27. maí 2006

jag ljuger så braaaaa....

Já góða kvöldið kæru vinir! Hér kem ég með eitt ofur blogg í tilefni þess að Rósa pósa lánaði mér tölvuna sína þar sem minn elskaði Packard er búinn að yfirgefa okkur hér á þessari jörð, en samt er ég hér að blogga í nýju tölvunni hans Freys í selskap yndislegra íslendinga, hér við hlið mér ofur gellan Stína fína sem ljuger så bra og bíður hér með eftir því að geta sinnt DJ störfum sínum...
GÓLFTEPPIÐ Í STOFUNNI HENNAR RÓSU er það besta sem ég hef á ævinni kynnst, beint úr Ikea, hvar annars staðar frá
... þarf ekki að spurja að því... ást á pöbbnum hér í góðum fíling.. en já gólfteppið, það yndislegasta það sem ég hef á ævinni kynnst, rautt, gult og blátt, semsagt mjög sænskt með blóðrauðu ívafi... svíarnir eitthvað að svindla í þessari hönnun sinni, en þar má finna fullt af trjám og par eitt statt út í horni eitthvað áttavilllt...
en já skemmtilegar pælingar hér á föstudagskvöldi á ókristilegum tíma, hugsanir blandaðar jarðaberjum, gerjaðar með klökum og sykri, ef til vill smá mjölk...
en jæja nóg komið af bullumsulli...
...CIAO...
Vala Bengzting

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

helga: ...ókey?

Nafnlaus sagði...

hahaha þú ert rugluð, ég vildi bara fá blogg en kannski ekki á þessum tíma sólarhringsins hehe. Greinilega gaman hjá ykkur eftir að við fórum.....

p.s. gólfteppið byður að heilsa þér:)

Nafnlaus sagði...

takk fyrir það, hlakka til að sjá það í dag!:) hehe...kannski ég fari bara í IKEA og kaupi mér eins.. þá get ég hætt að koma í heimsókn... enn og aftur þúsund þakkir fyrir lánið á tölvunni!