bls! Svo bætti það nú ekki að ég var kannski ekki alveg virkasti meðlimurinn í hópnum, mjög óþægilegt að sitja bara og hlusta á hina blaðra saman og skilja ekki almennilega hvað er í gangi...
Í gær tókst Hjördísi að draga mig með sér á Onsdags.. þetta var náttla seinasti barinn fyrir jól þannig að við ákváðum að skella okkur. En svo virðist sem allir hinir Íslendingarnir séu að drukkna í skólabókunum akkurat núna, sá eini sem lét sjá sig fyrir utan okkur tvær var Valur. Mér finnst samt mjög skrítið að vera bara að fara í 1 jólapróf og gerir mann eiginlega bara latan. Verð samt að segja að þetta eru bara góð viðbrigði eftir að vera orðinn vanur þessum 8-10 prófum sem maður fór í í Versló. Það var semsagt frekar fámennt, en auðvitað góðmennt, á Onsdags. Þar sem við sátum tvær og saklausar komu einhver ofur fabíói og vildi endilega fá að setjast hjá okkur með vinum sínum, jújú vildum nú ekki vera dónalegar þannig að við leyfðum greyunum að setjast hjá okkur. Sem voru mjög mikil mistök þar sem þeir voru ótrúlega leiðinlegir og ég endaði í samræðum við einhvern indverskan nörda sem var svo andfúll að ég var næstum búin að hlaupa útí búð og kaupa Smint handa honum.. Svo notuðum við þá lélegu afsökun að við þyrftum á klóið, alltaf sígilt, en kíktum svo á dansgólfið.
Talandi um tjútt þá verðum við að fara að plana laugardagskvöldið stelpur mínar! Ég skal kaupa matinn ef einhver annar getur reddað drykkjarföngunum. Einhverjir sjálfboðaliðar? Endilega kommentið. En var ekki annars góð stemmning fyrir Taco/Fahitas og kokteilum?
Jámm það er bara að koma helgi, og Helga! hahaha.. já skvís, ekki gleyma kúlusúkkinu! Hlakka ekkert smá til að sjá þig!
...
Vallý

Engin ummæli: