19. nóvember 2005

Helgin loksins komin.. því verður samt bara tekið mjög rólega þar sem ég er að fara í próf á mánudaginn!
Gærkvöldið var voða nice, þar sem ég fékk óvænt heimsendan kokk til mín sem eldaði fyrir mig einhvern tælenskan kjúklingapottrétt...namminamm! Algjör lúxus. Kíktum svo í bíó á nýju Harry Potter myndina og hún er bara algjört yndi! Var samt orðin dáldið langdregin í lokin en ég mæli með að allir kíki á hana. Svo verður partý í SPEX:inu í dag/kvöld, jámm ath. í DAG! Svíarnir eru alltaf svo snemma í þessu, alveg ótrúlegt. SPEXið er semsagt leikrit hérna í skólanum, held að flestar deildir séu með sitt eigið SPEX, eru held ég í kringum 100 manns í þessu og ég er í hljómsveitinni! hahaha... verður spennandi að sjá... Þetta var nú samt bara eitthvað flipp hjá mér í byrjun en núna er þetta víst orðin alvara þar sem ég er búin að fá sendar nótur af fyrsta laginu sem við eigum að æfa fyrir mánudaginn! obbosí.. og ég sem hef engan tíma! og ekkert píanó!
En jæja læra læra, góða helgi ástarbossakrúsídúllurnar mínar!
...
Való píanó

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha þetta með svefngenglana er heavy fyndið...þú ert sko alls ekki ein ;)
Annars er þetta að verða soldið grunsamlegt, hver er þessi kokkur? hmmm ég held að vinkonur mömmu þinnar þurfi að fara að hafa smá áhyggjur! passar það ekki? ;)
Missya
Erna

Nafnlaus sagði...

maður veit aldrei;) missya too;)

Nafnlaus sagði...

Já er kominn tími á áhyggjurnar Vala mín;);)
Gaman að heyra að þetta hafi verið skemmtilegt;) Hlakka til að heyra meira:)

Nafnlaus sagði...

Á ekki að æfa í partýpleisinu?

Nafnlaus sagði...

Nú er ég ekki alveg viss um hvad tú ert ad tala Steinar... má ég glamra á píanóid heima hjá ykkur?;)

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu!