21. mars 2007

Þá leit eitt blogg dagsins ljós :)

Lífið gengur bara eftir rútínunni, skóli, rækt í mínusveldi (það datt eitthvað uppfyrir þegar ég fór til Barce, hmms.. ekki nógu gott, en það er bara skella sér í fyrramálið, þýðir ekert annað!) Erum núna búin að sýna 2 spex sýningar og 3 eftir, uppselt á allar ;) Sem er held ég bara í fyrsta skipti í sögu þess... já við erum svo vinsæl! En Ragga og Stína ætla að kíkja á morgun!
Stutt um ferðina til Barce... en hún var bara snilld :) Ekkert smá skrítið að fara til útlanda á þessum tíma ársins, veðrið var eins og á góðu íslensku sumri, 15-17°C og smá skúrir einn daginn, og smá vindur. Vorum í íbúð bókstaflega í miðbænum, um 5 mínútna labb að Römblunni (aðal gatan í miðbænum). Tókum bara ágætan túristagír á þetta og fengum okkur 2 daga passa í Tour Bus og náðum að sjá alveg helling þá, síðan var tekinn einn búðardagur, sem fór aðallega í að ég mátaði 20 jakka sem voru alltof litlir, vinsælustu stærðirnar í búðunum þarna eru XXS og hæð 150 þannig að jáh.. dæmið var ekki alveg að ganga upp! Síðan skruppum við seinasta daginn upp í fjöll, þar er eitthvað gamalt munkaklaustur, það var klukkutíma lestarferð þangað frá bænum og fórum svo í kláf upp í 500 metra hæð! Lofthræðsla gerði aðeins vart við sig. En útsýnið þarna uppi var alveg magnað. Barcelona er alveg frábær borg og ég mun pottþétt fara þangað aftur einhvern tíman í framtíðinni, kannski þegar það er aðeins hlýrra svo maður geti spókað sig á ströndinni líka...
Í dag í termo fyrirlestri talaði gaurinn um Ísland, mér fannst það mjög gaman, fyndið hvað þjóðarstoltið vaknar hjá manni, vorum að tala um jarðvarma til að hita upp hús og framleiða rafmagn..
En já góð saga, ég var að testa kaffivélina mína í fyrsta skiptið ... nammnamm:) Nú held ég að það sé ekki aftur snúið, ég hef haldið því fram í um það bil ár að ég sé ekki háð kaffi en hef nú ákveðið að hætta að lifa í þeirri afneitun.

Skelli kannski inn myndum bráðum úr ferðinni. Og segi ykkur skemmtilega sögu frá því sem gerðist í dag, nenni ekki að skrifa meira núna.

ciao
...
Valfríd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neih vala svala bara vøknud til lifsins, sjubbidua! en ja fyndid med island held thad hafi bara verid svipad einhvern tima i einhverjum tima eitthvad talad um islenska hitaveituvatnid eitthvad blablabla og juju thjodarstoltid alveg ad drepa mann... muhahaha :D

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Rosalega gaman á Spexinu þínu í gær, var bara að spá hversu háð þú ætlir að verða kaffi..... Hvort að þú ætlir að fá að eiga stóra seven-11 bollan úr Spexinu og fara að titra af kaffileysi;)