26. júní 2006

Jæja já...
...oh sunnudagskvöld, þýðir bara eitt, helgin búin, vinna á morgun!
Helgin var mjög fín, enda ekki annað hægt þar sem hún byrjaði á besta degi ársins 23.júní, það eru víst einhverjir vísindamenn búnir að komast að því að flestir séu glaðir þann dag ársins...
...byrjaði á vinnustaðarpartí á föstudaginn þar sem stemmningin var misjafnlega góð en batnaði klárlega með kvöldinu, fyrst með pizzunum sem gerðu góða hluti fyrir svangan maga og svo síðan þegar fólk fór að missa sig í singstar, komst upp með að vera held ég eina manneskjan á svæðinu sem ekki tók lagið...jámm held að vinnufélagarnir megi bara þakka fyrir það! Síðan kíkti ég með Lilju og Þórunni, sem mættu ferskar úr Arion (hluti af KB banka) partíinu uppí Ármúla og tókum leigara á Vesturgötuna í afmæli til Ernu í alvöru kokteila og hawaii stemmningu!:) reyndar stoppaði ég mjög stutt þar vegna óútskýranlegra ástæðna og fékk ég að upplifa mjög svo yndislegan þynnkudag á laugardaginn í því tilefni...svo tókst mér að vekja mikla lukku þar sem ég fór ekki aðeins heim í vitlausum jakka heldur líka með vitlaust veski...! En það er allt komið í réttar hendur núna... laugardagur...Steinar var svo mikið æði að kíkja til mín með barnabox af MC'Donalds og horfðum á Svía skíta á sig í leiknum móti Þjóðverjum í 16 liða úrslitum HM, þar féllu nokkur tár... um kveldið ákváðum við Friðrikka (sem einnig kallast Rikka, tvíburi minn, Vísitá eða Sigurjóna) að taka nammirúnt á þetta og kíktum svo til Helgu Bjargar þar sem hún, Hildur, Edda, Anna og Ágústa voru að koma sér í bæjarfíling og kíktum svo í bæinn með Eddu og Hildi, vá það var sko stappað af fólki en jámm það var líka gaman, hitti margt skemmtilegt fólk þar...nenni nú ekki að segja nánar frá því, ekki margir skandalar í þeirri bæjarferð, græddum svo 2000 kall á því að skutla einhverju pari upp í Breiðholt en við vorum hvort sem er á leiðinni þangað... Í dag fór ég í mína aðra gönguferð á Úlfarsfell, já það mætti halda að maður sé farin að gerast einhver svaka göngugarpur, fór með mömmu, pabba, Tuma, Önnu og Jónsa og Hákoni... tókst að sýna fram á það að það er ekki hægt að hlaupa með göngustafi, alla vega kann ég það ekki, því ég flaug á hausinn þegar ég ætlaði að hlaupa fram úr mömmu þegar við vorum að koma aftur að bílnum, jámm glætan að ég yrði seinust... sem betur fer lenti ég nú í mjúkum mosa! svo fórum við Vísitá í sund og syntum held ég heila 600 metra, þess má geta að ég hef ekki synt síðan í janúar... orðið dáldið langt síðan... svo bara grill hérna heima og kíkti svo til Ernu í Jörfalindina og byrjuðum One Tree Hill 3.seríu maraþonið okkar, þrátt fyrir tækniörðugleika í byrjun áhorfs...
Jæja þetta er orðið nokkuð langt blogg, verð því miður að viðurkenna að engar myndir voru teknar þessa helgi heldur...hmm... ég verð að fara að bæta mig...jæja...
Nú er kominn háttatími;)
...
Vala gala hala mala

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir helgina...ógleymanlega move hægri vinstri...ég skal sko segja þér það!

Ég horfði á fjórða þáttinn þannig að þú verður að vinna þig upp ;)