27. maí 2006

5 dagar í Ísland...
...og er orðin alveg þvílíkt spennt að koma heim!!!:) Og það er eins gott að þið bíðið jafn spennt eftir því að fá mig til íslands! hehe.... heimta sko móttökunefnd í Keflavík aðfararnótt 2.júní;) Það er nú samt engin afslöppun hjá mér þangað til því skólinn er ekki ennþá búinn, stærðfræðipróf á þriðjudaginn! Er nú samt búin að reyna að vera dugleg alla vikuna og sitja upp í skóla og reikna en það er nú bara þannig að maður er ekki alltaf með 100% lærdómsvirkni þó maður sitji fyrir framan bækurnar.. tók mér svo frí í dag til að verða ekki geðveik á þessu. Svo er það bara harkan í morgun og hinn og svo próf, svo þvottadagur og pakka og svo tjill og HEIM! Já eins og þið sjáið er ég farin að hlakka svo til að koma heim, ekki misskilja, mér leiðist alls ekki hér, þó svo að fráfall hr. packards hafi farið frekar illa með mig, þurft að lifa eins og fornaldarmaður með enga tölvu, sjónvarp né græjur þar sem hann Packard minn sameinaði allt þetta þrennt! Hef þó alltaf sænska útvarpið hehe.. Svo var Rósa svo mikið æði að lána mér fartölvuna sína yfir helgina þannig að ég ér aftur komin í samband við umheiminn, hehe... En ég held ég hafi bara aldrei verið með svona mikla heimþrá, held það tengist því samt að ég er alveg að fara að fara heim... Svo byrjar vinnan í KBbanka 6.júní þannig að það verður ágætis helgarfrí! Ekkert smá fínt..
Dagurinn í dag er mest búinn að fara í afslöppun, fór í fyrsta skiptið á eina Subway staðinn sem til er hér í Stokkhólmi! Sem er alveg pínu pínu lítill og krúttlegur og þrjú sæti til að sitja og borða...frekar spes... en Subway svíkur aldrei! Svo rölti ég með Stínu, Frey og Dóru um bæinn og kíkti í búðir en þar sem ég á voða lítinn pening núna, námsmannasyndrom af verstu gerð að há mann, þá læt ég mér nægja að eyeshoppa! hehe Stína þú veist hvað ég meina, en jæja já knús og kram til allra! Hlakka til að sjá ykkur!:) Sé til hvort ég nenni að blogga eitthvað meir fram að prófinu...
CIAO
...
Vala svala

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey subway..það hefur alveg farið fram hjá mér sko!..en annars gangi þér vel í prófinu á þriðjudaginn:)

kv.´Ragga

Nafnlaus sagði...

takk fyrir það "reyna við" mín!;) hihi

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að fá þig heim...tveir dagar ;)

Nafnlaus sagði...

Góða ferð á morgun sæta! vildi að ég gæti komið með þér...Góða skemtun! :)Sjáumst! Kram kolla