5. júní 2006

Leti leti leti...leti líf mitt er....
...þangað til á morgun því þá byrja ég að vinna! mæta kl. 9, úff það verður erfitt að vakna! en hlakka samt til, verður fínt að fá aftur smá rútínu í lífið...
Kíkti í gær á hina umtöluðu Da Vinci Code og verð bara að segja að mér fannst hún mjög góð, var reyndar ekki búin að búast við miklu þar sem myndir gerðar eftir góðum bókum ná sjaldan að toppa bækurnar sjálfar og var nú líka búin að heyra misgóða dóma um þessa mynd... þannig að ég var bara mjög sátt..
Í dag er ég búin að lifa hinu ljúfa letilífi, rak aðeins nefið inn í Kringluna áðan og endurinnréttaði herbergið mitt aðeins... en jájá semsagt ekki mikið að frétta... hlakka mikið til að fá sundtásurnar mínar heim á þriðjudaginn eftir viku en þær ákváðu allar að stinga af til útlanda um leið og ég kom heim...svo bara stelpukvöld á skjá1 í kvöld! svona til að toppa leti dagsins...
...
Vala latmask

2 ummæli:

Kristveig sagði...

Hæ og takk fyrir kveðjuna sem hún Marina bar mér frá þér :) Hvar ertu að vinna annars?

Nafnlaus sagði...

hæhæ gaman að hitta þig í gær;) er að vinna í KB...er í vinnunni núna... allt nýtt.. kann ekki neitt!:) hehe...