24. nóvember 2005

Þá er maður loksins orðin 20 ára...vííí! Puss o Kram till allra sem sendu mér sms eða kveðju í gær!:) Sms, e-mail, msn, skype, símtal, tölvupóstkort og póstkort í pósti!;) ótrúlegt hvað samskiptin eru þróuð nútildags..

En já! Afmælisdagurinn var mjög fínn, reyndar frábrugðinn öðrum þar sem ég fékk engan pakka, engin fjölskylda til að vekja mig með afmælissöngnum og engin kaka. Fyrir utan kökusneiðina sem ég keypti í einhverri sjálfsvorkun á þriðjudaginn og átti að vera afmæliskakan en svo bara einhvern vegin hvarf hún ofaní magann á mér á þriðjudagskvöldið! úpsídúpsí, skil ekkert í þessu. hihihi...
Fékk samt að sofa út þar sem það var enginn fyrirlestur fyrir hádegi, sem gerist næstum aldrei. Kíkti svo með Önnu pönnu út að borða í hádeginu. Síðan tók við skóli frá kl. 13-17. Fékk svo afmælissönginn í beinni frá familíuna. Þau ákváðu semsagt að halda upp á afmælið, án mín, með því að fara út að borða! En já ég var þarna með þeim í huganum. Tók því svo bara rólega og kíkti út á Onsdags, alltaf partyparty over there...

Lenti svo í ótrúlegasta veseni á leiðinni heim. Tók lestina niður í T-Central, þar sem ég þurfti að skipta yfir á bláu línuna sem fer heim til mín. Þar stóð á skjánum að lestin væri alveg að koma... ég beið. Svo beið ég í 5 mínútur. 10 mínútur. Engin lest. Svo birtist á skjánum að næsta lest væri væntanlega klukkan 05.11! Þetta var semsagt um eittleytið. Var fúl, sá nammisjálfsalann, kíkti í veskið og viti menn. 5 kr, akkurat fyrir einu litlu Daim. En þá ákvað hann að ræna þessum litlu aurum frá mér og ekkert nammi fékk ég! Súr á svip þurfti ég svo að bíða eftir strætó meðal róna og ógeðisfólks, meðal annars kom einhver kall upp að mér og reyndi að höstla mig með sér á barinn!Já ég held nú ekki! Ég hef aldrei í lífinu verið svona ánægð að sjá strætó. Svo sofnaði ég næstum í vagninum, þetta er alveg um hálftíma ferð, og svo til að toppa allt ákvað strætóbílstjórinn að beila á stoppistöðinni minni þannig að ég þurfti að öskra og eypa á hann til að láta hann stoppa! Alveg ótrúlega mis endir á skemmtilegum degi:)

Afmælis...
...matur: Tyrkjapizzan í hádeginu og afmæliskakan (degi of snemma)
...söngur: 2 á íslensku og 1 á sænsku
...búð: lögleg í gær
...gjafir: strippari sem Sara sendi mér í gegnum msn og eðal pulsumáltíðin sem Steinar bauð mér uppá eftir Onsdags.
...ósk: frá Jonní bró sem var fyrstur til að óska mér til hamingju;)
...partý: með sænsku þema á laugardaginn.

hejdå
...
Vala

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já vala krúsí, má segja að þetta hafi bara verið dýrindisdagur hjá þér í gær, sem er gott, mjög gott, æði, frábært!! fyrir utan já smá svona skondinn(ef ég nota skemmtilega orðaforðann) endi á þessu dýrindisdegi!;) en já væri nú soldið mikið til í að vera þarna úti hjá þér og djamma með þér til að halda upp á þennan merka dag en já, tökum þetta með trompi í jólafríinu og janúar!;)
krúsímússí

Nafnlaus sagði...

Jámm, klípírass, tvistið.. einn dans við mig!;) hihihi

Nafnlaus sagði...

takk takk skvís;)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ skvís!
Takk fyrir frábært afmælispartý á laugardaginn. Ótrúlega gaman alltaf að hafa svona þema;) Við Helgi skemmtum okkur alveg konunglega. Heyrumst og sjáumst fljótlega..

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir síðast, mikið stuð mikið fjör, og takk fyrir mig!;) spurning hvaða kokteill verður fyrst drukkinn í nýju kokteilglösunum...