7. maí 2006

Nýjustu fréttir úr Stokkhólmi...

  • sumarið er komið!!! sól, 20 stiga hiti, ís, sólbað...újé...
  • herra Packard fékk fuglavírusflensuna og er núna búinn að gera sig heimakominn í stólnum heima hjá Rósu pósu og Einari diskónegger a.k.a. tölvulækni sem ætlar að reyna að koma greyið Packard aftur til lífsins... loksins hef ég löglega afsökun fyrir bloggleysi!
  • auglýsi hér með eftir B-frack! (notuðum smóking/mörgæsajakka) fyrir Nollninguna í haust...
  • ekki eru enn komnar niðurstöður í Mekanikprófinu! pirr pirr pirr...
  • ég er líklega á leiðinni í vikusumarfrí til Grikklands í byrjun september (eftir mikinn áróður frá Rósu)...
  • ég kem heim 4.júní!!! (bara svona til að undirstrika það) híhí...
  • fór í bæinn í gær og keypti mér ekki neitt! held það hafi bara aldrei gerst áður...
  • forritun er víst kúl....

...

Vala í sumarskapi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hejsan!!

Gaman að lesa þig loksins!! Vonandi batnar herra Packard fljótlega:-)
knúsknús,
Hjördís

Nafnlaus sagði...

helga:

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=164836

peace

Nafnlaus sagði...

Jiminn almáttugur hvað ég get verið ljóshærð stundum eða neinei ég er í prófum, hef afsökun, ég nefnilega skrifaði sko komment í gær en hef greinilega ýtt á "preview" takkann í staðinn fyrir "publish your comment" takkann og þar af leiðandi ekki komment frá mér, uss uss!!
en allavega, hér er sko líka komið þvílíkt sumar, hef bara ekki vitað annað eins, uppí 20 stiga hiti og maí er nýbyrjaður og ég bara hangi inni og mygla í prófalestri, alveg sko!! en já hlakka til að fá þig heim í ofurdjammið okkar!;)

Vala Rún sagði...

jájá sumarið verður eitt stórt party party!;) gangi þér vel í profunum skvís! og já Helga... hvaða ofursteikta síða er nú þetta.. hahahaha ég hló mig máttlausa! meira ruglið