6. júlí 2006

Varúð varúð...
...fyrirbæri sem ekki hefur sést hér á landi í háa herrans tíð hefur skotið sér upp á sjónarviðið...það kallast SÓL og einkennist af heiðbjörtum himni, mikilli birtu og hita! Fólk er beðið um að fara að öllu með varúð þegar það gengur um utandyra, annað hvort hylja húð sína með klæðum eða kaupa svokallaða sólarvörn, sem er venjulega í kremkenndu formi, en einnig til sem froða eða sprey, í næstu lyfjaverslun. Einnig er almenningur beðinn um að hylja höfuð sitt með derhúfum, höttum eða öðru slíku, og á þetta sérstaklega við um þá sem ekki hafa hár á höfði sér. Til að verjast fyrirbærinu er ráðlagt er að drekka mikið magn af vökva og hylja augu sín með svokölluðum sólgleraugum...

...

Vala... og það varð sól!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha tilhamingju med tad:) her hothothot...of hot.. Fri i trja daga jibbi! Ha d bäst! Kram kram:)

Nafnlaus sagði...

Hahahahahahahaha... ;)