4. júní 2006

Já góðan daginn...
...ég held að klukkan í hausnum á mér sé alveg orðin gaga gúgú, ég vöknuð kl. 10 á sunnudagsmorgni þó ég hafi verið að jammast í gær og gæti ekki verið hressari... kannski ég þurfi bara engan svefn lengur! En já, það er alveg yndislegt að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar!:) Heimferðin gekk bara mjög vel, fyrir utan "smávægileg" vandamál á leiðinni á flugvöllinn, svosem týna handfarangurstösku í Arlanda Express, en sem betur fer skilaði hún sér aftur eftir klukkutíma, þökk sé ofur viðbrögðum Rósu, haha. Því ég varð svo stressuð þegar ég fattaði að taskan væri týnd að ég stóð náttla stjörf eins og myndastytta og Rósa bara:"run Vala run"... svo hljóp ég í vitlausa átt til að leita að afgreiðslumanninum í miðasölunni til að hann gæti hringt og leitað að töskunni...en já eins og ég sagði það reddaðist að lokum!
Annars er ég bara búin að vera að dúllast eitthvað síðan ég kom heim, fór með tölvuna mína í tölvubúðina þar sem ég keypti hana og hún er komin í viðgerð og fæ hana líklega til baka í lok næstu viku.. svo gerðist ég einkabílstjóri hjá bróður mínum og komst að því að maður gleymir ekkert hvernig á að keyra þó maður setjist ekki upp í bíl í hálft ár.. Tumi kenndi mér nokkur slög á nýju trommurnar, mjög gaman hihi.. held að það sé einhver leyndur draumur hjá mér að gerast trommuleikari... svo bara sund með Helgu skvís, grill með fjölskyldunni, vesturbæjarís með Auði og kíkt aðeins í bæinn. Í gær var ég með gamla settinu í Skorradal að bera á bústaðinn, vá ég hlakka ekkert smá til þegar allar græjur eru komnar í lag og maður getur farið að tjilla þar... það var líka ekkert smá gott veður, mínus íslenskan vind, en já getur maður kvartað yfir honum?! Svo kíkti ég í útskriftarpartí til Helga (fyrrum Stokkhólmara) en hann er orðinn vekrfræðingur strákurinn! Til hamingju aftur með það Helgi minn;) og svo bara bærinn... verð nú samt að viðurkenna að mér fannst hann frekar slappur en við skemmtum okkur samt mjög vel og dönsuðum af okkur rassinn og Andri var on fire á dansgólfinu með hip hop dansinn sinn og fékk sitt langþráða óskalag (sem Crazy Horse beilaði á að spila fyrir hann um daginn)... Everybody dance now...újé!;)
en jæja veit ekki hvað gerist í dag nema eitthvað matarboð hjá ömms og afs í kvöld...
ciao
...
Valan

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hae skvís! en fun...mig langar lika ad vera a islandi..;)en eg held ad eg se med heilahristing..dansadi og hoppadi svo mikid igaer og baud stelpunum ópal;)klikkar aldrei (or maybe sometimes)var allavegna vel i glasi og er ekki hress idag:D ´fekk mer mcdonalds i morgunmat og svo lagdist eg i solstolin og steinrotadist.. well well! Hafdu tad sem best! Heyrumst! Knus kolla svíi..

Nafnlaus sagði...

oh!!! hefði svo viljað koma með;) gaman að þið skemmtuð ykkur vel.. haha þú með ópal, gerist aldrei.. eller hur?:) er bara sól og læti í sverige? hafðu það gott! kramkram

Hildur Sólveig sagði...

heyrðu kelling... þú verður að fá þér myspace líka... all the cool kids are doing it...

Nafnlaus sagði...

haha... ómægod tótallí sko... er það the hottest hot in usa?;)