1. apríl 2007

Góða kvöldið!

Kannski kominn tími til að vippa smá texta hérna inn, nú er komið páskafrí, ég veit ekki hvað, tíminn flýgur bara, eins og vindurinn...það er bara komið sumar í borginni, sól og 10-15 stiga hiti í þessari viku...já verð að segja að það er frekar nice :) Sólgleraugu og læti, gerist ekki betra...
Annars er það að frétta að ég er búin að vera dugleg að hanga á blocket, sssb og svebo, er að hugsa um að skella mér á eitt hjól, finnst samt svo erfitt að stökkva bara það fyrsta sem er í boði og það er óótrúlega mikið til þarna skal ég segja ykkur! Mig hefði aldrei grunað að það væri svona stór markaður hérna fyrir notuð hjól á netinu, og verðið er allt frá 100-59.000 SEK!!! jebb ég er ekki að grínast, maður fengi nú bara ágætan gamlan bíl fyrir þennan pening heima, en sumir vilja eyða aðeins meiru en aðrir í hjól, já ég á dáldið erfitt með að skilja þetta...
Og svo eru það íbúðir, ég er að hugsa um að reyna að skella mér á eitthvað korridor í haust, enda verða uppáhalds nágrannarnir mínir komnir til Íslands þá, og finnst einhvern vegin tími kominn til að maður hætti þessu einbúa ástandi og upplifi alvöru stúdentalíf eins og það gerist best héra í Sverige... það er reyndar ekki mikið af íbúðum í boði núna en þetta fer örugglega að tínast inn bráðlega. Þarf nú samt að hugsa málið vandlega, ég fer alla vega ekki að fórna fínu mrs. peppers svítunni minni fyrir hvaða fataskáp sem er hehe...

Ætla svo að skella mér til Köben og heimsækja hana Auði mína og Ottó (sem verður held ég á kafi í skólabókunum) þannig að það verður bara girly time hjá okkur, vá hvað ég hlakka til :) Það verður örugglega nóg sjoppað, það er bara nauðsynlegt þegar maður kemst í nýjar búðir, aðeins að endurnýja í fataskápnum fyrir sumarið... Er samt að taka frekar áhættusamar ákvarðanir með að kaupa mér last minute ticket (aðeins hægt að kaupa 24 tímum fyrir brottför), hef aldrei prófað það áður, en held að það sé ekkert mál, eða það hef ég alla vega heyrt, enda ekkert vit í því að kaupa lestarmiða annars, kostar morð fjár!

Og já gleðifréttir, ég er ekki komin með flensuna eins og ég hélt, var reyndar raddlaus þegar ég vaknaði í morgun og búin að vera með ágæta viský rödd í nokkra daga en er öll að braggast, jajamensann! haha

Jæja ætla að hætta þessu rugli, maður þarf víst að læra aðeins á morgun áður en fríið byrjar fyrir alvöru.

ciao
...
Vala páskaungi

2 ummæli:

Vala Rún sagði...

Segir maður mig grunar eða ég gruna, nei nú þarf ég alvarlega að fara að rifja upp íslenskuna...

Unknown sagði...

Er nokkuð viss um að það sé mig grunar, ef við prófum setningar eins og "já mig grunaði það nú" ekki segi ég "já ég grunaði það" nope frekar bjánalegt en svo hef eg lika heyrt grunti er það bara svona gamaldags eða er það réttara eða er bara bæði betra?? finnst allavega soldið kúl að segja "já mig grunti það nú" já verði þér að góðu þetta var íslenskukennsla Friðrikku þann 5.apríl 2007!;)
En að öðru... loksins komst ég á þetta blogg þitt, kláraði nefnilega aldrei að lesa tilkynningarmailið því ég endist ekki alltaf í þessum skrapatölvum í danmörkunni, og svo alltaf þegar ég ætlað kíkja á bloggið þá bara uuu læst! þannig mín kveikti á perunni og las mailið aftur og komst einnig að því að ég var alltaf með svona google account! svo nú get ég njósnað um þig hægri vinstri vala mín, engin undankomuleið!
Jæja ætla nú ekki að hafa þetta lengra!
góða páska!:D