18. september 2006

Þá er þetta búið! Mekanik KS1... og því miður gekk mér ekki nógu vel, ekkert smá erfitt að fara í próf þegar maður er svona nýbyrjaður í skólanum, koma sér í gírinn og læra sannanir og formúlur og skilgreiningar í aflfræði utanað! Þó svo ég hafi reynt mitt besta alla helgina, sleppti m.a.s. 2 partýum og alles... en já... þetta virkar semsagt þannig að ég þarf að ná 4 stigum af 12 samtals á þessum 2 KSum til að sleppa við teoriuhlutann á prófinu... og sá hluti er ekki nema 1 CSN stig... þannig að ég þarf nú kannski ekkert að gráta yfir þessu! Náði alla vega einu stigi pottþétt þannig að það er nú betra en ekkert...
Jæja þessi færsla er að verða leiðinlegra en prófið sjálft... þannig að ég ætla að skrifa um eitthvað aðeins skemmrilegra :)
Er að fá heimsókn á miðvikudaginn og hlakka ekkert smá mikið til að fá múttu, ömmu og Tuma hingað! Þá verður eitthvað kíkt í búðir, rölt um gamla bæinn, borðaður góður matur og hver veit nema maður kíki með "lilla"bró í Gröna Lund! Langt síðan maður hefur farið í tívolí.. best að tékka hvort það sé opið...og svo fæ ég nýju húsgögnin mín úr IKEA send heim annað hvort á morgun eða hinn! Eintóm hamingja. Svo er ég að fara að eignast nýja uppáhalds nágranna eftir 2 vikur, Röggu og Andra, en þau fengu íbúð á 6.hæð í blokkinni þar sem ég bý! Þá getum við skipst á mat, eða hveitibollum eins og Andri sagði haha...
Jæja dæmatími í diffurjöfnum framundan, þannig að þetta blogg verður ekki lengra...
Maður þyrfti svo að fara að skella inn myndum!:) Hver veit nema ég nenni því í kvöld...
ciao
...
Vala svala

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uff aaaa sannanir sjitt! en eg er nu bara i rolegheitunum i amerikunni, skritid ad hafa engin verkefni
ja madur tharf nu einhvern tima ad kikja i heimsokn til ad sja thessa finu ibud thina :D

Nafnlaus sagði...

Jámms... ég kem og heisæki þig til DK ef þú kemur í heimsókn til mín meðan þú ert í lýðháskolanum!:) maður getur fengið mjöög ódýrar lestarferðir milli Stokkh. og Köben... alveg niðrí 3.000 ISK hef ég heyrt!:)

Nafnlaus sagði...

Já og ég verð bara hérna á Íslandi ef að þið þarfnist mín!! ;) Bara ein lítil tá, ráðalaus og yfirgefin þar sem að hún hefur enga tá til að vísa sér veginn og enga tá til þess að passa upp á sig... ein... alein... lítil tá!

Nafnlaus sagði...

O ja vala bara ein og half vika tanngad til vid flytjum..can't wait:)..

kv.Ragga

Nafnlaus sagði...

Noh thad er bara ekkert annad! Ja thad er nu ekki haegt ad sleppa thvi ad heimsaekja thig fyrst eg verd bara tharna i nagrenninu!;)

Nafnlaus sagði...

hæ sætust!! heyrðu er það bara ég eða virkar ekki myndasíðan? mig langar að sjá myndir.... :P

Nafnlaus sagði...

ehm hehe.. já.. það er allt á leiðinni!:) skelli mér í það bráðlega.. setja inn nokkrar sumar og Krítar myndir og fleira skemmtilegt!