26. júní 2006

Herra Packard er risinn upp frá dauðum...
...og er mjög sæll og glaður til að vera aftur kominn heim í faðm eigandans!:) Hann er samt genginn í barndóm og hefur tapað öllu minni þannig að nú þarf ég að hlaða inn öllum forritum, tónlist, myndum...eintóm hamingja! hmm...já eller hur...
...annars er bara komin góð spenna í mig fyrir Hallgeirsey næstu helgi, held það verði bara stemmari! Ernu tókst að plata mig með sér og er ég bara nokkuð sátt við það...Alla vega fyrsta útileiga sumarsins, af a.m.k. þremur sem verða farnar í sumar, nú er bara að biðja veðurguðina um gott veður!!!

Greip Núdda glóðvolg áðan þar sem hann ætlaði að fara að gæða sér á þrastarunga, eins og hann er mikill dúllukrúsírass þá varð ég alveg öskureið og tókst með naumindum að bjarga litla ungagreyinu frá villikettinum...

Og upp á hverju tóku þeir í vinnunni í dag nema einhverri myndatöku og þar sem ég var einstaklega mánudagsmygluð í dag þá býst ég ekki við góðri útkomu... deildin mín var vist að fá einhver verðlaun fyrir góðan árangur, man ekki í hverju, en óska þeim til hamingju!

Annars vil ég bara óska yndislegri MÚTTU KRÚTTU HÚDÚ ITTI VÚDÚ minni til hamingju með daginn!!! Mamma þú ert best i heimi!

Nú ætla ég að leggja mig og reyna að losa mig við þennan höfuðverk sem er búinn að vera að reyna að sprengja á mér hausinn í allan dag...

ciao
...
Vallý

Engin ummæli: