3. desember 2006

OH HVAÐ ÉG HATA SÖLUMENN...

comviq sölugaurarnir eru búnir að vera hjá skólanum núna undanfarna daga að fá fólk til að skipta um símfyrirtæki, ekkert slæmt að segja um það þar sem comviq er frábært fyrirtæki og búið að spara mér HEILMIKINN pening siðan ég skipti frá Vodafone, nánast ókeypis að hringja í alla aðra sem eru með comviq (næstum allir sem ég þekki hérna úti) og síðan kostar bara 5 kr/mín íslenskar að hringja í heimasíma á Íslandi sem ég er búin að nýta mér frekar mikið... en nú jæja síðan tókst einum gaurnum að ná að tala við mig þegar ég reyndi að hlaupa framhjá honum, ég sagði bara snöggt: en ér er með comviq, þá sagði hann "enn betra" og ég skildi ekki alveg hvað hann var að meina en þá eru þeir semsagt að fara að skipta um kerfi, þannig að amigos (sem ég hef keypt, ódýrt að hringja til útlanda) er að hætta og kompis verður ódýrara í staðinn.. nú jæja frábært ég skrifaði undir blaðið og átti að fá 150 kr. sænskar inneign, sem ég er btw ekki ennþá búin að fá, og síðan hélt ég náttúrulega eins og gaurinn hélt fram að amigos væri ekki lengur í gildi og er því tvö seinustu skipti búin að kaupa kompis í staðin og hringi að sjálfsögðu jafnoft í heimasíma til Íslands.. var að tala við Rikku áðan í símann og 150 kr (sænskar) inneignin kláraðist á korteri.. já ekki alveg beint "ódýrara" en amigos... þá er þetta nýja plan þeirra greinilega ekki byrjað að virka!!!! ekkert verið að taka það fram neinei...

VÁ hvað svona getur pirrað mann.. veit ekki alveg hvað ég á að gera í þessu, hvort þetta séu mín mistök eða þeirra mistök að informera mann ekki um svona lagað.. kannski ekki rétti tíminn til að vera að pirra sig yfir einhverju svona klukkan tólf á sunnudagskvöldi en jæja varð bara að fá smá útrás fyrir pirringinn!

góða nótt :)
...

Vala pirringslús

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hver hatar ekki sölumenn? hehe... yfirleitt segja þeir manni aldrei frá "smáa letrinu" og láta allt hljóma svo ómótstæðilega vel!

en hvað segiru músla? keyptiru þér sjokkólaðidagatal..? :P

Vala Rún sagði...

neibbs, reyndar ekki búin að því :) en það er aldrei of seint...

Nafnlaus sagði...

Sölumenn sölumenn sölumenn!!! prump prump prump!!!
Eeeen fáðu þér netsíma, það er víst snilldin ein, frænka mín í ameríku var að fá sér svoleiðis og hún hringir bara úr honum heim eins og hún sé að hringja innanlands, við hringjum líka í hann bara alveg eins og við séum að hringja innanlands (íslenskt símanúmer sem hún fær) semsagt mjög snjallt, þá getur þú hringt ódýrt og við hringt ódýrt í þig.. segi ég sem er að farað flytja til danmerkur!! allavega, sniðugt!;)

Nafnlaus sagði...

ertu á lífi kella?

allavega, vona þér gangi vel með lesturinn/prófin... :)