28. júní 2006

HALLÓ PEOPLE...
...eru allir hættir að skoða bloggið, eru færslurnar svona leiðinlegar, eða eruð þið bara svona feimin? Reyndar eru kannski ekki allir eins og ég, sem sitja í tölvu allan daginn í vinnunni og hafa ekkert betra að gera en að hanga á msn, í bubbles og skoða allar bloggsíður landsins á hverjum morgni...hehe...

Já, komst að því núna áðan að maður á aldrei að monta sig yfir að vera hassperulaus fyrr en a.m.k. eftir hádegi daginn eftir að maður hefur verið að æfa... vaknaði í morgun og var bara hvah, þetta box var nú ekki svo erfitt, engar hassperur og ég fersk eins og sumarið í Sverige (bíð ennþá eftir að sumarið komi hingað heim...maður fer nú að verða dáldið óþolinmóður) en jæja... svo stend ég upp eftir að hafa hámað í mig Subway í hádeginu, þar sem maturinn hérna í mötuneytinu er alveg frekar slappur þessa dagana... og get varla hreyft mig, eins og það sé verið að stinga hnífum í mig út um allan líkamann! Var nú samt bara mjög ánægð, sko áður fyrr hefði ég nú ekkert hrópað húrra yfir því að vera með hassperrur, en núna þegar maður er lazy kay eins og ég og nenni varla að standa upp til að skipta um sækja skeyti í prentaranum, þá er það nú bara gott að vita til þess að vöðvarnir séu enn á sínum stað!

En jæja... tásukaffihús í kvöld... kannski maður kíki líka í sund eftir vinnu, gæti gerst... þó svo að sólin láti ekki sjá sig...

ciao
...
Vala, með strengi!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, kannast við tilfininguna með harðsperrurnar! ;)

Nafnlaus sagði...

ohh þessi síða er sko miklu betri, miklu meira jolly! ;)
En váááá hvað ég hlakka til að fara á hallgeirsey omg

Nafnlaus sagði...

Já ég lofa að skoða, hef samt ekki mikinn tíma í vinnunni og svo er Einar svo eigingjarn á tölvuna hérna heima:)
Þú ert aldrei leiðinlegur, ég er bara tímalausur....

Nafnlaus sagði...

Haha, já, ég hélt líka að ég væri að sleppa við harðsperrurnar en nei... Get varla hlegið núna vegna harðsperra í kviðvöðvunum.