17. janúar 2007

Góða kvöldið :)

Þá ætla ég að skella inn einu bloggi. Kom hingað á föstudaginn, flugið gekk vel, aðeins um 2,5 tíma! Fékk töskurnar mínar strax og náði flugrútunni kl 12.00, sem ég hafði nú aldrei þorað að vona að ég myndi ná. Þannig að ég var komin hérna heim á Lötsjö um hálfeitt leytið, íbúðin var í heilu lagi, gott mál :)
Um helgina lærði ég aflfræði fyrir prófið sem var á mánudaginn. Eftir það er ég svo bara búin að tjilla, fara í ræktina, kíkja í búðir og svona.. fór reyndar upp í skóla í gær með Röggu og sátum á bókasafninu í nokkra tíma, voða duglegar, það var nú bara mjög rólegt þar því skólinn byrjar hjá flestum í dag en hjá mér á morgun ;) lúxuslíf hjá mér... Er aðeins byrjuð að skoða þessa kúrsa sem ég verð í núna og líst bara ágætlega á þetta, svo er bara að sjá hvernig fyrstu fyrirlestrarnir verða... Erum alla vega strax á leið í studiebesök till Scania á mán/þri þannig að það er nú bara spennandi...
Fór í dag og ætlaði að kaupa mér hlaupaskó, var búin að finna mér þvílíkt flotta nike skó, hvíta með bleiku og gráu munstri, sem voru á útsölu, mátaði þá og komst að því að þetta voru bara einhverjar restir og bara 3 pör eftir, engin í minni stærð, mátaði reyndar 40,5 en greinilegt að þetta eru eitthvað litlar stærðir, ég nota nú venjulega 39-40 en þyrfti örugglega 41 í þessum skóm... tókst svo mér náttla gera mig að smá ljósku þegar ég ætlaði að spurja gaurinn þarna hvort það væri hlaupabretti sem maður gæti prófað, hlaupabretti er víst "löpband" en ekki "löpbräda" veit ekki einu sinni hvort það orð er til... næst held ég spurji bara á ensku ef það er eitthvað sem ég er ekki viss um! er nú svosem oft að lenda í einhverju svona vandræðalegu haha..

En jæja ætla að drífa mig, er að fara að kíkja á kaffihús með Ebbu, Mikaelu og einhverjum fleirum...

ciao
...
Våla

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey sætust! gott að heyra að þú ert komin heil til sverige ;)
miss you sweetpea!