3. júlí 2006

Fyrsta útileiga ársins...
...heppnaðist mjög vel, mikið gaman, mikið fjör, mikið dansað, mikið mönsað, mikil tónlist, mikið etið, mikið sungið, mikil rigning, mikil sól, mikill vindur... tók svo smá túristaflipp með Ernu og Atla á laugardeginum, löbbuðum bakvið Seljalandsfoss og fengum okkur smá sturtu í leiðinni og tókum fullt af myndum...svo sund á Hvolfsvelli og stærsti litli ís í brauðformi sem ég hef fengið á ævinni! gat ekki einu sinni klárað hann, ísbíltúrsjúklingurinn sjálfur... og eins og oft gerist tók ég með mér myndavélina í þessa ferð, hún varð batteríslaus en þar sem aðrir voru svo duglegir að taka myndir ætla ég bara að fá þær lánaðar...
Núna tekur svo bara harkan við eftir sukkerí helgarinnar, þar sem ég og Sigurjóna kreisítása erum búnar að gera samkomulag um að byrja á matardagbók og ætla að drífa mig í Sporthúsið og kaupa mér kort í dag...Rósa ég vona að þú fyrirgefir mér, ég er samt ekki búin að yfirgefa þig í nammigrísafélaginu, laugardagurinn verður HEILAGUR sem nammidagur....
...læt þetta duga í bili, ætla að halda áfram að vinna, það er aðeins meir að gera en venjulega þar sem ein er búin að drífa sig í frí... sem betur fer, það var alltof lítið að gera...vonandi verður dagurinn aðeins fljótari að líða...

ps. mæli með Click með Adam Sandler, fór á hana í gær, mjög fyndin, hló mikið...

...
Vala, sem mun verða pirruð næstu daga vegna nammileysis...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Valfríður, þér er óheimilt að tala við mig í nammigrísafráhvarfseinkennunum þínum.... Ég ætla sko ekki að taka ábyrgð á þessu rugli í þér stúlka:)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast tjaldnágranni :) ekkert smá skemmtinleg helgi ... og omg gangi þér vel (ég hef held ég aldrei farið í nammibindini sem hefur borið árangur)

Kv. úr orkuveitunni

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel skvís í átakinu.. ég ætla alltaf að byrja í svona en svo er ég farin að svindla áður en ég veit af.. en ég gat þetta alltaf í sundinu... ætli maður fari ekki bara að æfa aftur til þess að geta haldið nammibanninu... hmm!! Góða skemmtun í kvöld, en þú verður svo að mæta í einn bandýtíma áður en þú ferð aftur út:)

Nafnlaus sagði...

takk fyrir síðast sætust... það liggur við að ég sé ennþá södd sko!! enda fékk ég hálfpartinn overdosis af ís!! :P mmm nammi namm ;)

Nafnlaus sagði...

já, ég er sko gjörsamlega fallin á nammibindindinu, enda vissi ég að þetta myndi aldrei ganga! Rósa, þú getur óhrædd hringt í mig... Inga.. takk sömuleiðis fyrir síðast!;) án ykkar hefði þessi útileiga ekki verið neitt... og já ég hef heldur aldrei farið í nammibindindi sem hefur borið árangur lengur en viku! Guðrún..ég lofa að mæta í bandý í næstu viku..Auður já TAKK fyrir síðast, næst á dagskrá er að endurvekja djammdýrið í þér!;) tíhíhí... en jæja alltof langt komment...