15. desember 2006

Blogg nr 101...

Jæja kæru vinir, bara svona minna á það að ég er væntanleg á klakann 21.desember :)

Ég er á enn á lífi, ótrúlegt en satt, en burðarþolsfræðin var næstum því búin að drepa mig úr leiðindum.. hugsunin um jólafrí hélt mér á lífi! :) En já, semsagt 1 af 2 prófum búið, það seinasta er á miðvikudaginn bamm bamm tshhhj og síðan tentapub um kvöldið að sjálfsögðu, býst við skemmtilegu flugi heim á fimmtudaginn með skemmtilegum hóp af Íslendingum! Þetta virðist vera vinsælast heimferðadagurinn hjá námsmönnunum hérna í Stokkhólmi í ár...

Fyrir rúmri viku síðan var FÍNS, Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi, stofnað formlega. Sendiherrann Guðmundur Árni og frú voru svo almennileg að hýsa samkomuna heima hjá sér í sendiherrabústaðnum og held ég að allir hafi verið sammála um að kvöldið hafi heppnast mjög vel :) Ég var með í undirbúningsnefndinni sem síðan var kosin sem stjórn félagsins þannig að núna sé ég um peningamálin hjá FÍNS, maður þarf að fara að hrista rykið af bókfærsluheilasellunum síðan í Versló, hehe! Heimasíða félagsins er www.namsmenn.se og hittumst við einmitt í fyrradag til að skipuleggja atburði vorsins, margt spennandi í gangi...

Í gær benti Hjördís mér á stórhættulega fyndna síðu, og meina það sko bókstaflega, þessi síða er algjör tímaþjófur, ég var föst þarna í 2 tíma í gærkvöldi og held að ég hafi workað magavöðvana ágætlega á meðan hehe, þetta eru semsagt samtöl úr daglegu lífi í Svíþjóð sem fólk sendir inn á síðuna, einhverjir frá síðunni sem eru að hlera fólk á almenningsstöðum, t.d. T-bananum eða strætó, mæli með því að fólk kíki á þetta www.tjuvlyssnat.se

Jæja, það er kannski ekki hægt að búast við mörgum bloggum af mér fram að jólum þar sem framundan eru jólainngjafakaup (er ekki búin að kaupa eina einustu.. ussuss), efnisfræðilærdómur og tiltekt og svo niðurpakkningar í ferðatöskur! Jebbs, það verður sko engin yfirvigt í ár...

CIAO, kossar knús og kram!
...
Vala

PS: mont dagsins er að ég, Ragga og Andri vorum algjörir lukkugrísir áðan, vorum orðin alveg 15 mín of sein í bíó, en þá hafði myndinni seinkað um hálftíma vegna skipulagsleysis eða eitthvað þannig að við höfðum tíma til að kaupa nammi og fengum síðan frímiða í bíó sem afsökunarbeiðni frá SF :) nice...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst síðan þín þægilegri lesningar svona.
Til hamingju með FÍNS
Hlakka til að sjá þig :*

Vala Rún sagði...

Já takk fyrir það :) Hlakka til að sjá þig sömuleiiiiiðis!!!