11. september 2006

Fimm fílar lögðu af stað í leiðangur...
Þá er ég komin aftur til lands Svenssona og kanilbulla. Lentum kl 2 í nótt og fengum taxa á rúmlega 4.000 kall heim til mín sem mér fannst bara vel sloppið. Svo tók við skóli kl 10 í morgun og var að koma heim rétt áðan og mín bíður ekkert nema lærdómur, heimadæmi sem ég átti að skila seinasta föstudag (strax komin eftirá, ekki gott), heimadæmi f. næsta föstudag (sjeise) og próf a mánudaginn... semsagt "ljúfa lífið" tekið við á ný...
En Krít var bara algjört æði og frí sem ég þurfti svoooo nauðsynlega á að halda! Hótelið okkar, Jasmine Village,staðsett í Platanias um 10 km frá Chania, var alveg ágætt bara, frekar stór herbergi og hátt til lofts og allt mjög snyrtilegt bara, eini gallinn bara að klósettið var á stærð við kústskáp! Og sturtan þar af leiðandi ennþá minni.. sem var ekki alveg að gera nógu góða hluti þegar 5 manns þurftu að sturta sig á hverju kvöldi... (ekki allir í einu samt hahaha...)!
Ferðin í stuttu máli: Sól, yfir 30°C hiti, strönd, risastór sundlaug á hóteli, vindsængur, góður matur, veigar í fljótandi formi, JetSki, GoKart, vatnsleikjagarður, Roadtrip til Rethymnon og Iraklion og menningarferð til Knossos (a.k.a. steinaskoðun), snorkling, 3 skópör og gullveski...
Þakkir fyrir frábæra verð fá Hausaveiðarinn (Andri), Morgunhaninn (Ragga), BS.Driver ( Rósmundur) og Teknó-vakningin (Einsi pönk)...

ciao
...
Fimmta hjólið

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VELKOMIN HEIM!!! :D Æðislegt að heyra loksins í þér! ;) ég er strax farin að sakna föstudagsmorgnanna okkar....!

Nafnlaus sagði...

gaman að heyra að ferðin heppnaðist svona vel sæta mín ;)
heyri vonandi í þér sem fyrst! nettengingin hérna hjá okkur er því miður ekki upp á marga fiska!! :(

Nafnlaus sagði...

velkomin velkomin, gott ad thad var gaman, og ja skil thig mjog mikid med badherbergid, ekki vildi eg hafa verid sidust i sturtu!;)

Nafnlaus sagði...

Gaman i Grikklandi :) hefdi alveg viljad vera med!!! Vid verdum nu ad fara ad hittast manneskja! Thad er nu ekki eins og thad se langt fyrir mig ad skjotast i Holminn, eller hur?!?!?
tcha, hjh

Nafnlaus sagði...

Já nákvæmlega Hjördís, maður hefur ekkert heyrt í þér síðan þú komst til Sverige!! Hvernig gengur í Uppsala?:) ertu enn með sama sænska nr.ið?