15. febrúar 2006

Jag älskar semlor...
... sem eru sænsk útgáfa af "bolludagsbollum", bolla með marsipan og rjóma! Namm namm namm! Ég er orðin alveg sjúk í þetta, við erum að tala um að þegar ég vel á milli súkkulaðis, ís, eða annars góðgætis þá velur mín semlur! Því miður er þetta ekki til allt árið um kring þannig að ég verð að reyna að borða eins mikið af þessu núna og ég get í mig látið áður en þeir hætta að framleiða...hihihi! Góð afsökun ekki satt...
Annars er bara fínt að frétta úr skólanum, bara brjálað að gera allt í einu þessa vikuna, það styttist óðum í eðlisfræðiprófið og ekki verður neitað því að pínu stress sé komið í mann! En það er nú bara til að sparka í rassinn á manni...
Sænskt skrifræði gæti gert mann geðveikan! Ég hélt nú loksins að ég væri búin að fá það á hreint hvaða upplýsingar og gögn væru nauðsynleg til að fá sér sænskt ID kort, sem getur verið mjög nauðsynlegt að eiga, sérstaklega ef ég ætla að fá mér bankareikning, þá þarf ég ekki alltaf að dröslast niðrí miðbæ til að borga reikningana! En nei. Svo er ég búin að plata Kollu til að koma með mér, þar sem maður þurfti einhvern annan aðila með sænskt ID kort eða EU passa, sem ég hef auðvitað ekki sem Íslendingur. Svo þegar við erum komnar niðrí Kassaservice segir konan, já heyrðu þú (Kolla) þarft líka að vera með Personbevis! Það er semsagt útprentun frá skattstofunni hérna um að maður sé með sænska kennitölu! Já góðan daginn, það var semsagt ekki nóg að hún hefði sjálf þurft að sýna Personbevis þegar hún fékk sér sitt ID kort heldur þurfti hún að sýna það+ID kortið bara til að ég gæti fengið mér ID kort! Þannig að eftir þennan rugling ætluðum við að vera sniðugar og fara í SEB bank og tékka hvort við gætum reddað málunum þar. En í bankanum er ég búin að vera að fá mjög mismunandi upplýsingar. Seinast þegar ég fór þangað sagði hún að ég þyrfti bara að opna bankareikning og þá gætu þau séð um að redda mér ID korti, reyndar þarf maður þá líka að hafa sænskan aðila með sér. En núna í dag sagði hún að ég þyrfti fyrst að fara í Kassaservice, fá mér þar ID kort og svo þyrfti ég vottorð frá skólanum (til að fá námsmannareikning, sem er ókeypis) en það dugar ekki að sýna nemendafélagskortið mitt sem sýnir að ég er í skólanum. Og þar að auki þarf ég að sýna leigusamninginn minn eða einhvern leigureikning, til að sýna að ég eigi pening... AAAARGHHH!
Og fyrir utan þessi leiðindi var konan í bankanum bara hreint og beint dónaleg við okkur, það er bara alltaf strax gert ráð fyrir því að maður sé að reyna að svindla í staðin fyrir að reyna að sýna manni smá kurteisi...
En jæja, útras komin fyrir þennan pirring! Keypti mér alla vega nýtt peningaveski áðan, tími til kominn eftir að buddan min er orðin yfir pakk full af kortum, við erum að tala um 3 stúdentakort, bankakort, kort til að komast inn í skólann o.fl. o.fl... og svo vonandi bætist ID kortið við að lokum!
Ætla að fá mér smá í gogginn og drífa mig svo í blak...vííí...
ciao
....
Vala semla

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aaaarrrg varð bara pirruð á því að lesa þetta!

Nafnlaus sagði...

ömurlegt að lenda í einhverju svona veseni! það er nú alveg típsíkt að ég lendi í einhverju svona í DK í haust... svona allavega miðað við mína heppni ;)

Nafnlaus sagði...

Já, en þetta reddast á endanum!;) bara bögga að lenda í svona rugli... sko ekki í fyrsta skiptið síðan ég kom hingað skal ég segja ykkur...

Nafnlaus sagði...

Ohh... þetta er ekkert smá óþolandi!!! Ég lenti líka í þessu þarna úti og mig langaði ad springa úr pirringi. En eins og þú sagðir þá reddast þetta á endanum en váá hvað Svíarnir eru snillingar í að láta mann hafa mikið fyrir hlutunum!

Dagny Ben sagði...

Ég er ekki enn komin með ID kort en er alltaf á leiðinni að fá mér svoleiðis. Var samt ekkert mál fyrir mig að fá bankareikning, hraðbankakort og netbanka án þess að eiga ID kort! Nordea er ekkert að vesenast með svoleiðis og ekki Handelsbankinn heldur. Er það ekki bara SEB sem er með óþarfa vesen?

Nafnlaus sagði...

Hellu skvís! Nu har jag personbevis o sen har jag l´st mig till att jag maste ha med mitt isl´ndska pass..=)..Tror vi hamna pa en riktig bitch pa seb.. suck.. men snart har du ditt leg i handen! Puss o kram

Nafnlaus sagði...

Svíar elska skrifræði!!! Alveg ótrulegt! En já, þeir eru greinilega eitthvað spes þarna í SEB, þetta var líka í miðbænum, ætli þeir séu ekki extra harðir þar! Eða kannski maður beini bara viðskiptunum annað, þarna voru þeir óheppnir að missa svona stórlax eins og mig, hahaha! En frábært Kolla, þá þurfum við bara að finna tíma til að skjótast! Þúsund þakkir fyrir vesenið;)