17. febrúar 2006

Ooh happy day...
...vá hvað ég er búin að bíða eftir þessari helgi! Þessi vika er búin að vera mjög strembin, og dáldið stress í dag þar sem stærðfræðin er farin að verða þónokkuð mikið erfiðari og þessi "léttu" vikulegu skyndipróf í stærðfræði ekki lengur jafn auðveld og þau eru búin að vera! En þetta gekk bara vel í dag, hibb hibb húrra! Svo er ég nýbyrjuð í Matlab aftur, fengum svona smá smakk af því fyrir jól, og það er alveg greinilegt að ég og forritun erum ekki alveg að tala saman...áttum að "redovisa"(reiðuvísa.. haha.. nei hvernig segir maður á íslensku.. æ bara svona sýna forritið okkar fyrir kennara) og sátum til ellefu í gærkvöldi að reyna að klára þetta...úff púff! En okkur tókst að klöngrast fram úr þessu með einhverjum ótrúlegum hætti í dag. Við voru reyndar með þeim seinustu i röðinni sem sýndu forritið okkar, sem betur fer, held að gaurinn hafi verið heldur betur orðinn þreyttur og sagði bara já já flott er við öllu og við fengum Godkännt...
Þetta mun líklega verða mjög róleg helgi, var að koma heim úr blaki og er alveg búin á því, og enn með stórt mar á hendinni síðan á miðvikudaginn! Þannig að í kvöld er bara framundan að kúra undir sæng og fá sér Magnum með möndlum og horfa á nýjasta þáttinn í Lost, engar semlur til áðan í búðinni! búhúhú..
Þarf svo að vakna á mjög ókristilegum tíma í fyrramálið, á þvottatíma kl.8-14 og á svo reyndar mæta á hljómsveitaræfingu kl.10! Enginn svefnmorgunn framundan þar...
Svo fer ég á ofur rómantískt "deit" með tveimur ungum dömum annað kvöld og hlakka mikið til...
En jæja nóg í bili...
...
Vala bláa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Godkännt í hinu endalaust skemmtilega Matlab. Er orðin obbolega spennt fyrir kvöldinu, er búin að redda 2 stelpumyndum og svo er líka melodifestivalen í kvöld ásamt júró heima.....