24. nóvember 2006

Þúsund þakkir fyrir allar afmælisóskirnar sem ég fékk í gær :) Svo fékk ég líka pakka og kort í pósti... var eins og lítill krakki á jólum að opna þetta í gær, hafði sko ekki hugmynd um hver hafði sent mér þetta þegar ég fór niðrá pósthús, en þá voru þetta sundtásurnar mínar!;) knús og kram stelpur, hefði ekki getað fengið betri gjöf! (íslenskt nammi, smákökur og smá flippmyndir hehe..) ykkur tókst að "surprise-a" mig! hehe... Fékk eitt stykki afmælissöng og trommuspil frá Tuma í gegnum símann, ekkert smá gaman haha! stórt TAKK til fam.Júlíusson fyrir peninginn og afmæliskortið!;) Vona að þið hafið skemmt ykkur vel úti að borða á Pizza hut í gær, ÁN MÍN! svona á ég yndislega fjölskyldu sem fer út að borða í tilefni afmælis míns og mér er ekki einu sinni boðið með ;) hehe þið eruð svo klikkuð...

Já, að sjálfsögðu baka ég brownie handa öllum sem vilja þegar ég kem heim um jólin! held að það virki ekkert rosa vel að senda hana í pósti..

Fór í bíó í gær á Marie Antoinette og hún var mjög góð, dáldið spes, en góð. Hafði ekki neitt sérstaklega miklar væntingar þar sem ég hafði heyrt misjafna dóma um hana. Það er mjög mikið gert út á útlit og mér fannst mjög töff hvernig hún hafði nýja tónlist í bakgrunni í mynd sem á að gerast á 18.öld. En já það er semsagt mikið gert í því að sýna í hversu ótrúlega fáránlega miklu ríkidæmi franska konungsfólkið lifði í og það er ekki mikið talað í myndinni eða útskýrt þannig að maður verður að þekkja söguna bakvið myndina til að skilja eitthvað hvað er í gangi.

Lunch time...

...
Valfríd, ellismellur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skemmtu þér like crazy í kvöld skvísan mín!!

...og endilega taktu einhverjar skemmtilegar myndir... hehe ;)

Nafnlaus sagði...

Jeminn, bara bloggæði!!
Ég ætlaði að senda þér kort en hef ekki komist út úr húsi vegna veikinnar... en ég ætlaði!! Marta

Nafnlaus sagði...

takk fyrir það ;) já.. myndirnar eru á leiðinni...!!!