31. janúar 2006

100 manns í röð...
að bíða eftir því að borga reikningana sína áðan! Þurfti "bara" að bíða í 40 mínútur, svona er maður sniðugur að mæta þann 31. mánaðarins klukkan 19.00 þegar lokar kl. 22.00... íslenska stundvísin er ekki alltaf að gera sig! Annars er nú bara fínt að frétta af mér, já alveg vika síðan ég bloggaði seinast. Það helsta sem búið er að gerast hjá mér síðastliðna daga...út að borða með Beggu skvís á pizza hut, stendur alltaf fyrir sínu...onsdags, mikið fólk, margir svíar, stuð, biðröð, jájá svosem ekkert merkilegt sem gerðist þar... rifjaði svo upp gamla verslótakta og kíkti á blakæfingu með Röggu á föstudaginn, þar var hörkupúl og massastuð og höndin var öll blá og marin daginn eftir! Fór svo til Rósu og Einars á föstudagskvöldið í nýju íbúðina, voða kósý hjá þeim, vorum þar nokkur í góðum fíling, mín að sjálfsögðu mætt með opal, ætluðum að kíkja í bæinn en enduðum á því að beila, eins og venjulega... fór með Stínu í búðir á laugardaginn og keypti mér æðislegan "prinsessu" kjól í HM á 700 kr íslenskar!!! Góð kaup það... Svo buðu þau Stína og Freyr mér í matarboð um kvöldið, lúxus matur þar á ferð, takk fyrir mig sætu sætu! Fylltar kjúklingabringur, eðal gott salat, toblerone ís með marssósu í eftirrétt og svo spil og nammi og ágætis syrpa tekin af fyrstu seríu í Sex And The City...bandý á sunnudaginn..og svo lærdómur... mig langar í sjónvarp!

över och ut
...
Valan

Engin ummæli: