22. nóvember 2006

Á meðan ég er enn ung...

...já á morgun, nánar tiltekið um hálfsex í fyrramálið eru 21 ár síðan ég kom í þennan heim!
Ákvað því að skrifa smá hugvekju í því tilefni...

haha nei ekki alveg! Er ekki búin að breytast í eitthvað skáld þó að ég sé að verða komin á þrítugsaldur, eins og það hljómar nú vel, þrítugsaldur... Þegar maður verður tvítugur hljómar það eitthvað svo vel: "já.. ég er tvítug", það finnst mér mun merkilegri aldur en 21.árs.. ég meina hvað græðir maður á þessu ári í viðbót... tjah... ég veit ekki sko... ef ég væri í Bandaríkjunum væri þetta nokkuð merkilegur dagur, maður kemst loksins inn á skemmtistaði og svona haha.. en já...

En jæja... stopp the röfl... Ég á FRÍ í skólanum á morgun, hversu ljúft... þannig að ætli maður baki ekki eitt stykki afmælisköku handa sér þar sem enginn er hér til að baka hana fyrir mig, já mamma ég mun sakna þín sérstaklega mikið á morgun... geturu ekki skroppið hingað með einkaþotu og reddað þessu fyrir mig ? Já þannig að afmæliskaka (nánar tiltekið brownie) er í boði fyrir þá sem vill koma hingað í heimsókn :) Því miður get ég ekki sagt "öllum boðið í kaffi og köku" þar sem ég á enga kaffivél...

Svo bara glamúrös partý fyrir útvalda á laugardaginn!;) já þið vitið hver þið eruð... Svo erum við Mikaela að pæla í að halda upp á afmælið okkar sameiginlega í næstu viku því hún á afmæli þann 30:a, svona fyrir krakkana úr skólanum...

En jæja... þá er þessu síðasta blogg æsku og yndis lokið :)

knús og kram
...
Vala Rún

PS: er asnalegt að setja PS í bloggfærslur? man eftir því að mér fannst það mjög töff að setja PS í bréf þegar ég var 7 ára og sendi pennavinkonum mínum bréf í pósti, hihi.. en já alla vega ég mæli með því að fólk skelli sér í Axelsons elevbehandling (www.axelsons.se) , þetta er nuddskóli sem býður upp á mjög ódýrt nudd, ég og Ebba skelltum okkur þangað í dag og það var ekkert smá nice! axlirnar alveg endurnýjaðar :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Vala mín! ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið snúllan mín...mér finnst að þú eigir líka að baka brownie fyrir okkur hin hérna á íslandi þegar þú kemur heim...hehe

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið rúsínurassgat!;)

Nafnlaus sagði...

til hamingju med afmaelid i gaer..., betra seint en aldrei med afmaeliskvedjur....sjaumst a morgun!!