29. nóvember 2006

Einn tveir og detta...

Ég var í alveg þvílíku T-bana ólympíuspretthlaupi heima í Hallonbergen í morgun, heyrði lestina koma þegar ég var á leiðinni niður rúllustigann, setti í fimmta gír, tók beygju, niður tröppurnar, ónó dyrnar eru að lokast, gleymi að það er eitt þrep eftir, BÚMM! beint á hausinn.. sem betur fer er ég í heilu lagi eftir þessa góðu byrjun á deginum, ég hefði ekki þurft að drífa mig svona mikið því næsta lest (sem var lestin sem ég ætlaði að taka) kom fimm mínútum seinna! týpískt :)
En eins og sagt er, fall er fararheill, ég mætti alla vega á réttum tíma í labbinn kl. 9 og massaði labbtestið þannig að ég hef bara góða tilfinningu á að þetta verði góður dagur...

...
Vala hrakfallabálkur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

je minn eini litli hrakfallabálkurinn minn! en gott að þú sért in one piece eftir þetta! ;)

ég hef einmitt oft verið að pæla í þessu... á hverjum einasta degi hérna sér maður fólk í þvílíkum sprett að reyna að ná lestinni sinni og ósjaldan kastar það sér inn í hana með tilþrifum sem hafa aldrei sést áður!! hef oft pælt í því hvort að þetta fólk hafi ekki slasað sig einhvern tímann í æsingnum... hehehe...

anyways...

vona að restin af deginum verði betri sæta mín! :P

Nafnlaus sagði...

hehe takk sæta :) já jiminn eins oft og ég hef nú hlaupið með þvílíkum tilþrifum (m.a.s. á háhæluðum skóm) hefur aldrei neitt gerst en það hlaut að koma að því hahaha...

Nafnlaus sagði...

hahah..ludi kv.Ragga

Nafnlaus sagði...

hahahah góð vala góð!;)