21. nóvember 2005

Þungu fargi af mér létt...
Þar sem ég er búin í Mekanik prófinu, eða KS eins og það kallast, Kontrollskrivning, sem gefur manni tækifæri á að safna stigum fyrir lokaprófið. Mjög sniðugt system. Svo tókst mér líka að komast í gegnum fyrstu hljómsveitaræfinguna án allra hrakfara... enda þetta líka bara létt og skemmtileg lög sem við erum að spila og alveg ótrúlega gaman;) Það er bara svo svo mikil stemmning að spila svona með fullt fullt af öðrum hljóðfærum og heyra hvað það kemur flott út.. annað en að glamra ein á sitt P-Í-A-N-Ó...
En jiiiiminn gúdd hvað er orðið kalt hérna allt í einu, það byrjaði að snjóa á laugardaginn og núna er hvítt útum allt, samt voða kósý...
Var svo að spjalla við mömmu og lillabró á skæpinu áðan, og já, hann er víst ekkert lítill lengur þar sem hann er orðinn STÆRRI en ég! Þannig að núna get ég ekki lengur sagt að ég eigi neinn lítinn bróður, þar sem Jón er náttla löngu orðinn að risa, og núna eru ég og mútta gamla bara orðnir dvergarnir í fjölskyldunni þó við séum báðar 175! Ótrúlegt hvað tíminn líður..
Og talandi um það er bara einn dagur eftir af 19 aldursári mínu, spurning hverju maður tekur upp á þá...Svona lokaflipp áður en maður gengur í fullorðinna manna tölu. Endilega komið með einhverjr hugmyndir!
En jæja nóg komið af rugli, er orðin jättetrött og linsurnar farnar að ofþorna í augnum!
Over and out
...
Vallis

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sælar, æi er víst aðeins of sein að koma með ábendingu um að gera eitthvað sniðugt, en já, hafði bara ekkert sniðugt að segja, hefði náttla getað keypt þér köku fyrir afmælisdaginn og borðað hana samt í dag, en bara sorry of sein að benda þér á það!;) blablabla.... hún á afmæli á morgun...... húrra húrra húrra!:D

Nafnlaus sagði...

Ja må hon leva
Ja må hon leva,
ja må hon leva.
ja må hon leva uti hundrade år!
Ja visst ska hon leva,
ja visst ska hon leva,
ja visst ska hon leva uti hundrade år!

Hjärtans grattis á 20. afmælisdaginn!! Puss og kram.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið mússí!;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn skvísa !!!

Sjáumst hressar á laugardag nema þú ætlir að láta sjá þig á Onsdags í kvöld ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju aftur sæta! :*

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn!!!

Mundu þetta..
..mynd er minning liðins tíma.. ;)
hehehe

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið!
Pussar och krammar! :*
Och ha det toppen! ;)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjurnar!;) þúsund kossar!;)