23. janúar 2006

Jæja jæja góðan daginn, helgin búin og bara komin ný vika! Þessi helgi var nú alveg óóótrúlega róleg, bara smá framlenging á jólafríinu! hehe.. Kíkti á Sturevägen á föstudaginn, Begga kemur víst ekki fyrr en á miðvikudaginn þannig að dinnerinn fær að bíða þangað til.. nammi namm...! En á stóra veginum var allt helsta fólk saman komið, og bara gaman þar! Blóm hoppuðu niður á gólf, heilsuræktarátak í Friskis & Svettis skipulagt, og Freyr sá um útileigufílinginn með því að taka upp gítarinn! Jamm mér leist sko aldeilis vel á það... Tók nokkrar myndir sem ég set inn við tækifæri, þ.e.a.s. þegar myndavélarsnúran er fundin! Já, ég er sko búin að leita út um allt... CANON MYNDAVÉLARSNÚRA ÓSKAST FUNDIN! takk fyrir...
Annars fór helgin bara í mikla leti og afslöppun...zzz....
Skólinn bara fínn í dag, hinn feimni eðlisfræðiverklegtfélagi minn kom mér aldeilis á óvart þar sem hann var hreinlega næstum því bara búinn með alla skýrsluna sem við ætluðum að gera í dag! Og búinn að setja inn myndir og allt.. þannig að kvíði minn fyrir margra klukkutíma skýrsluvinnu í dag var algjör óþarfi! Ekki slæmt að lenda með svona ofursamviskusömu fólki í hóp...
Bhhrrrr það er svo kalt úti, og ef ég fer eitthvað að kvarta fara nú Svíarnir bara að hlæja og segja, hey þú ættir nú að vera vön þessu! Þeir halda bara að það sé alltaf 30°c frost á Íslandi... en þá er nú gott að hafa mig til að fræða þessa vitleysinga!
En jæja nóg komið af bulli.
ciao
...
Vala letigrís

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æðislegt að lenda með svona samviskusömu fólki í hóp.. :P híhíhí... ég ætti nú samt að vera duglegri að taka svona fólk til fyrirmyndar og fara að þeirra fordæmi... þá kannksi myndi ég ná brillera í skólanum, svona aðeins til tilbreytingar ;) heheh...

Fjóla Ósk sagði...

hæhæ,
já danirnir eru eimitt alveg eins -nánast að þeir haldi að maður búi í snjóhúsum. Verða alltaf jafn hissa þegar ég segi mér finnst kaldara i Dk venga rakans og á islandi er meðalhitinn yfir veturinn +1 gráða. Það eru þó sumir sem vilja ekki trúa mer því þetta er jú ÍSLAND ..hehehe

kv. Fjola Osk

Nafnlaus sagði...

HEHE:) já þetta er alveg ótrúlegt!