28. nóvember 2006

það er náttla ekki heilbrigt...
...að það sé orðið DIMMT úti klukkan hálf fjögur á daginn! fyrirgefðu, hver slökkti ljósið!!! Og núna á maður víst að sitja heima og læra fyrir próf... þá er stórhættulegt að sitja fyrir framan tölvu, því margar "nauðsynlegar" afsakanir fyrir að læra ekki verða mjög freistandi, t.d. að

*skoða mailið á 5 mínútna fresti
*verð nauðsynlega að hafa kveikt á msn (er samt búin að vera mjög hörð við sjálfa mig í dag og ekki með kveikt á msn...) : "hæ ég heiti Vala og ég er msn sjúklingur"
*fara á mbl.is, alveg bráðnauðsynlegt að vita hvað er að gerast á Íslandi svo ég breytist ekki í Svía
*leita að nýrri tónlist til að downloada...
*ná í nýjasta Prison Break (þessi afsökun dugar reyndar bara á þriðjudögum)
*skoða bloggsíður
*blogga (svo fólk viti að ég sé ekki drukknuð í skólabókunum)
*athuga hvort ég geti bætt mig í bubbles

...og svo framvegis! En já, að sjálfsögðu er burðarþolsfræðin svo gífurlega skemmtileg að ég get ekki slitið mig frá bókinni :) Alltaf gott að reyna að blekkja sjálfan sig...

Jæja, FÍNS pizzafundur í kvöld og svo uppáhalds sjónvarpskvöldið mitt...

...
Vala bókaormur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko enga vorkunn, það eru bara nokkkkkkrir dagar þangað til jólafríið kemur og verður ekki pizza og íshokkey um helgina, ha.ha.ha
Mútta.

Nafnlaus sagði...

Haha góður! Heyrðu já bara nokkkrir dagar þangað til þú færð að elda ofan í mig og þrífa fötin mín :) Jibbí hlakkaru ekki til ? hihihi djókur.. annars spjallaði ég við pabba áðan, hann var bara nokkuð hress! mundiru eftir að senda hann með sléttujárnið (þ.e.a.s handa mér) hahaha ?